Æskan - 01.02.1969, Síða 23
Dýrin í Afríku
úr leikritinu SÍGLAÐIR SÖNGVARAR
•fr Lag: THORBJÖRN EGNER
•fr KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK þýddi IjóSið
C G7 C
Eg lítið gamanljóð í dag vil lola þér að heyra,
G D7 G G7
um kynleg dýr í Ai'ríku og kannski eitthvað fleira:
C F G7 C
Ö, ja-ja-ja, og ha-ha-ha og ja-ja-ja- og ha-ha-ha.
F G7 C
Um kynleg dýr í Afríku og kannski eitthvað fleira.
C G7 C
1 greinum trjánna hanga kókos-hnetur og bananar.
G D7 G G7
í laufi grænu una þar að leikjum bavíanar.
C F G7 C
O, ja-ja-ja, og ha-ha-ha og ja-ja-ja- og ha-ha-ha.
F G7 C
í laufi grænu una þar að leikjum bavíanar.
C G7 C
Og dýrabörnin blunda rótt í blóma-hengirúmi.
G D7 G G7
Og sögur páfagaukurinn jteint segir einn í húmi.
C F G7 C
O, ja-ja-ja, og ha-ha-ha og ja-ja-ja- og ha-ha-ha.
F G7 C
Og sögur páíagaukurinn þeim segir einn í húmi.
C G7 C
Og þarna býr hinn lrægi fíll með fjarska stórar tennur.
G D7 G G7
Hann sprautar vatni úr rananum ef risapálminn brennur.
o. s. frv. .. .
C G7 C
Þar konungur og drottning eru ljónmeðlundsvögrimma.
G D7 G G7
Og feigð þau boða og skelfingu í frumskóginum dimma.
o. s. frv. . . .
C G7 C
í trjárium syngja fuglarnir svo fagurt allan daginn.
G D7 G G7
Og flóðhesturinn trommu slær og tromman þaðer maginn.
o. s. frv. .. .
C G7 c
Og sömbu dansar strúturinnmeðsjimpansanumhreykinn.
G D7 G G7
Og óðar bætist dýraskarinn allur með í leikinn.
o. s. frv. . . .
C G7 C
En stóri krókódíllinn átti dapurlega daga.
G D7 G G7
Hann gleypti heilan apakött og illt því fékk í maga.
o. s. frv. . . .
C G7 C
Og meðal gíraffanna fimu lítið varð um leiki,
G D7 G G7
því fjórir þeirra minnstu höfðu fengið lungnaveiki.
o. s. frv. . . .
C G7 C
En nashyrningur læknir kom með lyf í stórri tösku.
G D7 G G7
Og hundrað pillur gaf’ann þeirn og hóstasaft í flösku.
o. s. frv. . . .
C G7 C
Og krókódílinn skar hann upp og klippti gat á magann.
G D7 G G7
Og apinn sat þar lifandi og endar þar með sagan.
C F G7 C
O, ja-ja-ja, og ha-ha-ha og ja-ja-ja- og ha-ha-ha.
F G7 C
Og apinn sat þar lifandi og endar þar með sagan.
Ath. Ef ykkur finnst of hátt að syngja lagið í C-dúr, reyn-
ið þá að færa það t. d. í A-dúr. Þá verða hljómarnir
þannig: C verður A, G7 = E7, G = E, D7 = H7 og
F = D.
Ingibjörg
87