Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1969, Page 29

Æskan - 01.04.1969, Page 29
»Einn smáfugl sat á kvisti og söng iangt út í skóg, um kærleik, sem ei kólna vann, um kærleik sem ei dó, hjá lionum situr brúður blíð ’ brúðarskarti ung og fríð ú lögin hlustar ljúf og þýð i laufgum skóg.“ bessa visu söng pabbi minn heitinn svo °ft fyrir okkur krakkana þegar við vorum litii, og þá fannst mér alltaf, (þó hávetur Vaíri), allt i einu birta i litlu baðstofunni °g það var eins og ég sæi sólskinið, skóg- inn og litla fuglinn sitja á skógargreininni °g heyrði hann syngja þetta litla og fagra kærleiksljóð. Var þetta vorið? Nei, það var ekki vorið i náltúrunni, það var vorþráin 1 minni eigin sál, sem var svo sterk, að ég gat um stundarsakir gleymt umliverfinu og öHu andstreymi dagsins. Sannarlega kom vorið, en það var nú s®mt með allt öðrum hætti. Þvi það færði mönnum frost, snjó og harðindi, margir urðu heylausir, féð féll og kýrnar bættu að mjólka og þá var nú fokið i flest skjól. Þetta vor urðu mörg börn munaðarlaus, sum voru tekin í fóstur, önnur urðu að fara til vandalausra sem matvinnungar og ]>urftu að vinna allan daginn, til þess að fá að borða. Þá beyrðist ekki getið um atta stunda vinnudag. Þetta vor var ég, sem þetta skrifa, sjö ara og var því orðin nógu gömul til þess að fara út i heiminn. Ég átli að vera bjá fl'ænku minni, sem var gift og farin nð eldast, en þau lijón áttu engin börn og befur frænkan ef til vill bugsað á þá leið, gaman væri að hafa barn a heimilinu, Vegna þess að þau hjónin höfðu ekki nlltaf ''innufólk og þá var nú lómlegt j kotinu. •laeja, þangað kom ég svo um kvöld i fylgd með pabba mínum og á meðan bann hélt 1 böndina á mér fannst mér lifið dásam- legt, en þegar pabbi var farinn, þá fór uu heldur að dofna yfir mér, en það var stór bót í máli að ég var orðin iæs og svo kunni ég dálítið að prjóna. Frænka mín lár svo með mér upp í baðstofu, þar sem eg átti að sitja við vinnu á daginn, prjóna ug klippa niður tuskur, sem notaðar voru 1 stoppteppi, einnig átti ég uð tæja og kemba eftir getu. Einnig var þar rúm, sem ég átti að sofa í, þarna átti ég að Vera alein, hjónin sváfu annars staðar í húsinu, það var ekki nefnt að ég mætti leika mér, enda enginn til að leika við mig. Mér fannst allt í einu ég vera svo cin- niana, alein og yfirgefin, og fleygði mér upp í rúmið og brast i grát, góða stund grét ég ofsalega, en ekki hátt, aðeins hljóðlega, svo enginn heyrði til mín nema guð. Smátt og smátt liljóðnaði gráturinn og ég fór að geta liugsað, þá mundi ég állt i einu cftir fallegu versi úr hvítasunnusálminum Há- tíð er i himinsölum. (Mér þótti sá sálmur svo undrafagur). Versið er svona: Náðarandi helga hreina, himindúfa mild og blíð vertu lækning minna meina, mig er særir böl og strið kom með gcisla væng þinn varma, votar þerra mínar brár græð þú hjartans sviðasár tak þú mig i ástararma i þinn náðarfaðm ég flý fel mig ætíð honum i. Ég fór nokkrum sinnum með versið og dásamlegur friður fyllti hu^ga minn. Ég stóð upp, liljóp niður stigann og út i fjós og þvoði mér um augun úr kýrstampinum. Siðan fór ég út i eldhús til frænku minnar, liún var eittlivað að snúast þar. Jæja, sagði ég, nú ætla ég ekki að láta mér leiðast lengur ég var of stór til að gráta, og nú veit ég líka að guð verður framvegis faðir minn, því hann er faðir allra munaðar- lausra. En ég veit nú samt að ég sakna þess að fá ekki að lieyra ævintýrin og sögurnar hennar mömmu, og ekki að lieyra pabba að syngja um litla fuglinn, sem söng svo fal- lega um kærleikann. Frænkan tuldraði citt- hvað um að bún skildi ekki þetta harn og rétt mundi vera að halda þvi að vinnunni svo það liefði ekki tima til að sökkva sér niður í neina bugaróra. En mér fannst á þeirri stundu að ég vera orðin fullorðin. 16. 9. 1968. Guðný Þorsteinsdóttir. Kristneshæli, Eyjafirði. vel læs, og þá fyrst ætti hinn eiginlegi skólalærdómur að hefjast. Með allri þeirri tækni sem nútlminn hefur yfir að ráða ætti það bóklega að vera skemmtileg fræðsla fyrir börnin. Kvikmyndavélin er sterkt tæki og auðvelt að kenna með henni flestar bóklegar greinar, svo sem tungumál, sögu, landafræði, náttúrufræði o. fl. Fyrir 10 ára börn má öll fræðsla á byrjunarstigi til að vera létt, því ekki má gleyma þvf, að börn á þessum aldri verða að hafa tíma til að vera börn. Þegar þau eru 12 ára byrja þau svo á því að læra að dansa. Danskennsla þarf að verða skyldunám. Föndur- kennsla og söngur á að vera skyldunám og gott væri að hver kennari hefði tíma til að sinna því vel með bömunum frá því að þau koma 7 ára í skólann. Nútímabörnin eru vanari kvikmyndum og sjónvarpi en fyrri kynslóðir I landi voru og eiga því skiljanlega miklu léttara með að hafa not af þeirri kennslu, sem fram færi með myndasýningum og útskýringum góðs kennara heldur en þessu eilífa bókarstagli og heimavinnu, sem getur bók- staflega skapað ofnæmi fyrir fræðslu og lærdómi og er orðið úrelt fyrir löngu. L. M. 4 205

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.