Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 46

Æskan - 01.03.1970, Page 46
Grip, sendingar og skot A. A3 grípa er það fyrsta og nauðsyn- legasta, sem þarf að læra. Ef það lær- ist ekki í byrjun, þá verður enginn árangur. Þess vegna hvet ég alla til þess að æfa og æfa grip, og fá slíka tilfinningu fyrir boltanum, að gripið verði ósjálfrátt. Grip fer þannig fram, að boltinn kem- ur yfirleitt í brjósthæð, og ef þú ert rétthentur, þá kemur hann meira þeim megin. Gagnstæður fótur er framar upp á stöðugleikann. Armar hálfbognir og beygðir fram, íingurnir vel útglennt- ir og þumalfingurnir snertast til þess að stöðva þoltann. Um leið og boltinn snertir fingurna, þá gefum við eftir í handleggjunum og aftur til hægri, og erum þá tilbúin að senda eða skjóta. Hér sækja 4 varnarmenn aS Geir Hall- steinssyni, en samt tókst honum aS skora meS lágskoti. Handknattleikur 2 Yfirleitt sendum við til samherja i brjósthæð, nema að undanskildum línusendingum, þar sem þrengslin eru mikil og oft þarf að láta boltann fara í gólfið fyrst. Við stöndum í skotstöðu og hið full- komna skot byrjar í mjöðminni, við vindum upp á bolinn, siðan kemur öxl- in, handleggurinn, olnboginn og síð- ast útskotið með snöggri úlnliðshreyf- ingu. Margs konar skotafbrigði eru til, eins og t. d. upphopp og skot, gólf- skot, lágskot, háskot, kringluskot og aftur fyrir sig skot yfir höfuð. (Sjá myndir) Geir Hallsteinsson. Birgir Björnsson skorar með kringiuskoti í leik islendinga viS Rússa áriS 1965. Rússar unnu leikinn, 18:17.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.