Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1970, Side 26

Æskan - 01.07.1970, Side 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR Ég veit, að þeir sem íylgjast með Barnatímum útvarpsins, kannast orð- ið við Fritz Ómar Eriksson. Þegar maður þekkir rödd ein- hvers, hefur maður líka gaman af að vita, hvernig hann lítur út. Og hér sjáið þið mynd af honum Fritz Ómari. Áreiðanlega segja nú marg- ir krakkar hér í Reykjavík: — Já, er það þessi strákur? Hann hef ég oft séð! Og nú skulum við kynnast honum örlítið nánar. Fritz Ómar Eriksson er fæddur í Reykjavík 26. júlí 1958 og verður því 12 ára um það leyti, sem þetta blað kemur út. Foreldrar hans eru hjónin Sigriður Hjördís Hannesdóttir úr Reykjavík og Erik Olsen frá Færeyjum. I. — Hvað varstu gamall, þegar þú komst fyrst fram í Útvarpinu? F. — Ég var 8 ára og Arndís systir mín 6 ára. Við kváðum fær- eyskar rímur og spiluðum á melódíkur. I. — Já, ég man eftir því. Og svo hefurðu oft komið fram eftir það sem upplesari og leikari. Ertu ennþá að iæra að spila? F. — Já. Síðastliðinn vetur var ég að læra á harmoniku hjá frænda mínum, Sveini Hannessyni. Hann kennir við „Skóla Emils“. I. — Ég veit, að þér þykir gama að leika, Fritz. Þegar ég samdi leikþættina um hann „Palla í Pálmagötu", hafði ég þig í huga til að leika Palla. — Þarna hef ég góðan leikara, hugsaði ég, — sem getur „lifað sig inn í hlutverkið," eins og leikarar segja! Veiztu hvað átt er við með því? F. — Já. T. d. þegar Palli, í leikritinu, átti að veiða fisk, þá var ég svo spenntur, að mér fannst ég vera að veiða. — Og þegar fiskurinn slapp — æi, þá slapp hann! I. — Það sá ég líka greinilega, þegar verið var að hljóðrita leik- þáttinn. — En þú heíur líka leikið í skólanum. Er nokkuð skemmtilegt hlutverk, sem þú manst eftir þar? F. — Ja, mér finnst nú alltaf gaman að leika. í leikriti, sem heit- ir „Veiðiþjófarnir", lék ég strák, sem hitti annan úti í skógi. Þann strák lék Ólafur Ingi Óskarsson. Þetta áttu að vera hálf heimskir og grobbnir strákar. Þeir fóru að tala saman og ákváðu að gerast veiðiþjófar. Sá montni þóttist geta ráðið við grimma úlfa. Þeir ætluðu að veiða héra í matinn handa mömmu sinni. En þegar þeir voru að velta því fyrir sér, hvað þeir ættu að gera við skinnið af bráðinni, kom lítið héragrey hlaupandi. Þá urðu hetjurnar svo hræddar, að þær ultu um koll! Og það endar þannig, að báðir kapparnir liggja kylli- ílatir á sviðinu! I. — Þú ert alltaf önnum kafinn, þótt þú sért svona ungur. Ég veit, að þú vinnur oft með skólanum. Þú syndir mikið og virðist hafa góðan tíma til að leika þér. Og ég held, að þú hafir lesið næstum allar barna- og unglingabækur, sem út hafa komið á ísienzku. Áttu nokkuð sérstakt uppáhalds lestrarefni? F. — Það er nú erfitt að svara því. Mér þykir skemmtilegt að lesa Ævintýrabækurnar, leynilögreglusögur og íslenzku þjóð- sögurnar. Svo les ég oft og skoða AB-bækurnar, t. d. þessar: „Fruman", „Vöxtur og þroski", „Skipin“, „Könnun geims- ins“, „Matur og næring“, „Orkan“, „Vísindamaðurinn" og . . . I. — Þetta verður nú heil bók hjá okkur, ef þú heldur áfram að teija þannig upp! En ef einhver hefur haldið, að allir krakkar væru hættir að lesa, sjá þeir, að það er mesti misskilningur. — En hváð gerirðu á sumrin, Fritz