Æskan - 01.04.1969, Síða 3
ÞÆTTIR úr sðgu okkar undursamlegu veraldar.
S^GYPZKIR bátar, svipaðir þeim,
^ sem myndin er af, sigldu um
Nílarfljót fyrir um það bil sex
þúsund árum. Þeir voru settir saman
ur trjábolum, og á þeim stærri voru
btnbuskýli til varnar gegn sólarhitan-
l|m. Níl var mikil samgönguæð, sem
skip 0g bátar af ýmsurn gerðum og
stærðum sigldu stöðugt um. Það voru
smábátar, gerðir úr marhálmi, sem
höfðingjar notuðu, er þeir fóru á
flóðhestaveiðar, og stórir flekar, sem
fluttu þungahleðslu af steinum, sem
notaðir voru í byggingu pýramíd-
anna. Einn slíkur fleki gat flutt allt
að 600 tonnum af steinum. Bátarnir
voru Egyptum slík lífsnauðsyn, að
líkön af bátum voru sett í grafir
hinna látnu. Talið var, að hinn fram-
liðni þyrfti að nota þá til íerðalaga
í undirheimum.
Eólkið, sem lifði í Egyptalandi fyr-
ir um það bil 4000—5000 árum, elsk-
aði N ílarfljótið. Þegar menn höfðu sáð
korni sínu og öðrum jarðargróðri og
áttu frí frá störfum, notuðu þeir tím-
ann til fiskveiða og til veiða á villt-
.
iHHii
iH
Bátsmenn á Nílarfljóti
| , --
um fuglum, sem áttu hreiður við ár-
bakkana og úti í mýrarfenjunum.
Það var mikið athafnalíf á fljót-
inu, því að það var mesta samgöngu-
æð Egyptalands, og skip og bátar voru
sífellt á ferð upp og niður fljótið.
Flestar fjölskyldur Egyptalands áttu
einhvers konar báta. Það var auðveld-
asta leiðin til þess að ferðast frá ein-
um stað til annars. Ef Egypti talaði
um einhvern og sagði: „Hann hefur
ekki einu sinni eignazt bát,“ vissu
þeir, sem á lilýddu, að rætt var um
mjög fátækan mann. Það þýddi sama
eins og einhver segði nú á dögum um
mann, að hann ætti ekki'eyrisvirði.
Allar tegundir af bátum og skip-
um sigldu um Nílarfljót. Fyrstu gerð-
ir sem vitað er um voru búnar til á
þann hátt, að marhálmur var settur í
Egypzkir bátar, svipaðir þeim, sem mynd-
in er af, sigldu um Nilarfljót fyrir um
það bil sex þúsund árum. Þeir voru settir
saman úr trjáboium, og á þeim stærri voru
timburskýli til varnar gegn sólarhitanum.
179