Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 18

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 18
I^eikfangabúðirnar höfðu verið fullar af leikföngum fyrir jólin, en eftir nýárið var mest af þeim leikföngum, sem ekki seldist, látið ofan í kassa og sett í kjallarann og þar átti það að geymast til næstu jóla, ef svo bæri undir. Svona stóð nú á því, að bangsunum tveimur leiddist svoddan ósköp. Þeir sátu í skoti í einni hillunni, langt frá öðrum, og höfðu ekkert íallegt að horfa á. Dagarnir voru sólarlausir og langir, stúlk- an í búðinni seldi aðallega bollapör og skaftpotta, en enginn spurði eftir brúðum og tindátum. En eina nóttina sagði Tipp við Topp — þeir hétu það, bangsarnir: „Eigum við að stelast eitthvað út í ver- öldina og reyna, hvort við upplifum ekki eitthvað skemmtilegt?" ,,Já,“ sagði Topp hrifinn. „Við skulum fara undir eins.“ Það var bæði erfitt og hættulegt að kom- ast ofan úr hillunni og út úr búðinni, en loks tókst litlu tuskubjörnunum það og svo löbbuðu þeir norður veg eina frostbjarta nótt í janúar. „Það er gott, að enginn sér okkur,“ sagði Tipp. „En ég vildi óska, að við gæt- um fundið okkur hús til að vera í, því nú er ég orðinn þreyttur." „Við skulum athuga, hver á heima í húsinu þarna fyrir handan skógartorfuna," sagði Topp og svo flýttu þeir sér þangað. Þetta laglega, litla hús var mannlaust, en Tipp og Topp fóru inn og fundu þar tvö lítil rúm uppbúin og lögðust þar fyrir og fóru að sofa. Þeir sváfu svo vel, að þeir vöknuðu ekki fyrr en komið var fram á dag, en þá heyrðu þeir að kallað var hátt: „Halló! Opnið þið fyrir mér.“ Tipp fór fram til að sjá hver kominn var og gægðist út. Þarna var þá kominn lítill dvergur, ríðandi á gæs. „Það var gott, að þið skylduð rata hingað," sagði hann. „Húsið hefur staðið lengi og beðið eftir ykkur. En nú verðið þið að koma með mér, því að við verðum að vinna þrekvirki." „Hvert eigum við að koma?“ spurðu báðir bangsarnir. „Þið eigið að koma með mér til kapp- ans Sísofandi, en hann hefur náð í stærsta gimstein kóngsins og falið hann I hárinu á sér, svo að enginn finnur hann. En nú er bezt, að þið reynið, hvort ykkur íekst það ekki.“ Dvergurinn sagði þeim til vegar, hann reið á undan á gæsinni, og bangsarnir eltu hann og loks komu þeir í virkið, þar sem risinn átti heima. Þar var allt hljótt, því að risinn var sofnaður, og allt heimilisfólkið hafði notað tækifærið til að stelast á ung- mennafélagsskemmtun á meðan. Það vissi, að Sísofandi var vanur að sofa lengi. „Hvernig eigum við að fara að þvl að finna gimsteininn. Það er ekki nokkur leið fyrir okkur að komast upp að hausnum á honum,“ sagði Topp. Bangsarnir. „Hérna er stigi," sagði gæsin. „Nú skal ég halda stiganum, dvergurinn heldur vörð við dyrnar, ef einhver kynni að koma, Tipp fer upp stigann og leitar að gimsteininum, en Topp hefur gát á risanum, og segir til ef hann sýnir nokkur merki þess, að hann ætli að vakna. Verið þið vissir um, að þetta gengur allt vel!“ Og það gekk vel, því að Tipp fann gim- steininn og komst heilu og höldnu niður stigann af hausnum á risanum, og svo flýttu þeir sér allir heim í kóngshöllina. Konungurinn sat I hásæti sínu og var ein- staklega alúðlegur, þegar bangsarnir voru leiddir fyrir hann. „Er það satt, að þið haf- ið fundið gimsteininn minn?“ sagði hann forviða. „Ef svo er, þá skal ég launa ykk- ur ríkulega!" En bangsarnir hneigðu sig og sögðu: „Við ætlum bara að biðja þig um einn hlut, kóngur góður — að losa okkur við að eiga heima á hillunni í leikfangabúðinni, því að það er svo skelfing leiðinlegt þar.“ „Þið skuluð fá að eiga heima hérna í höllinni!“ sagði kóngurinn, og I sama bili tók einhver I ermina hans. Það var litla prinsessan, sem hvíslaði: „Ó, pabbi, mega þeir ekki vera hérna í höllinni, hann Tipp og hann Topp, og leika sér við mig?“ En í sama bili tók einhver í hina ermina á kónginum. Það var prinsinn. Og hann hvíslaði nákvæmlega því sama, sem prins- essan hafði hvíslað. „Jú, það er einmitt það, sem ég var að segja,“ sagði kóngurinn. „Hér með geri ég allramildilegast kunnugt, að Tipp og Topp eiga að setjast að hér í höllinni og leika sér við prinsinn og prinsessuna. Og aldrei skulu þeir settir upp á hillu, en skemmta sér eins vel og þeir geta. Og nú skulum við halda stóra veizlu!“ Kóngurinn gaf litlu björnunum sína gull- kórónuna hvorum, sem voru nærri því eins í laginu og kórónan hans, en dálítið minni. Og svo dönsuðu þeir út um hallarhliðið. Allt fólkið I borginni kom til að sjá þá og nú var haldin stóreflis hátíð. Sá eini, sem ekki kom þangað var risinn Sfsofandi. Hann hálfskammaðist sín fyrir að hafa sofið svona fast, og fluttist við fyrstu hentugleika í annað land. En bangsarnir voru heldur en ekki glað- ir að hafa sloppið af búðarhillunni og vera orðnir konunglegir hirðbangsar í staðinn. 194

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.