Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 11
dag, bráðum 50 ár. En það birti fljótlega til. Fyrsta verk- efnið, sem við fengum eftir að við komum heim, og slóg- umst við þennan vetur, var að flytja litla fiskimjölsverk- smiðju frá Eskifirði til Homafjarðar. Það verkefni varð til þess að ég hafði hér vinnu þennan vetur. Svo var farið að veiða loðnu, kísilmálmverksmiðja var í byggingu og fleira kom til. Við veltum því svolítið fyrir okkur á þessum árum, hvort við ættum að vera hér og taka þátt í að efla þetta fyrirtæki eftir mikla lægð eða fara eitthvað annað. En það var freistandi að byggja á því sem til var. Á þessum tíma var ekki í tísku að tæknimenntaðir menn fæm inn í fyrirtæki í rekstri. Þeir voru á verkffæðistofum með háls- tau. Erlendis var hinsvegar komin af stað umræða um að fyrirtæki ættu að fjárfesta í tæknimenntun, ekki síður en vélum og mér fannst þetta spennandi kenning. Vélsmiðjan Stál Reksturinn hefur auðvitað gengið upp og ofan en verk- smiðjan hefur alltaf reynt að byggja á tvennu; vönduðum vinnubrögðum og að hafa vinnu fyrir starfsmennina. Það fyrmefnda er alltaf hægt að standa við ef maður vandar sig en þetta síðamefnda getur verið erfiðara. Á stundum hefur það þýtt að við höfum frekar verið að “reka fólk” en “reka fyrirtæki”. En á fámennum vinnustað í fámennu byggðar- lagi getum við ekki haft fólk þegar okkur hentar og rekið það ef verkefni vantar. Starfsfólkið kemur ekki hlaupandi til okkar aftur þegar við köllum. Þessi stefna hefur komið niður á efnahagnum og upphafsárin voru gífurlega erfið, því þá var safnað skuldum. Svo kom uppsveiflutímabil þegar mikið var um báta- og skipasmíði, það var verið að byggja frystihús og fiskvinnslufyrirtæki og efnahagurinn batnaði. Þá fómm við í fjárfestingar; keyptum vélar og stækkuðum húsið þannig að gróðanum var eytt jafnharðan inni í fyrirtækinu, í frekari uppbyggingu. Þá tóku aftur við erfiðleikar, fyrir u.þ.b. 10 árum, en þau hafa verið mörgum fyrirtækjum á íslandi gífurlega erfið og mörg í þessum rekstri hafa orðið gjaldþrota og síðan verið endurreist með Saumaklúbbur frá Noregi Björg. Islensku konurnar voru saman í saumaklúbb á þessum tíma, frá 1966 og saumaklúbburinn er enn starfandi 1997. Þær hittast í Reykjavík einu sinni í mánuði og ég bætist í hópinn þegar ég get. Þær hafa tvisvar komið austur og við höfum átt góða helgi saman og svo höfum við hist annað slagið með körlunum okkar. En það er gaman að segja frá því að við fórum til Noregs milli jóla og nýárs í vetur, því dóttir okkar er þar í námi og Theódór hafði nefnt það í fréttabréfinu að við yrðum þar á þessum tíma. Morguninn eftir að við komum til Elverum, hringdi síminn. Það var einn bekkjarbróðirinn, sem hafði lesið um komu okkar í fréttabréfinu og vildi endilega fá okkur í mat. Hann hafði haft talsvert fyrir þessu, því fyrst þurfti hann að hringja til íslands til að fá símanúmerið. Það skemmtilegasta var að þessi félagi hafði helst úr lestinni og ekkert heyrst til hans í 5 ár eða svo, en hann hafði alltaf fengið fréttabréfið og þama komst á samband og við áttum afskaplega góða stund með honum og fjölskyldu hans. Heim til SeyðisJJarðar Theódór. Þegar, við komum heim, sumarið 1969 var hér allt í kaldakoli eftir síldarhmnið og mjög erfitt að fá vinnu Við bjuggumst ekki við að vera hér nema fram á haustið, en það atvikaðist nú þannig, að hér erum við enn. Þjóðin beið ekki eftir nýútskrifuðum tæknifræðingi og ekki vænlegt að stofna verkfræðiskrifstofu eins og hugurinn hafði þó stefnt til. Vélsmiðjan Stál hafði tekið áhættu með þátttöku í verk- smiðjubyggingu á Hánefsstaðaeyrum; Fjarðarsíld. Síldin hvarf og verksmiðjan var aldrei gangsett. Einmitt á þessum tíma skuldaði Stál starfsmönnum sínum tveggja vikna laun í fyrsta og eina skiptið alveg frá upphafi fram á þennan Skólabræður frá Þrándheimi, Theódór í aftari röð, lengst t.h.. Vinkvennahópur frá Þránd- heimi, Björg er jjórða frá vinstri í aftari röð. Hjá góðum vinum í Noregi, Theó- dór og Björg eru lengst t.v.. Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.