Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Síða 15

Æskan - 01.02.1969, Síða 15
GIFTUMÍK FEMÐ Ferð bandaríska geimfarsins Apollos 8 til tunglsins, sem hófst 21. desember s.l., lauk 27. des., nákvæmlega sex sólarhringum og þremur klukkustundum síðar. Þessi lengsta, vandasamasta og af flestum talin mesta hættuferð manna út í geiminn tókst betur en nokkur hafði þorað að vona, og allir, sem að henni stóðu, unnu með henni frábært afrek. Það er ekki aðeins að öll tæki ynnu fullkomlega eins og frekast var til ætlazt og að ferðin öll væri innan þeirra marka, sem sett höfðu verið, heldur tókst lend- ingin á Kyrrahafi betur en lending nokkurs annars bandarísks geimfars til þessa. „Tunglið kemur okkur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Frank Borman fyrirliði geimfaranna, þegar hann og félagar hans lýstu því, sem fyrir augu þeirra bar, er þeir hringsóluðu um tunglið í Apollo 8 á aðfangadag jóla. En þeim bar öllum saman um, að tunglið væri ógnþrungið og eyðilegt. William Anders geimfari lýsti yfir- borði tunglsins þannig, að það væri „grátt", líkast „skítugum fjörusandi". Annars var hann hrifnastur af sólaruppkomu og sólsetri á tunglinu. James Lowell geimfari lýsti tunglinu þannig, að það væri „geysistór vin í hinni miklu víðáttu geimsins." Bor- man kom tunglið þannig fyrir sjónir, að það væri viðáttumikið, einmanalegt, ógnvekjandi og tómlegt. „Það er ekki lokkandi staður að búa eða vinna á,“ sagði hann. Næsta stórskrefið i geimferðaáætlun Bandaríkjanna verður að senda mann til lendingar á tunglinu, og það verður líklega stigið í júlí í sumar. Þá var það eitt sinn, er Tarzan lagði leið sína að kof- anum, að liann tók eftir því úr fjarlægð, að hurðin skar sig lítið eitt úr veggnum. Meðfædd greind hans kom honum til þess að rannsaka þetta nánar. í þetta sinn var hann einn á ferð og nú gekk hann beint að dyrunum og tók að athuga þær liátt og lágt. Skyndilega, þegar hann var að rjála við lokuna, hrökk hurðin upp. Tarzan stóð fyrst sem steini lostinn og horfði inn í hálfrökkrið í kofanum. Á námsbrautinni. Hægt og hikandi gekk hann inn í kofann, þetta hús, sem faðir lians hafði byggt fyrir fjölskyldu sína fyrir 13 árum. Beinagrind lá á gólfinu og önnur í rúminu. í vöggunni lágu bein úr barni. En Tarzan var vanur því að sjá skinin bein ýmissa dýra og veitti þessu því litla athygli. Þarna var svo margt annað nýstárlegt, að hann varð alveg hugfanginn við að skoða það. Húsgögn, vopn og verkfæri voru þarna, og uppi í hillunum voru bækur, en inni í skápnum fataleifar. Meðal annars fann hann þarna veiðihníf í slíðrum, sem faðir hans hafði átt. Fljót- lega skar hann sig til blóðs á honum, en hann komst upp á lag með að skera flísar úr tré með hnífnum. Loks lagði hann hnífinn frá sér, en fór að skoða bækurnar. í þeim sá hann myndir í lyrsta sinn. Hann starði hugfanginn, og svo tók hann til við að reyna að plokka myndirnar af pappírnum, en skiljanlega gekk það ekki sem bezt — gat kom á blaðsíðuna. Þarna í bókunum sá hann myndir af öpum, sem voru alveg eins hvítir og hárlausir og hann sjálfur, og einnig voru þarna kunningjar hans úr skóginum — smáaparnir, sem léku sér í trjátoppunum, en ekki sá hann myndir af neinum, sem líktust stóru öpunum í flokki hans. Meðal bókanna kom upp í hendur hans stafrófskverið, sem foreldrar hans höfðu ætlað honum, og fullur af áliuga fletti liann síðum þess: A á hann Afi — B á hann Bói — D á hann Doddi . . . 79

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.