Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 41

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 41
Hvað viltu verða? I bréfi frá stúlku á Dalvík er beðið um uPplýsingar um Fóstruskólann í Reykjavík °9 fleira viðvíkjandi fóstrustörfum. Þessi skóli — Fóstruskólinn — er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Hann er starfræktur af Barnavinafélaginu Sumargjöf og er til húsa að Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík. Skóia- stjóri er frú Valborg Sigurðardóttir og síma- númer skólans er 21688. Stúlkur, sem sækja vilja um nám f Fóstru- skólanum, þurfa að vera 18 ára eða eldri °9 hafa landspróf, gagnfræðapróf eða aðra hliðstæða menntun. — Þær námsgreinar, sem kenndar eru í skólanum, eru m. a. þessar: fræði og mun árangur þess og með- mæli forstöðukonu skera úr um, hvort forskólanemi fái inngöngu í Fóstru- skólann haustið 1970. Nám f Fóstruskólanum tekur tvo vetur og eitt sumar. Þetta sumar vinna stúlkurnar við fóstrustörf og fá þá laun, sem eru % af byrjunarlaunum lærðrar fóstru. I Reykja- vik munu nú vera nær 20 leikskólar, dag- heimili og vöggustofur. Má segja, að at- vinnuhorfur fyrir fóstrur séu góðar, en laun munl þær taka eftir 13. launaflokki. 1. Sálarfræði. 2. Uppeldisfræði. 3. islenzka. 4. Danska. 5. Næringarefnafræði. 6. Heilsufræði. 7. Ungbarnameðferð. 8. Þjóðfélagsfræði. 9. Bókfærsla. 10. Teiknun. 11. Föndur. 12. Smíðar. 13. Söngur. 14. Sögur og kvæði. Næsta haust, 1969, tekur tll starfa for- skóli Fóstruskólans og verður honum hag- að þannig: í smíöastofunni. Störf við leikskóla, vöggustofur og dagheimili fyrir BÖRN — 1. í septemþer verður haldið tveggja vikna námskeið í uppeldisfræði, föndri, barna- sögum, söngvum o.fl. 2. Frá 1. október til 1. maí, eða í 7 mán- uði, starfa forskólanemar á barnaheim- ilum Sumargjafar, laun fyrir þann tima nánar ákveðin síðar. 3. í lok starfstímans, eða í mai 1970, munu nemendur ganga undir próf í uppeidis- Nú mætti spyrja: „Hvaða kostum þarf góð fóstra að vera búin?“ Hún þarf að vera barngóð að eðlisfari og vel hraust, bæði likamlega og andlega. Hún þarf að vera glaðlynd og helzt söng- hneigð. Gott er fyrir hana að kunna að spila, t. d. á gítar. Fóstran þarf að vera viðmótshlý, bæði gagnvart börnunum og aðstandendum þeirra og samvizkusöm f bezta lagi. Hún þarf að vera vökul í starfi sínu og lagin við að skipuleggja leiki barn- anna og kenna þeim að fara eftir settum reglum. Hún laðar börnin til þess að tala sem réttast mál og leitast við að auka orða- ’forða þeirra. Góð fóstra er bæði uppalandi og fræðari f senn. Aðsókn að Fóstruskólanum mun vera nokkuð mikil og eru nemendurnir víðsvegar að af landinu. Það er þvf bezt fyrir þær stúlkur, sem hug hafa á þessu starfi, að sækja um skólavist með nægum fyrirvara. Að lokum má geta þess, að þættinum „Hvað viltu verða?" hafa nú borlzt mörg bréf. Verða bréfritarar að vera þolinmóðir, þótt ekki fái þeir svör strax. G. H. 217

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.