Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1969, Page 3

Æskan - 01.02.1969, Page 3
hungursins. Þessar myndir eru teknar í Biafra en þaðan hafa borizt í allan vetur hörmulegar fréttir af hungruðu fólki, börnum og fullorðnum, sem deyja þar tugþúsundum saman úr liungri. Þeir sem hafa nægju sína að borða og meira en það, geta varla ímyndað sér, hvernig hungur er. Mikið hefur verið gert til hjálpar, en það hrekk- ur skammt. Þegar fyrsta hjálpin barst, var fjöldi barna orðinn svo aðframkom- inn, að ekki var hægt að bjarga þeim og þau hlutu að deyja. Meðan styrjaldir, fáfræði og fátækt hrjá heiminn, verður þetta aftur og aftur hlutskipti barna einhvers stað- ar á þessari jörð okkar, og oft er það á mörgum stöðum í senn. Talið er, að þriðjungur jarðarbúa svelti eða fái aldrei nægju sína að borða. Margar þjóðir lifa af svo ein- hæfri fæðu, til dærnis surnar Asíu- þjóðir, að ef uppskeran bregzt eitt árið, verður hungursneyð. Biafrabúar borða mikið skreið (þurrkaðan og hertan fisk), sem þeir kaupa frá Norðurlöndum, og í mörg ár höfum við selt þeim mikið af okkar framleiðslu. Nú þegar styrjöld geisar í landi þeirra hafa þeir ekki fjármagn til skreiðarkaupanna, svo að hungurvofan gerir enn frekar vart 67

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.