Æskan - 01.04.1969, Page 5
Ella Dóra Ólafsdóttir:
0
Oveðursnóttin
Höfundur þessarar smásögu
er Ella Dóra Ólafsdóttir, fædd
17- janúar árið 1944. Hún ólst
UPP í Vestmannaeyjum, en flutt-
ls* ásamt foreldrum sínum 12
sra a3 aldri til Súðavikur.
Hin hrikalega náttúrufegurð
Vestfjarða og hin erfiða lífsbar-
át,a íbúa hins fámenna þorps
hafði djúp áhrif á hana og
^ernur það fram í þessari smá-
Se9u, er hún samdi 16—17
ára gömul.
UTI blæs og hvæsir vindurinn. Það er komið aftakarok. Karl og kerling
sitja inni í hlýrri stofunni. Hún við prjónana, en hann tottar pípuna og
les Tímann. Þess á milli gengur hann liægum skrefum að glugganum og lítur
út með áhyggjusvip.
Gamla konan lítur á mann sinn. Það er uppgjöf í svipnum. Hún grípur
um svuntuhornið og reynir árangurslaust að stöðva tárin.
Gamli maðurinn hefur ekki mikinn áhuga á efni blaðsins núna. Hann sér
live illa lienni líður og rýfur þögnina með lágri, hásri raust: „Sigrún, þú mátt
ekki gráta, góða mín. Enn er ekki öll von úti.“
Sigrún gamla gengur fram í forstofuna og opnar þunglamalegu eikarhurð-
ina upp á gátt. Það skefur inn á liana. Hún missir samt ekki kjarkinn, heldur
gengur út fyrir móti öskrandi bylnum. Hún er holdvot og tárin sameinast
smáum snjóflyksum, sem renna saman í drojaum niður kinnarnar. Hún lítur
niður að bryggjunni í hundraðasta skipti þetta kvöld. „Nei, þeir eru ekki
komnir að landi enn þá á Helgu.“
Gamli maðurinn kernur fram: „Hringdu nú til hennar Dísu, Sigrún mín.
Ef til vill hefur hún lieyrt eittlivað. Ingi lætur unnustu sína nú líklega vita af
sér fyrst. Þú ættir að hringja strax, eða viltu að ég geri það?“
„Nei, nei,“ segir sú gamla. „Það ætti nú ekki að þurfa að skipa mér að
hringja til hennar Dísu.“ — „Halló, miðstöð, viltu gjöra svo vel að gefa mér
númerið hjá honum Guðmundi Jóns. Já, takk, halló. Nei, komdu blessuð,
Guðrún mín. Er hún Dísa heima? Já, ég þarf að tala við hana. Var hún að
konta inn? Jæja, neðan af bryggju. Sá hún nokkuð? Haförninn. Ó, Guð sé lof.
En sá hún nokkuð til Helgu? ... Já, það er víst bezt að tala við hana sjálfa.
Sæl, elsku Dísa mín. Sástu nokkuð til Helgu? ... Já, ég var að frétta það.
Mannna þín sagði mér það. Nei, þú hefur ekkert séð til þeirra. Hrædd? Já,
elskan. Konidu bara yfir til okkar, ef þig langar til þess. Það er þó alltaf til-
breyting. Vertu bless, Dísa mín. Ég sé þig á eftir.“ Hún hringir af.
„Bjarni,“ kallar hún.
„Já,“ heyrist svarað innan úr stofunni og Bjarni kemur fram.
„Dísa fór niður eftir. Hún sá ekkert til Helgu, en Haförninn er kominn
að. Þá vantar bara Helgu. Jósep Steins féll víst útbyrðis, en fyrir guðsmildi
gátu þeir náð honum. Hann er víst mjög veikur."
„Haltu áfram að prjóna, góða mín. Það róar þig,“ segir Bjarni, er þau
ganga inn í stofuna. Það er eins og þau hafi elzt um mörg ár á þessum sólar-
hring. Andlit þeirra eru sem stirðnuð af sorg og kvíða.
Eftir langa þögn, sem er eingöngu rofin af veðrinu og glamrinu í prjónun-
181