Ómar? F. — Ég fer alltaf til Rituvikur í Færeyjum. Ég á þar afa, frændur og vini. I. — Hvernig segir maður ,,afi“ á færeysku? F. — Það er bara „abbi“ — ekki samt api! I. — Hvað gerirðu, þegar þú ert í Færeyjum? F. — Ég og frændi minn, sem er 14 ára, förum að veiða. I. — Þið eruð líklega ekki eins og strákarnir í leikritinu, sem þú varst að segja mér frá áðan! F. — Nei, ekki alveg eins slæmir! Þetta er allt með leyfi gert! Næstum því á hverju kvöldi, svona um sexleytið, förum við út á klettadranga við sjóinn. Þar veiðum við þaraþyrskling og ufsa. Mér finnst gaman að veiða — og líka skemmtilegt að íara með í bátnum hans afa. I. — Segðu mér svolítið frá Rituvík. Eru nokkrir bílar þar? F. — Já, örfáir. Annars verður að ferðast mikið með bátum, því þetta eru allt eyjar. Rituvík er eiginlega þorp. Ég hef ekki séð þar sveitabæi eins og hér. Þó hafa margir þar kindur, kýr og hænsni. En ég hef engan hest séð í Rituvik, og bara einu sinni séð hest í Færeyjum. I. — Er nokkuð um að vera 29. júlf, þjóðhátíðardag Færeyinga? F. — Já, það er Ólafsvakan. Það minnir svolítið á 17. júní. — Kaþþsigling á árabátum. Pylsur og blöðrur! Skemmtileg til- breyting! Annars man ég, að einu sinni var ég að skoða segl- skútu, sem lá við bryggju. Ég var ákaflega ánægður og hélt á blöðru. Þá kemur allt í einu 14 eða 15 ára strákur, sem ég þekkti ekki neitt. Hann var að reykja — sogaði að sér reykinn — og ég veit ekki fyrr en hann rekur logandi sígarettuna beint í blöðruna mína — viljandi! Ég varð ógurlega sár og leiður. Annars gleymdi ég þessu fljótt, því að ég fékk pylsu til að bæta mér upp blöðrumissinn. I. — Það var Ijóti prakkarinn! Það eru nú hálfgerðir vesalingar, sem hefnast á þeim, sem eru minni máttar. En — eru ekki annars ágætir krakkar í Færeyjum? Og heldurðu, að þau reyki eins mikið og krakkarnir hér heima? F. — Jú, þetta eru ágætir krakkar — bara alveg eins og hér. Ég held, að færeysku krakkarnir reyki langtum minna en þau ísienzku. Þar veit ég bara um einn strák á mínum aldri, sem reykir. Hérna veit ég um fleiri. I. — Hefur þú nokkurn tíma reykt? F. — Ertu frá þér! Mig hefur aldrei langað til þess! I. — Nei, ég hefði ekki þurft að spyrja. Ég veit, að þú værir ekki svona fullur af orku og lífsgleði, ef þú reyktir. Og þá hefðir þú sjálfur ekki getað safnað þér fyrir flugfari til Færeyja. Þá værirðu síþreyttur að reyna að vinna þér inn peninga fyrir næsta sígarettupakka. Þeir, sem reykja, eru orðnir hálfgerðir þrælar, áður en þeir vita af. Sígarettupakkinn er harður húsbóndi, sem segir: — Heyrðu góði! Þú ferð ekki í ferðalag um loftin blá. Láttu mig hafa peningana! Og — Heyrðu góða! Þú kaupir þér hvorki föt né bíl. Það er ég, sem tek peningana þína! Slíkan húsbónda vildi ég ekki hafa! Og það get ég sagt þér, að ég er svo hrædd við hann, að ég hef aldrei viljað svo mikið sem prófa eina sígarettu! Ég veit ekki nema ég hefði orðið þræll á stundinni. Og það er svo margt annað skemmtilegra hægt að gera, heldur en að vera þræll! Allir vilja vera hraustir og frjálsir, en enginn veit, hve lengi hann fær að vera það. Þeir, sem reykja, geta fremur öðrum átt á hættu að glata heilsunni, og þar með írelsinu, því þeir, sem Framhald á blaðsiðu 386. 362

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.