Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1969, Qupperneq 36

Æskan - 01.05.1969, Qupperneq 36
Nokkur bréf hafa borizt þessum þætti með fyrirspurnum um hjúkrunarnám. — Það skal strax tekið fram, að þetta nám stendur oþið bæði fyrir konur og karla. — Reyndin hefur þó orðið sú, að það eru að langmestu leyti ungar stúlkur, sem gerast nemendur í Hjúkrunarskóla íslands. Þessi skóli er í nýlegu húsi að Eiríks- Hjúkrunarnemar 1968. götu 34 nálægt Landspítalanum í Reykjavík. Heimavist er í skólanum, 90 herbergi, en aðsókn er mikil og munu stúlkur utan af landi sitja íyrir heimavistarherbergjunum. Húsbúnaður, fæði, þvottur og rúmfatnað- ur, sem skólinn leggur nemendum til ásamt húsnæðinu, er greitt eftir mati skattstjóra. Skólinn leggur nemendum til hjúkrunarföt. Lögboðnar tryggingar, þ. e. iðgjöld til sjúkrasamlags, almannatrygginga og slysa- trygginga, eru greidd af skólanum eða því sjúkrahúsi, sem nemandinn dvelur I við nám sitt hverju sinni. Umsækjendur um nám í Hjúkrunarskóla íslands skulu vera fullra 18 ára, er þeir hefja námið. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða landspróf miðskóla og lögð sérstök áherzla á, að einkunnir í íslenzku, stærðfræði og dönsku séu a. m. k. 6,0. Umsækjendur, sem hlotið hafa frek- ari menntun ganga fyrir að öðru jöfnu. — Lögð er áherzla á góða framkomu, reglu- semi og gott siðferði. Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknareyðublöð skólans af nákvæmni og samvizkusemi. Ýmis vott- orð, þ. á m. læknisvottorð, þurfa að fylgja með umsókn, einnig Ijósmynd og meðmæli skólastjóra og vinnuveitenda. — Um allt þetta gefur skólinn nánari upplýsingar, en skólastjóri er frk. Þorbjörg Jónsdóttir. — Heimilisfang Hjúkrunarskólans er: Eiríks- gata 34, Reykjavík. Hjúkrunarkona Némstíminn er 3 ár, eða rúmlega það, samfellt nám vetur og sumar. Hjúkrunarnámið er bæði bóklegt og verk- legt. Bóklega námið fer aðallega fram á námskeiðum, sem eru 4 alls, en nokkur hluti þess fer fram jafnhliða verklega nám- inu. Verklega námið fer fram á hinum ýmsu deildum Landspítalans og öðrum sjúkrahús- um og stofnunum, sem skólinn ákveður. Það er allmiklu lengra en hið bóklega. Þessar námsgreinar eru kenndar í skól- anum. 1. Hjúkrunarfræði. 2. Heilsufræði og heilsuvernd. 3. Líffæra- og lífeðlisfræði. 4. Lyflæknisfræði. 5. Lyfjafræði. 6. Handlæknisfræði. 7. Sálarfræði. 8. Geðsjúkdómafræði. 9. Sjúkdóma- og sýklafræði. 10. Augnsjúkdómafræði. 11. Barnasjúkdómafræði. 12. Eðlis- og efnafræði. 13. Félagsfræði. 14. Spítalastjórn. 15. Háls- nef- og eyrnasjúkdómafræði. 16. Hjálp í viðlögum. 17. Hjúkrunarsaga. •272

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.