Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1969, Page 26

Æskan - 01.04.1969, Page 26
Mát og patt. Eins og áður er sagt er ]>að tilgangur skákniannanna eða þeirra, er tefla, að xnáta kóng andstæðingsins, en mát þýðir það, að kóngurinn er i hættu, honum er ógnað af einhverjum manni i hinu liðinu. Það er kallað, að kóngurinn „standi i skák.“ Sé það nú svo, að kóngurinn S O R T ABCDE.CH liafi enga undankomuleið og liðsmenn hans geti ekki varið hann gegn yfirvofandi dauða, er hann mát og skákinni )ok- ið. Við skulum lita á fyrstu stöðumyndina. Á lienni er svarti kóngurinn mát. Það er hvíti biskupinn á d5, sem skák- ar, þ. e. a. s. liótar að drepa svarta kónginn á a8 og kemst hann hvorki á reitina a7 eða b8. því að þar yrði hann einnig drepinn. Mát geta orðið á liinn marg- víslegasta hátt, eins og eðli- legt er. Skáktaflið )icfur að bjóða svo margvíslega ti)- breytni og svo fjölbreytta möguleika, að þeir eru næstum óteljandi. Þá skuium við snúa okkur að þvi fyrirbrigði í skák, sem ka))- að er „patt“, er það þegar ann- arhvor kóngurinn er svo að- þrengdur, að hann má sig hvergi hræra, en stendur þó ekki í skák. Við skulum virða fyrir okkur stöðumynd II. þar sem svartur á leikinn. Við sjá- um strax, að þarna í liorninu á reitnum a8 er honum að vísu ekki ógnað með skák, en hann á engan reit ti) þess að fara á. Þetta er kallað „patt“ og telst skákin þá jafntefli. Gildir það einu, þótt annað liðið liafi mikla yfirburði, verði kóngur andstæðingsins patt, þá er skákin jafntefli og livor kepp- enda fær % vinning. Áður fyrr var það svo í skákreglum, að sá, sem pattaði mótstöðumann sinn, fékk % vinning, en liinn 0, eða lireint tap, en þær reglur eru nú löngu úreltar. Stundum kemur það fyrir i skák, að tveir menn i sama liði og lit ógna kóngi andstæðings- ins með sliák samtímis i leik. Það er kölluð tvískák g er venjulega sterlcur leikur, sem oft gefur ýmsa möguleika á sókn. Við skulum virða fyrir okkur stöðumynd nr. III. Hvítur á þar leik og leikur hróknuin á d5 til d7, skák bæði af hróknum og einnig liiskupnum á f3. Væri nú ekki tvískák, gæti svartur einfald- lega drepið hrókinn hvita með hróknum, sem stendur á f7, en vegna tvískákarinnar verður svartur að forða kóngi sinum frá hættusvæðinu með því að færa liann og þá getur hviti hrókurinn drepið þann svarta í næsta leik og er þá auðunn- in skákin fyrir hvitan. Það er gott að venja sig á það að telja sltákmennina of- an í kassann að loknu tafli. Oft skeður það í liita leiksins, að peð eða stakir taflmenn detta á gólfið, og týnast þá e. t. v. — Hafi maður ætíð þenn- an liátt á, verður það að föst- um vana og töflin endast Jeng- ur. Hvað eru þá taflmennirnir margir, hvítir og svartir? Jú, þeir eru 32 að tölu, 16 í hvoru liði. sofnaði þar sem hún sat. Eftir tvo tíma hrökk hún upp. Nú hlýt ég að hafa sofnað, hugsaði hún, klnkkan er orð- in tvö. Hún smeygði sér í náttföt og fór upp í rúm. Eftir stutta stund var hún líka sofnuð, þrátt fyrir allan velt- inginn. 12. KAFLI Þeir dagar, sem Stína var á skipinu, voru sólríkir að undanskildu óveðrinu, sem stóð ekki lengi. Stúlkurnar skemmtu sér vel og höfðu orð fyrir að vera mestu ærsla- belgirnir á skipinu. Þær tóku þátt í tenniskeppni og sigr- uðu auðviiað ekki, ærsluðust í litlu útisundlauginni eða nutu sólarinnar uppi á þilfari ásamt hinum farþegunum. Skipið sigldi fram hjá Færeyjum og var jrað tilkomumikil sjón að sjá eyjarnar allar með tölu. Dagarnir liðu fljótt og áður en varði var kominn sá dagur er skipið skyldi leggj- ast að bryggju í Reykjavík. Það var langt liðið að kvöldi er farþegarnir sáu fyrstu ljósin í bænum. „Gamla, góða Reykjavík,“ tautaði Stína fyrir munni sér. Og Ingu var álíka innanbrjósts. Það var fögur sjón er mætti farþegunum. Esjan sást tignarleg í fjarska, böðuð kvöldsólinni, og Stínu fannst hún vera eins og konungur ylir Reykjavík, sem breiddi úr sér fyrir fótum hennar. Loks kom Stína auga á foreldra sína er þau stóðu á bryggjunni og veifuðu tii hennar. Það urðu fagnaðarfund- ir er hún loks komst til þeirra. Hún kvaddi Ingu með virklum, sem fór með foreldrum sínum. Það tók þó nokk- urn tíma að ná í töskuna hennar Stínu, en þegar því var lokið héldu þau heim til læknisins. „Frænka bað mig fyrir kveðju til ykkar,“ sagði Stína allt í einu, ,.ég var næstum búin að gleyma Jxví.“ „Ég Jxakka,“ sagði mamma hennar. „Finnst þér ekki leiðinlegt að vera kominn lieim?“ spurði pabbi hennar glettnislega. „Mér fannst mjög gaman í Englandi, en ég er samt glöð yfir því að vera komin heim,“ sagði hún og brosti til for- eldra sinna. Og þegar klukkan sló tólf á miðnætti sofnaði yngismey í rúminu sínu glöð yfir Jxví að vera komin heim.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.