Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 14
Haraldur Guðnason, Vestmannaeyjum: \fl ;3 , f f ff j Mjiimiiöaii' uim KJ.L aupfélagsbúðin var í hey- hlöðu, sem var innréttuð sem sölubúð. Daginn sem nýja búðin var opnuð var æsileg ös frá morgni til kvölds. Húsfreyjur fjölmenntu þennan dag, en aldrei síðar. Kramvaran rann út, tvær heimasætur úr annarri sveit röktu sundur línið og klipptu, með skæri í bandi um hálsinn. Bændur skoðuðu meir þarfavarning, að þeirra dómi. Þetta var ævintýri. Á dýrðinni var þó einn skuggi. Fátt var um skotsilfur. Mest tekið út í reikning. Skuldaskil fyrir áramót reyndust mörgum þung í skauti. Ekki kannski síst þetta fyrsta starfsár. Nýir menn K.H.L. settu svip á fásinnið í sveitinni milli vatna. Fyrst og fremst hann Guðbrandur kaupfé- lagsstjóri. Fjör hans og léttleiki hreif með sér þungbúna sveitakarlana. Og konan hans, hún Matthildur, ávann sér vinsældir og álit. Með Guðbrandi kom einn starfs- manna S.Í.S., Þorvaldur Stephensen, glæsilegur maður, rauðhærður „aristokrat“ og heimsmaður. Hann bjó lengi í London, starfaði m.a. við fisk- sölu. Hann var eitt ár í Hallgeirsey. Svefnpláss Þorvalds var í skrifstof- unni en þar var áður lambhús Guð- laugs bónda. Eina nóttina rigndi mjög og vaknaði Þorvaldur við það að vatn rann yfir andlitið. Hann greip þá sæng sína og bjó um sig á gólfinu þar sem þurrt var. Ágúst Einarsson frá Miðey í Land- eyjum var bókari K..H.L. 1920-1924 og kaupfélagsstjóri 1928-1942. Gunnar Vigfússon frá Flögu í Guðbrandur Magnússon kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Hallgeirseyjar, skammstafað K.H.L. var stofnað árið 1920. Vörurn- ar komu sjóleiðina, í fyrstu með vélbátum frá Vest- mannaeyjum, síðar með vöruskipum frá útlöndum. Vœri sjór ófœr við sandinn biðu skipin við Eyjar eftir sandaleiði. Skaftártungu kom til félagsins árið 1922. Hann var skrifstofu- og af- greiðslumaður, afbragðs starfsmaður, hægri hönd Guðbrands, sem oft þurfti að vera að heiman. Síðar varð Gunnar skrifstofustjóri Kf. Árnes- inga í 40 ár. Við uppskipun á vörum kaupfé- lagsins hafði ég þann starfa að færa föður mínum bita og sopa í Sandinn. Kaffið var látið í sokkbol. Var kannski volgt þá er komið var á stað- inn eftir klukkustundarferð á gamla Bleik. í Sandinum hittumst við strákar frá hinum bæjunum. Við höfðum að leik að hoppa á tundur- dufli, sem rak á Hallgeirseyjarsand vorið 1921. Duflið var frá stríðsár- unum 1914-18 og menn héldu það meinlaust. Bændur bundu hesta við hring í duflinu. Um haustið komu danskir varðskipsmenn og sprengdu duflið. Sást þá svaka blossi og jörð titraði. Um fermingu fór ég í uppskipunar- vinnu. Hún var erfið. Við bárum á bakinu hundrað punda komvörupoka upp á kamp, í gljúpum sandi, allt á brattann. Kaupið var 1 króna á tím- ann, sama í dag- og næturvinnu. Vor- ið 1926 vann ég í lest á norsku skipi, „Annaho.“ Var það lúxusvinna miðað við landvinnuna. Ársreikningur minn frá 1926 fylgir þessari grein. Vörugeymsluhús eða pakkhús, var reist vestur á Affallsbökkum sumar- ið 1920, timburhús, járnvarið. Á loftinu var ullarmóttaka. Ullarlestir siluðust um Affallsbakkana dag eftir dag. Bærinn minn, Ulfsstaðir, stóð nokkra metra frá besta vegi sveitar- innar. Haust eitt var búnaðarnámskeið haldið á pakkhúsloftinu og fór ég þangað. Samt þótti mér námsefnið ekki skemmtilegt, að undanteknum kvöldvökunum. Þar flutti Ragnar Ás- geirsson ferðasögu frá Ítalíu, mjög skemmtilega. Matthías Þórðarson flutti fræðsluerindi. Svo var alltaf 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.