Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 53

Æskan - 01.03.1970, Page 53
 Frá fortíðinni Flestir þeirra hluta, er þið sjáið hér á myndinni, voru i daglegri notkun fyrir rúmum 40 árum. Hér á landi var notað olíuljós úti á landsbyggðinni víðast hvar fram undir árið 1930, og énn er olía notuð til Ijósa, en það er nú orðið fátítt hér á landi. Kolin eru aftur á móti enn notuð viða til upphitunar og einnig olía. Margir gamlir kolaofnar voru mesta stofuprýði, þegar búið var að bursta þá og fægja þar til mátti spegla sig í þeim. Seinna komu svo postulínsofnar, hvítir og grænir, og eins eldavélar, sem voru emalleraðar hvitar. Þetta voru fallegir hlutir, þegar þeir voru vel hirtir. Þetta svarta eldstæði, er þið sjáið á myndinni, var bæði notað til þess að elda á og um leið til upphitunar. Þetta var einnig borðkrókur gamla timans og dagstofa. Alla hluti þurfti að þrífa vel, þvi þeir voru hengdir upp á vegg, hver hlutur á sinn stað. Það var ekki mikiö af skápum í gömlu eldhúsunum, og mjög var farið varlega með diskana og boliana, þvi það var dýrt að kaupa sér nýja hluti og ekki eins auðvelt að fá þá eins og nú á dögum. Það var mikið verk að þrífa þessa hluti, því á þá settist reykur frá eldstæðinu og fita. Loftræsting- in var ekki alltaf upp á marga fiska, því eldiviður var oft af skornum skammti, og var þá lítið um opna glugga, því ekki mátti hleypa blessuðum hitanum út. Páskaeggin Eflaust á mamma ykkar eitthvað af eggjahöldurum úr pappa. — Klippið kúplana út og límið þá saman tvo og tvo. Mjórri endarnir snúa saman (sjá mynd). Nú reynir á hugkvæmnina við að mála þessa eggja- bikara með skærum litum, vatnslitum eða Hörpu- silki. Takið pappirsræmu, 30 cm langa og 4 cm breiða. Teiknið á hana marga unga (sjá mynd) og klippið þá út að ofan og klippið einnig út fyrir neðan nef unganna og stél (sjá 5). — Málið þá gula. PÁSKALEIKUR Teiknið á blöð umlinur eggs, jafnmörg og þátt- takendur eru. Síðan er höfð samkeppni um, hver er fljótastur að gera mynd af einhverju, með eggið sem uppistöðu (sjá mynd). 185

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.