Æskan - 01.04.1969, Page 30
u
Þegar ökumaðurinn á hestakerrunni sá Hannibal, fórnað'
hann höndum og hoppaði í kerrunni sinni.
Hlallllíf 11 ■II v 11 pTB
Villi feröalangur og fíllinn hans litli Hannibal eru
nú komnir yfir landamærin frá Bólivíu til Chile
til borgarinnar Arica nyrzt í landinu, og Miguel
hefur komið bílnum sínum fyrir í bílastæði á torginú
Plaza de Armas, svo að þeir geti litið svolítið í krinð'
um sig í borginni.
Þegar þeir komu út úr bílnum sá Villi hestakerrú
standa skammt frá þeim og Miguel sagði honum að
ferðamenn fengju sér oft slíkar kerrur til þess að fara
með sig í skoðunarferðir um borgina.
'„Flýtum okkur þá, eftir hverju er að bíða?“ sagði
Villi kátur.
En þá kom ökumaður kerrunnar auga á Hannibal oð
fórnaði höndum í skelfingu.
,,Ég er hræddur um að ökumanninum lítist ekki á að
taka Hannibal með í kerruna og óttist að hann eyði'
leggi hana, enda lítið pláss fyrir hann,“ sagði Miguel
við Villa. „Sennilega er bezt að við förum fótgangandi
í skoðunarferðina."
Þegar vinirnir þrír gengu yfir torgið, komu þeir að
Landakort þetta sýnir hvar Villi og Hannibal hafa ferðast um 1
SuSur-Ameríku. Nokkrar af borgunum sem þeir heimsækja ■
Chile sjást á kortinu.
i
206