Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1970, Side 6

Æskan - 01.07.1970, Side 6
og ákafa drengsins við að ná hattinum, en öllum ofbauð, er þeir sáu drenginn sleppa mastrinu og feta sig út á rána með útr\4tta arma. Aðeins eitt misstig yrði til þess, að hann hrapaði úr hinni svimandi hæð niður á þilfarið. En þó svo að honum tækist að komast út á ráar- endann, var mjög ósennilegt, að honum tækist að snúa sér við og komast aftur að mastrinu. Allir stóðu skelfingu lostnir og störðu á drenginn. Einhver á þilfarinu hljóðaði. Drengurinn virtist ranka við sér við hljóðið; hann leit niður og var nærri búinn að missa jafnvægið. Á þvi augnabliki kom skipstjórinn, faðir drengsins, út á þilfarið. Hann var með byssu í hendi og var að hugleiða að skjóta fugla. Þegar hann sá son sinn uppi á mastursránni, beindi hann samstundis byssunni að honum og hrópaði: ,,í sjóinn méð þig! Kastaðu þér, annars mun ég skjóta!“ Drengurinn varð nú enrr valtari á ránni, hann skildi augsýnilega ekki, hvað faðir hans meinti. „Kastaðu þér undir eins, annars verð ég að skjóta þig! Einn, tveir —“ Þegar hann heyrði föður sinn hrópa ,,þrír“, kastaði drengurinn sér af ránni á höfuðið f sjóinn. Hann skall á sjónum eins og byssukúla, en í sama mund köstuðu tiu sjómenn sér á eftir honum fyrir borð. Drengnum skaut upp aftur eftir um fjörutfu sekúndur, sem var eilffðartfmi fyrir þá, sem biðu á þilfarinu. Sjó- mennirnir náðu strax taki á drengnum og færðu hann að skipinu. Hann haíði sopjð sjó, sem nú rann úr munni hans og nösum, en eftir nokkrar mínútur fór hann að draga andann reglulega. Þegar skipstjórinn sá, að syni hans var borgið, gaf hann tilfinningum sfnum lausan taum, frá honum heyrðist hljóð eins og tekið hefði verið íyrir kverkar hans, hann fiýtti sér inn f káetu sína, til þess að menn hans sæju ekki, að hann var að gráta. ☆ Stafrófíð 2 A__h Þá höldum við áfram með staf- rófið. Hér kemur D, en úr honum getið þið teiknað gamia konu, sem hefur rósóttan klút á höfði. Úr E er hægt að teikna mann með stór- an hatt, og úr F getið þið teiknað íslenzkan fána. HLJÓP APRfL Lítil stúlka kom til mömmu sinnar og sagði: — Komdu inn í barnaherbergið, það er ókunnugur maður að kyssa barnfóstr- una. Móðirin fór af stað, en telpan náði henni á miðri leið og sagði: — Hæ! íyrsti apríl, mamma, þetta var bara pabbi. 342

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.