Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Page 34

Heima er bezt - 01.05.1997, Page 34
Ingibjörg Sigurðardóttir. v(^^yrirgefðu, Marella, hvað ég er búin að láta þig bíða lengi eft- ir mér, segir hún afsakandi, - viðtalið tók lengri tíma en ég bjóst við. - Það er ekkert að fyrirgefa, góða mín, þú varst að ljúka þínum erindum, en gjörðu nú svo vel og fáðu þér hressingu, svarar frú Marella hlýtt og móðurlega og vísar gestinum til sætis við eldhúsborðið. Glóey Mjöll sest að rausnarlegum veitingum og gerir þeim góð skil eftir langa göngu og miklar orðræður. Frú Marella tyllir sér við borðsend- ann og drekkur smá sopa, gestinum til samlætis. Svo spyr hún: - Viltu ekki þiggja gistingu? - Nei, þakka þér fyrir, Marella mín, svarar Glóey Mjöll. - Ekki núna. - Jæja, þá bið ég hann Bjart að renna með þig á jeppanum niður í Voginn. - Nei, ekki ónáða Sigurbjart mín vegna. Þessi gönguferð hingað og aft- ur tilbaka, verður mér ómetanleg upp- lyfting eftir langar innisetur og á þessu líka unaðsfagra vetrarkvöldi. - Ég ræði þetta þá ekki frekar, segir frú Marella og býður gestinum að þiggja meira af veitingunum. En Gló- ey Mjöll er orðin mett. Hún rís ffá borðum og þakkar góðan beina. Frú Marella fylgir gestinum út á hlaðið. Vináttukveðjur þeirra eru gagnkvæmar. Glóey Mjöll heldur úr hlaði. Gamla prestsekkjan skyggir hönd fyrir augu og horfir á eftir ungu kennslukonunni, þar sem hún brunar niður hjambreiðuna, sporlétt eins og hind. Hún verður ekki lengi niður í Vöginn með þvílíkum gönguhraða, hugsar frú Marella full aðdáunar og snýr aftur inn í húsið. Henni finnst þessi stúlka ímynd hinnar heilbrigðu æsku. * * * Séra Grímkell lætur hallast fram á skrifborð sitt en snertir ekki ffæðiritin, sem hann hugðist líta yfir á þessu kvöldi og liggja fyrir augum hans. Hann ígrundar allt önnur fræði. Lífs- saga Bóasar Jensen eins og hún birtist honum í ffásögn kennslukonunnar, tekur hug hans allan. Þvílík ævi! Og nú er komið ákall til hans. Hann ætlar vissulega ekki að bregðast köllun sinni. En hvemig fær hann, á sem heilladrýgstan hátt, komið til hjálpar þessu nauðstadda sóknarbami sínu? Hvað hentar þessum einstaklingi best? Eftir þeirri lýsingu, sem kennslukonan gaf honum af manninum, dregur hann í efa að fjöldafræðsla sé það ákjósan- legasta í hans tilviki, einkasamtöl kynnu að nýtast betur til að byija með. Hann ætlar að hugleiða þetta mál vandlega, það getur skipt sköpum. Biðja guð um leiðsögn, sem kallað hefur hann til þjónustu í kirkju sinni. Hann hefur aldrei fyrr fengið sams konar heimsókn og á þessu kvöldi. Kennslukonan unga í Voginum, hlýtur að vera nokkuð sérstök. Að gera sér ferð hingað upp að Ármótum til þess að leita manni hjálpar, sem hún í raun þekkir sára lítið af eigin kynnum, og hefur reynst henni ffekar erfiður í skauti, hvað námi dóttur hans við kemur. Þama hlýtur að liggja til gmnna djúpstæður mannkærleikur, næsta fágætur. Á vissan hátt má líkja þessum gæfusnauða meðbróður, allt ffá því er hann leit fyrst ljós þessa heims, við manninn í dæmisögu meistarans, sem ræningjar skildu eftir særðan við veginn og margir hafa gengið framhjá, eins og presturinn og 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.