Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 13

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 13
FIMM ÆVINTÝRI Hér birtast fimm ævintýri í einni bók eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur. Höfundurinn hefur áður skrifað mörg |ögur ævintýri fyrir börn og ungl- ln9a, sem hafa á undanförnum árum birzt f blöðum og mörg þeirra verið flutt í barnatíma Rlkisútvarpsins. — Ævintýrin fimm, sem hér birtast, beita: Svanurinn, Hamingjublómið, Snæljósið, Vinirnir og Blómaríkið. Auk ritstarfa hefur Jóhanna Brynj- ólfsdóttir teiknað og málað mörg fögur listaverk og haldið sýningar á verkum sínum. Hún stundaði mynd- listarnám í Reykjavík, nám við lista- báskóla Kanada, og síðan við Ríkis- báskólann í Norður-Dakota. Fimmtán feikningar Jóhönnu prýða þessa nýju bók hennar. Kynnist þessum nýja ævintýrahöf- undi og gefið börnunum eintak af ..Fimm ævintýrum." 1 lausasölu kr. 53.75. Til áskrif- enda ÆSKUNNAR kostar bókin að- e'ns kr. 37.00. SPURNINGA- PRAUTIN Spurningarnar í spurninga- þraut Æskunnar og Flugfélags Islands í síðasta blaði eru 26, en ekki 126 eins og misprentaðist 1 blaðinu. Allar spurningarnar v°ru því í síðasta blaði. Svör þurfa að koma til blaðsins fyrir maí næstkomandi. sSval&n. gins og þið vitið, byggir svalan hreiður sín i húsveggjum. Ástæðan fyrir því, að hún gerir það, er sögð í gamalli sögu á þessa leið: Þegar fyrsta svalan, sem sköpuð var, litaðist um í heiminum, þóttist hún vera ákaflega falleg og fullkomin. Hún var fjarska stolt af fegurð sinni, fiðrið var svo undur fallegt og sérstakiega stélið, sem var langt og tvískipt. Svalan varð svo hégóma- gjörn, að hún hugsaði um ekkert annað en að sýna sig öðrum fuglum og láta þá dást að sér. Hún gleymdi þvi alveg, hvernig hún átti að fara að því að byggja hreiður. Eftir að hún hafði reynt það lengi og ekki tekizt, datt henni í hug að fara til einhvers kunningja síns og biðja hann að kenna sér það. Hún fór þvi til þrastarins, því hún treysti honum bezt, hún vissi, að hann er bæði geðgóður og greiðvikinn. ,,Það er velkomið að kenna þér að byggja hreiður,“ sagði þrösturinn. „Fyrst tekur þú dálítið af þessu grasi.“ ,,Já“, svaraði svalan. „Svo tekur þú dálítið af leir eða lím- kenndri mold og festir stráin saman með því,“ sagði þrösturinn. „Það er rétt, já ég veit það,“ svaraði svalan. „Þá limir þú stráin saman nákvæmlega svona.“ „Já, ég veit, hvernig ég á að féxa þvi.“ „Svo snýrðu því við svona." „Já, ég veit það,“ svaraði svalan aftur. „Og svo tekurðu---------“ En áður en þrösturinn fékk tíma til að segja meira greip svalan fram í og sagði: „Já, auðvitað veit ég þetta allt sarnan." Nú reiddist þrösturinn: „Jæja,“ sagði hann. „Fyrst þú veizt allt sjálf, þá skil ég ekki, hvers vegna þú ert að leita upplýs- inga hjá mér.“ Svo flaug þrösturinn í burt í hreiðrið sitt og skildi svöluna eftir í ráðaleysi. Þröstur- inn var aðeins búinn að byggja helming- inn af hreiðrinu fyrir svöluna, en hún hafði engin ráð með að fullkomna hreiðrið sitt, hvernig sem hún reyndi. Hún lét því þenn- an helming af hreiðrinu, sem hún kunni að smíða upp að húsvegg og hafði það fyrir hreiður heldur en ekki neitt. Þess vegna er það, að svalan hefur ekki nema hálft hreið- ur enn þann dag í dag. Hún hefur það íyrir að þykjast vita það, sem hún vissi ekki. sein næst var bænum, sá mig hlaupa til brunnsins og kallaði að ég væri lundinn. Ég iór ekki irá mömmu fyrr en ég sá að hún var farin heldur að hressast og búin að átla sig á, að drengurinn hennar hafði ekki drukknað í mógröf, en væri nú hjá henni. Ég fékk hvorki skammir né refsingu íyrir Jretta slæma tiltæki, sem varð Jió til að baka öllu fólkinu, en Jjó sérstaklega foreldrtim mínum, Jrenna skelfilega ótta. Þau gáfu mér aðeins hóflega áminningu um að gera Jretta aldrei oftar, né nokkuð, sem gæti sett að Jreim hræðslu. Og ég lofaði [ressu og reyndi að efna Jrað loforð.----- Saga gamla mannsins var nú sögð, og við vorum komnir heim að túnhlið- inu. Við slepptum hestunum og bárum reiðverin heim. Þessa sögu gamla mannsins hef ég reynt að endursegja liér. Ef einhver orð eru í sögunni, sem Jnð, börnin góð, skiljið ekki vel, ])á skuluð Jnð sjiyrja for- eldra ykkar hvað þau orð merki. Vonandi geta [rau sagt ykkur J>að. Umfram allt, börnin góð, hafði svo vel í minni, Jiað sent drengurinn lofaði foreldrum sínum, að gera aldrei neitt Jnið, sem myndi hryggja eða særa foreldra ykkar. 189

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.