Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1970, Side 3

Æskan - 01.03.1970, Side 3
Sameinuðu þjóðirnar 25 ára Til þess að gefa til kynna, að gæfuríkari framtíð kunni að vera framundan, er börnum um allan heim veitt aðstoð daglega. Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, eða UNICEF, sér um heilsurækt og velferð barnanna. Tugir milljóna barna hafa notið verndar gegn sjúkdómum, og milljónum barna hefur verið forðað frá að verða hungurmorða. UNICEF nær til rúmlega tveggja milljóna telpna og drengja tii viðbótar i hverjum mán- uði. UNICEF fær stuðning í þessu mikilvæga starfi frá samtökum SÞ og frá fjölda aðildar- landa. UNICEF á engar kröfur á venjulega fjárhagsáætlun SÞ. Sjóðurinn styðst við frjáls framlög frá ríkisstjórnum og einstaklingum og aflar fjár með sölu UNICEF jólakorta. Á komandi hausti, nánar tiltekiS 24. október, munu Sameinuðu þjóðirnar minn- ast 25 ára afmælis síns með miklum hátíðahöldum, sem fram fara rétt fyrir þingsetningu samtakanna í New York, og má búast við mörgum þjóðhöfðingjum við þau hátíðahöld. Hér á landi er nú þegar hafinn undirbúningur hjá Félagi Sameinuðuu þjóðanna að minnast afmælisins, og er formaður afmælisnefndar- innar Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra. Formaður Félags Sameinuðu þjóð- anna á íslandi er Gunnar Schram, deildarstjóri í ut- anríkisráðuneytinu. í næstu blöðum ÆSKUNN- AR munu birtast stuttar frásagnir af starfi samtak- anna, og birtist sú fyrsta í þessum flokki hér á næstu síðu. 135

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.