Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 25
Hún er indæl.
Nú kemur Stína að. Hún tekur skó Skellu úr hendi Melkers og
réttir Malín hann.
,,Sjáðu,“ segir hún dálítið flóttaleg. „Skórinn hennar er ekki
týndur. Þú getur geymt hann handa næsta barninu þinu.“
En nú virðist Malín verða reið og hún segir:
,,Þið eruð laglegar barnfóstrur! Ég má varla líta undan, þá
látið þið barnið milt hugsa ,um sig sjálft. Til allrar hamingju er
ég svo glöð, af því að Pétur er á batavegi og kemur heim fljót-
lega, annars hefði ég gefið ykkur öllum vel utan undir.“
,,Þú segist vera glöð, en . . .“ segir Melker undrandi, ,,en hvað
um Skellu?"
„Skella er hérna í skipinu," segir Malín. Síðan snýr hún sér við
og kallar: ,,Palli, komdu nú! Og hafðu Skellu með þér!“
Enduríundirnir verða ólýsanlegir, og Melker fær vitneskju um,
að Palli hefur synt út í flekann til Skellu og gætt hennar.
,,Þú ert duglegur drengur, Palli,“ segir Melker og lyftir Palla
upp í fang sér. Hann faðmar að sér Palla og yrðlinginn, báða
i einu.
Vestermann kemur til þeirra líka og virðir yrðlinginn fyrir sér
og klappar honum á kollinn. ,,En hvað hann er fallegur," segir
hann. Og síðan lofar hann Palla að hann skuli aldrei skjóta yrð-
lingana. Og Palli segir honum í þakklætisskyni, hvar riffillinn
hans er falinn.
Skella dáist einnig að yrðlingnum, en andartaki síðar er hún
horíin aftur. Melker er að gefast upp á henni. Hvar er trölla-
barnið nú? Það er útilokað að hemja hana.
En hún finnst aftur. Enn hefur hún komizt inn í reykingakofann
og er sótsvört um allan líkamann. Þrátt fyrir það lyftir Malín
dótiur sinni upp í fang sér og kyssir svartar kinnar hennar.
,,Nú förum við heim,“ segir Melker. ,,Ég ætla að koma þér á
óvart með dálítið, Malín. Ég hef átt annrikt í fjarveru þinni. Þú
þekkir ekki eldhúsið aftur, það máttu bóka!“
Maiín fer heim með föður sínum, og þau fara inn í eldhúsið.
Og þar ganga þau fram á verk Skellu og sjá, hvernig hún hefur
skemmt sér við að skreyta veggi og skápa. En varla er hægt að
segja, að verk hennar séu aðdáunarverð. Melker snýr sér til
vinstri og hægri og alveg í hring og trúir varla eigin augum
sínum.
„Hér hljóta tröllin að hafa verið að verki!“ baular hann.
,,Já, einmitt," segir Stjna og bendir á Skeilu. ,,Ég er alltaf að
segja það. Hún er alvöru tröllabarn. En hún er indæl . . .“
ENDIR.
361