Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1969, Page 38

Æskan - 01.04.1969, Page 38
ODENSE Verðlaunahafi Flugfélags íslands og Æskunnar í sumar mun heim- sækja Odense, sem er stærsta horg á Fjóni og þriðja stærsta horg í Danmörku, með útborgum mun íhúatalan vera orðin 132.978. Borgin stend- ur um 5 km frá Odense-firði, sem skerst inn i Fjón að norðan, og er skipaskurður á milli. Odense er miðdepill Fjóns, enda koma þar saman allir lielztu þjóðvegir eyjarinnar, og fjölmargar járnbrautir ganga út frá borginni í ýmsar áttir. Hún er langmesta iðnaðar- og verzlunarborg Fjóns. Borgin er ævagömul. Nafnið, Óðinsvé, bendir til þess, að hún hafi í lieiðni ver- ið aðalblótstaður á eynni. Kunnasti við- burðurinn í sögu borgarinnar er víg Knúts helga árið 1086. í grafhvelfingu dómkirkjunnar, St. Knúts kirkju, sem er í gotneskum stíl frá 13.—14. öld, hvila bein dýrlingsins i glerkistu. Einnig hvíla aðrir konungar í kirkjunni, svo sem Hans og Kristján 2. Frá siðari tímum er horgin fræg fyrir að vera fæðingarborg ævintýraskáldsins mikla, H. C. Andersens. Þúsundir manna koma árlega í litla húsið, þar sem hann fæddist. Þar er nú safn allra þeirra muna, sem helzt geta minnt á skáldið, svo sem myndir, handrit, bækur, húsgögn o. fl. Annar frægur sonur horgarinnar var hinn mikli kaupsýslumaður Tietgen, sem með- al ánnars stofnaði „Dönsku sykurverk- smiðjurnar" og „Sameinaða gufuskipafé- lagið“. Líkneski hans stendur í Garði konungs, sem er skemmtigarður í kring- um höllina. Úr nágrenni borgarinnar er og ættaður annar Fjónbúi, sem unnið hefur sér heimsfrægð. Það var málfræð- ingurinn mikli Basmus Kask. Auk áðurnefndrar dómkirkju er þar líka Frúarkirkja, St. Hans kirkja, Odense- höl), nú bústaður stiftamtmanns, sundhöll, íþróttavöllur og leikliús, sem er elzta leikhús Danmerkur utan Kaupmanna- hafnar, stofnað 1795, en reist í núverandi mynd 1914. Margt annað hefur horgin upp á að bjóða, svo sem dýragarð og skemmtilegt Tivoli. Hvað finnst þér? Hvað er liægt að gera í tóm- stundum heima, í félaginu eða klúbhnum? Eg sá einu sinni skrá yfir viðfangseínin í ein- hverju hlaði. Tala um kvikmyndir. Nokkr- ir kunningjar safnast saman og spjalla uin kvikmyndir eða leikhús, líta á umsagnir í blöð- unum og bera þær saman. Leikarakvöld. Eftir kvik- inyndaspjallið væri ekki úr vegi að tala svolítið um kvik- myndastjörnurnar. Hreyfill. Það ætti að vera auðvelt að ná í einhvern, sem hefur vit á bifreiða- og bif- lijólahreyflum, og fá hann til þess að koma eitthvert kvöld- ið og tala um hreyfla og vél- tækni og meðferð véla. Blöð. Það er liægt að liúa til eins konar dagblöð úr gömlum hlöðum. Við klippum úr þeim ýmsa þætti, fréttir og mynd- ir, sem við liöfum áliuga á, og limurn þetta efni síðan inn á nýjar arkir. Líka er auðvelt að fjölrita blöð. Auglýsingar. Auglýsinga- starfið er skemmtilegt. Það er hægt að æfa sig í því að búa til smellnar auglýsingar, götu- auglýsingar og blaðaauglýs- ingar. Viðgerðarkvöld. Allir hafa með sér að heiman einhvern hlut, sem þarfnasl viðgerðar, og gera við hann, meðan þeir rabha saman. Ferðalög. Reiknið út kostn- aðinn við einhverja imyndaða ferð. Hvar eigum við að húa, hvar að borða, liversu mikla peninga þurfum við? Það er enginn vandi að ná sér i ferða- hæklinga, þeir fást í ferða- skrifstofunum. Ólympíuleikar innanhúss. Ef veðrið er vont, er enginn lilut- ur auðveldari en að skipu- leggja íþróttakeppni innan- liúss. Hentugustu keppnis- greinar eru þessar: spjótkast að blása borðtennisbolta milli marka og fleiri þess háttar leikir. Tómstund Úti á víðavangi. Allir dreng- ir ættu að kunna á kort og áttavita. Það er liægt að skipu- leggja einhverja leyndardóms- fulla ferð á óþekktan stað, t. d. upp i sliíðaskála, upp á eitt- livert fjall eða bara um ná- grennið. Hljómplata vikunnar. Þetta verður tónlistarkvöld vikunn- ar. Menn aura saman i hljóm- plötur, og allir fá að kjósa sér plötu, einn í livert skipti. Veizlukvöld. Það getur ver- ið nógu gaman að efna til samkvæmis, sérstaklega ef maður undirhýr það sjálfur að mestu leyti, — þó að foreldr- arnir séu vísir til að gefa góð ráð. Sá, sem hýður, tekur sér ákveðnar skyldur á lierðar og einkum ef stúlkur eru með. Oftast er mest gaman, þegar gestirnir koma sjálfir með veizluföngin. Gjalddagi ÆSKUNNAR var 1. apríl. 214

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.