Æskan - 01.02.1969, Qupperneq 20
(j&j
Fyrir ungar stúlkur
BURSTAR
Hér á myndinni eru þrír
burstar, sem eru alveg nauð-
synlegir til að halda llkaman-
um hreinum, sem sagt tann-
bursti, hárbursti og baðbursti.
Þá tvo fyrrnefndu verður þú
auðvitað að eiga sjálf, en bað-
burstinn er vanalega eign allr-
ar fjölskyldunnar. Þú þarft ekki
endilega að kaupa þér dýrustu
gerð af hárbursta, ef þú átt
einn með trébaki, þá getur þú
málað hann hvítan að ofan og
skreytt hann með fallegri rós
eða einhverju skemmtilegu
mynztri.
SKÓRNIR
Munið eftir að hirða vel
skóna ykkar, þá endast þeir
betur o'g eru fallegri. Það er
alltof algeng sjón á islandi að
sjá illa hirtan skófatnað. Betri
eru slitnir skór vel hirtir en
nýir, skítugir og hælaskakkir.
Á alla brúna og Ijósa skinn-
skó á að nota litlausan skó-
áburð. Á háu svörtu kulda-
skóna er borin skósverta og
munið að bursta þá fyrst með
góðum skóbursta, og síðast
eru þeir gljáfægðir með mjúk-
um klút, sem þið hafið alltaf
við höndina í skókassanum
ykkar, og gott er að hafa 2
klúta, annan fyrir litlausa á-
burðinn. Á rúskinn er notaður
sérstakur áburður og er hon-
um úðað yfir skóna.
LfKAMSÆFINGAR
Þótt þú sért I leikfimi í skól-
anum, sem við gerum ráð fyrir,
þá er hollt fyrir þig að gera
léttar æfingar heima, og það
tekur lítinn tíma, þú verður
beinni í baki og frjálslegri í
hreyfingum. Leggztu niður á
bakið og teygðu báða hand-
leggina aftur fyrir þig, fyrst
hægri arm og síðan vinstri.
Önnur æfing fer einnig fram
á gólfinu. Nú beygir þú hné,
siðan lyftir þú hægri fæti og
síðan vinstri.
Þú sezt nú upp og hefur
fætur beina en aðskilda. Nú
beygir þú þig fram með beint
bak og tekur í tærnar.
Þú sezt á stól með aðskilda
fætur, réttir fyrst upp hægri
arm og síðan vinstri, berð þig
að eins og þú ætlir að ná i
eitthvað fyrir ofan þig.
Þorkell og Emil horfa út um gluggann,
er lagt var af stað frá Voss.
Eftir æði tíma stanzaði lestin í Finnse. Þarna cr lítill
bær við langt stöðuvatn og Harðangursjökullinn í næsta
nágrenni. Að þessu sinni liöfðu þeir Harðangursjökulinn
fyrir sunnan sig, öfugt við j>að sem var, þegar þeir fóru
vestur um daginn áður. Það var liætt að rigna og komið
bezta veður, og þeir nutu útsýnisins, en Emil var ekki
sérstaklega hrifinn af jöklinum. Hann liafði miklu stærri
og fallegri jökul í næsta nágrenni sínu heima á Horna-
firði, áleit liann. Um kvöldið fóru þeir fram í veitinga-
vagninn og snæddu kvöldverð. Það var gott að fá í svang-
inn og gaman að borða i járnbrautinni, sem hristist dá-
lítið og ruggaði til og frá, en það kom eltki að sök. Sveinn
stríddi þeim Emil og Þorkeli með því, að nú yrðu ]>eir
liklega sjóveikir, og þeir ræddu um, livað slíkt yrði kallað
í járnbraut, en allt var þetta í gamni og þeir ferðafélag-
arnir höfðu beztu lyst. Iilukkan 10 um kvöldið rann lest-
in loks inn á járnbrautarstöðina i Osló. Þeir flýttu sér
út úr stöðinni, náðu í leigubil og óku til gistihússins
Studentebyen Sogn. Og það voru þreyttir fjórmenningar,
sem lögðust til livildar þetta kvöld í Osló og um að gera
að njóta hvíldarinnar vel. Morguninn eftir átti að sltoða
margt merkilegt i Oslóborg og söfnin á Bygdö.
Framh.
84