Æskan - 01.04.1969, Síða 27
Hrokkinkollur
Ej sjáið þið, hvar úti á götn gengur
gáskafullur sveinn með eþlakinn,
þá hafið það i huga, að þessi drengur
er Hrokkinliollur litli, vinur minn.
Hann sendir glettin bros til beggja handa,
og bláu augun Ijóma, hrein og skœr,
er sér hann nokkra þrúða þilta standa
við þollinn eftir rigninguna í gœr.
Það gleður jafnan gáskafulla drengi,
guttalinga á borð við Hrokkinkoll,
er guð lét skýin gráta svona lengi
og gerði úr þeirra tárum stóran þoll.
Þeir láta fley sin fljóta á þessum þolli,
og ferðast þannig viða út um lieim.
og vini mínum, herra Hrokkinkolli,
harla gaman finnst að leikjum þeim.
Og ungi vinur, enginn skyldi lá þér,
þótt yztu flikur blotni margt eitt sinn,
og Ijótur verði útgangurinn á þér,
elsku bezti Hrokkinkollur minn.
Þú ert svo fjarska eitthvað vinnuglaður,
og ekki finnst mér hccgt að lasta það.
Þú berð það löngum með þér, ungi maður,
að’ mikið hafi verið bardúsað.
Eins leynir það sér ekki á ásýnd þinni,
hve útivist er röskum drengjum holl,
er daglangt vefur sólin ástúð sinni
silkimjúkan, Ijósan hrokkinkoll.
En mömmu stundum gramt i sinni gerði
gaurastœllinn á þér, vinur minn,
er með þinn skjöld og gyrtur góðu sverði
gekkstu út í bófaliazarinn.
Hver getur láð það sendisveini mömmu,
live síðbúinn í ferð hann stundum er.
Það var svo margt, sem augasteini ömmu,
fannst eklú seinna vœnna að kynna sér.
Og svo að lokum, Hrokkinkollur kceri,
kurteislega vil ég minna á það,
að þess er vænzt, að litlir drengir lceri
að lesa á bók og skrifa staf á blað.
Því skaltu nú við stafrófskverið strita,
og stafanöfnin læra þindarlaust,
því skil á þeim er skemmtilegra að vita,
er skólagangan byrjar ncesta haust.
Böðvar Guðlaugsson. j
I
203