Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1969, Page 25

Æskan - 01.04.1969, Page 25
»Ó, heldurðu það!“ hrópaði María. „Mikið væri það gaman. Bíiidu, ég ælla að i'ara niður og atliuga málið.“ Og hún þaut út úr herberginu og niður stigann og ^tína heyrði að hún var eitthvað að tala við Ámundu og var mjög áköf. Daginn eftir var logn og blíða. Eftir hádegi hringdi Karl í leigubíl og skömmu seinna voru þau öll komin niður á höfn. Bílstjórinn rogaðist með farangurinn um borð og beið þeirra svo í bílnum. Þetta var meðalstórt skip 0g á framhlið þess stóð skýrum stöfum Hvitanes. »Jæja, Stína mín, vertu nú blessuð og sæl og þakka þér fyrir komuna,“ sagði Ámunda. „Skilaðu kveðju minni til foreldra þinna.“ Stína kvaddi þau og sagði lágt: „Verið þið blessuð, ég gleymi því aldrei hvað þið voruð mér góð.“ Síðan flýtti hún sér um borð. Stuttu síðar seig skipið frá hafnargarðinum. Stína stóð uppi á þilfari og lirópaði td Maríu: „Sjáumst næsta sumar.“ Hún veifaði til þeirra, þar til þau voru komin úr augsýn. Þá fór hún niður í káetuna, sem hún hafði. Þegar hún opnaði dyrnar á káetunni, sá hún stúlku sitja a neðri kojunni. Hún hrökk við þegar Stína kom inn og stóð upp. »Sæl, ég heiti Stína,“ kynnti Stína sig og rétti henni höndina. Stúlkan var feimin í fyrstu en það lagaðist er þær fóru að tala saman. Hún hét Inga og var ættuð frá íslandi en hafði verið hjá ömmu sinni í Bristol. Hún Vav nú á heimleið. Þegar hringt var til kaffidrykkju voru þær orðnar svo f-unnugar, að það var eins og þær hefðu verið vinkonur ævilangt. Daginn eftir ákváðu þær að skoða skipið nánar. fengu leyfi skipstjórans og fóru fyrst niður í miðstöð, l3ar sem rauðir og sveittir menn strituðu, og enduðu uppi a efsta þilíari. Þegar hringt var til hádegisverðar voru þsr orðnar bæði þreyttar og uppgefnar. Maturinn var hinn ljúffengasti og bragðaðist vel. Eftir að þær höfðu borðað nægju sína íóru þær niður í káetuna og fengu sér blund. Veðrið hafði verið gott hingað til en nú fór að livessa. ‘'túlkurnar vöknuðu því við vondan draum, við að skipið VeItist og auk þess var komin hellirigning. »Hvað, er komin rigning?" sagði Inga og geispaði, „það Var svo gott veður áðan.“ »Uff, sjáðu þessar öldur,“ sagði Stína, „mig hryllir við Þeim. En heyrðu, ertu ekki orðin svöng? Það er ég að minnsta kosti.“ »Ég skil ekki, hvernig við getum kornizt út á þilfar í Þessu veðri.“ »Sineygðu bara regnkápu yfir þig og svo hlaupum við bara hérna yfir, það er ekki svo langt.“ Stúlkurnar tóku regnkápurnar og hlupu yfir í eldhúsið til Gústa matsveins, sem var glaður og hnybbinn náungi. „Hvað vilja ungfrúrnar, svona fínar, inn til gamals karlskröggs eins og ég er?“ sagði hann glettnislega. Þær báru upp erindið og hann bað þær blessaðar að setjast við eldhúsborðið og svo kom hann með fullan disk af pönnukökum og súkkulaði. „Gústi, þú ert dásamlegur," sögðu þær báðar hrifnar. Gústi hló og sagðist hafa vitað það fyrirfram. Það var gaman að sitja þarna í eldhúsinu hjá Gústa. Hann var glettinn og sagði þeim margar gamansögur, bæði af sér og öðrurn, og var ekkert að leyna því, þegar hann datt í sjóinn eða settist ofan á sjóðheitan suðu- pottinn. Stúlkurnar hlógu svo að tárin runnu niður kinnarnar og ekki minnkaði gamanið við það, að kaffikannan og bollarnir fóru á kreik og vildu fá að vera með. Inga varð sjóveik um kvöldið og kúgaðist yfir fötunni. Stína sat yfir henni og loksins þegar Inga sofnaði sat Stlna aðgerðarlaus og hugsað um hitt og þetta, þar til hún 201

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.