Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 36

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 36
Nokkur bréf hafa borizt þessum þætti með fyrirspurnum um hjúkrunarnám. — Það skal strax tekið fram, að þetta nám stendur oþið bæði fyrir konur og karla. — Reyndin hefur þó orðið sú, að það eru að langmestu leyti ungar stúlkur, sem gerast nemendur í Hjúkrunarskóla íslands. Þessi skóli er í nýlegu húsi að Eiríks- Hjúkrunarnemar 1968. götu 34 nálægt Landspítalanum í Reykjavík. Heimavist er í skólanum, 90 herbergi, en aðsókn er mikil og munu stúlkur utan af landi sitja íyrir heimavistarherbergjunum. Húsbúnaður, fæði, þvottur og rúmfatnað- ur, sem skólinn leggur nemendum til ásamt húsnæðinu, er greitt eftir mati skattstjóra. Skólinn leggur nemendum til hjúkrunarföt. Lögboðnar tryggingar, þ. e. iðgjöld til sjúkrasamlags, almannatrygginga og slysa- trygginga, eru greidd af skólanum eða því sjúkrahúsi, sem nemandinn dvelur I við nám sitt hverju sinni. Umsækjendur um nám í Hjúkrunarskóla íslands skulu vera fullra 18 ára, er þeir hefja námið. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða landspróf miðskóla og lögð sérstök áherzla á, að einkunnir í íslenzku, stærðfræði og dönsku séu a. m. k. 6,0. Umsækjendur, sem hlotið hafa frek- ari menntun ganga fyrir að öðru jöfnu. — Lögð er áherzla á góða framkomu, reglu- semi og gott siðferði. Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknareyðublöð skólans af nákvæmni og samvizkusemi. Ýmis vott- orð, þ. á m. læknisvottorð, þurfa að fylgja með umsókn, einnig Ijósmynd og meðmæli skólastjóra og vinnuveitenda. — Um allt þetta gefur skólinn nánari upplýsingar, en skólastjóri er frk. Þorbjörg Jónsdóttir. — Heimilisfang Hjúkrunarskólans er: Eiríks- gata 34, Reykjavík. Hjúkrunarkona Némstíminn er 3 ár, eða rúmlega það, samfellt nám vetur og sumar. Hjúkrunarnámið er bæði bóklegt og verk- legt. Bóklega námið fer aðallega fram á námskeiðum, sem eru 4 alls, en nokkur hluti þess fer fram jafnhliða verklega nám- inu. Verklega námið fer fram á hinum ýmsu deildum Landspítalans og öðrum sjúkrahús- um og stofnunum, sem skólinn ákveður. Það er allmiklu lengra en hið bóklega. Þessar námsgreinar eru kenndar í skól- anum. 1. Hjúkrunarfræði. 2. Heilsufræði og heilsuvernd. 3. Líffæra- og lífeðlisfræði. 4. Lyflæknisfræði. 5. Lyfjafræði. 6. Handlæknisfræði. 7. Sálarfræði. 8. Geðsjúkdómafræði. 9. Sjúkdóma- og sýklafræði. 10. Augnsjúkdómafræði. 11. Barnasjúkdómafræði. 12. Eðlis- og efnafræði. 13. Félagsfræði. 14. Spítalastjórn. 15. Háls- nef- og eyrnasjúkdómafræði. 16. Hjálp í viðlögum. 17. Hjúkrunarsaga. •272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.