Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 16

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 16
Hvaðan kemur það? DÖÐLUR Döðlurnar eru ein aðalfæða Araba og í Arabalöndunum vaxa þær villtar á pálmatrjánum. Döðlur eru aldin af döðlupálma. Aldinin, sem eru beraldin með einu fræi, eru plómustór og gul- brún, rauð eða rauðbrún. Fræin eru ílöng, notuð sem skepnufóður (t. d. handa úlföld- um), eða þau eru brennd og notuð sem kaffilíki. Döðlur eru mikið notaðar hráar til matar á þeim stöðum, þar sem þær eru ræktaðar eða vaxa villtar, en þola ekki flutning til Norður- Evrópu. Þær eru þar hafðar á boðstólum þurrkaðar, og eru þær ýmist þurrkaðar úti eða í heitum klefum. Þurrkaðar döðl- ur eru gljáandi á yfirborðinu og sléttar, rauðgular á litinn, húðin þunn, og er aldinkjötið rauð- leitt en verður Ijósara, þegar nær dregur kjarnanum, kjarn- inn losnar vel úr aldinkjötinu. Döðlur eru mjög bragðgóðar og sætar. FÍKJUR Fíkjur (gráfíkjur) eru skinaldin af fíkjutré. Þær eru perulagað- ar, á stærð við lltlar perur og Ijósar, grænleitar, brúnleitar eða dökkbláar á litinn. Þær eru sæt- ar á bragðið, mjög bragðgóðar, en þola mjög illa geymslu, svo að þær sjást sjaldan í Norður- Evrópu. Þar eru þær hafðar á boðstólum niðursoðnar, en þó aðallega þurrkaðar, og eru þær ýmist þurrkaðar úti eða í uþp- hituðum klefum. Þær eru eink- um notaðar til matar, en lélegar tegundir brenndar og notaðar sem kaffilíki. „Hvers vegna? .. .“ spurði prinsinn. „Hvers vegna er blóm fegurra en karfa með kartöfluhýði?" Stúlkan hætti starl'i sínu andartak og hugsaði sig um. Svo sagði liún: „En er er það víst, að blóm sé fallegra en karfa með kartöíluhýði? Ertu viss um það?“ Og prinsinn horfði og fann, að karfan á hnjám hennar var fallegri en öll blóm veraldarinnar. Einkennilegt var það, en svo fannst honum það samt, án þess að vita hvers vegna. Hann vissi aðeins, að þessi stúlka átti hugsanir. Hann tók blíðlega undir hönd lienni og þau gengu saman eftir grænum grundum heim. Prinsessunni í bátnum hafði hann gersamlega gleymt og þegar hann kom inn í liöllinna með fátæku stúlkuna, sagði hann við föðurinn, sem sat sofandi í hásætinu: „Faðir minn, þetta er unnusta mín. Hún lrugsarl” „En, drengur minn,“ hrópaði konungurinn kvíðandi. „Þú átt unnustu fyrir! Og þessi .... og þessi er óþrifaleg stúlka. Með kartöfluhníf í hend- inni! Hvað heldurðu að fólkið segi? Og svona óhrein föt!“ „Auðvelt að bæta úr }:>ví,“ sagði prinsinn. „Nóg er til af kjólum í heimin- um.“ Meðan á þessu stóð kom kammerherrann. Honum varð bylt við, er hann sá stúlkuna og hrópaði: „Hunangsfluga! Stór, brún hunangsfluga kringum höfuð hennar! Hún er með vonda hugsun!" „Ekki nema eina?“ sagði prinsinn hlæjandi. „Um hvað varstu að hugsa, elskan mín?“ Stúlkan roðnaði og sagði: „Ég hugsaði: eins og heimskur konungur, hverju máli skiptir, hvað menn muni segja!“ „Heyrirðu?" hrópaði kammerherrann æstur. „Hér er vond hugsun.“ „Betri en engin liugsun," sagði prinsinn og hann kyssti stúlkuna hversu óhrein sem hún þó var. Þá varð hún að baða sig og strax á eftir var hjóna- vígsluhátíðin haldin. Brúðarförin lagði leið sína fram með ánni og nýi eiginmaðurinn sá, sér til stórvandræða, að prinsessan fagra sat enn og beið í bátnum. „Ég gleymdi henni alveg!“ hrópaði hann. „Biddu hana að setjast i aftasta skrautvagninn." Þetta var gert og prinsessan var ánægð og hugsaði ekki frekar um það, sem var að gerast, því hún hugsaði bara aldrei neitt. Brúðarförin liélt til kirkjunnar og allir voru hamingjusamir, að undan- skildum kammerherranum. Hann sló stafnum möglandi í kringum sig: „Alls staðar skorkvikindi í kirkjunnil Tordýflar, vespur, bláflugur og brodd- flugur .... Svei .... Svei!“ (Úr csperanto. K. G.) Sögur fyrir börn Hér birtast 13 smásögur fyrir börn, eftir hið heimsfræga rússneska skáld Lev Tolstoj, í þýðingu Halldórs Jónssonar ritstjóra. Sögurnar heita: Litla stúlkan og svepþirnir, Kettling- urinn, Plómusteinninn, Fuglinn, Ósannsögli drengurinn, Tveir vinir, Svanirnir, Fíllinn, Spörfuglinn og svölurnar, Arnarmóðirin, Hákarlinn, Heljarstökklð og Ljónið og hvolpur- inn. Allt eru þetta fallegar og skemmti- legar sögur, prýddar mörgum fögr- um myndum. f lausasölu kr. 53.75. Til áskrif- enda ÆSKUNNAR kostar bókin að- eins kr. 37.00. 192

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.