Æskan - 01.07.1970, Side 30
heiminum eru fjögur alheims-kvenskátaheimili. Þau eru:
Olavehouse í London, Our Chalet í Sviss, Our Cabafia í
Mexíkó og San Gam á Indlandi.
Síðastliðið sumar var tveimur stúlkum frá íslandi boðið að dvelj-
ast á Our Cabana í þrjár vikur ásamt tveimur fulltrúum frá: Eng-
landi, Hollandi, Frakklandi, italíu, Grikklandi, Chile, Venezúela,
Barbados, Jamaica, Mexíkó, Kína (Formósu) og einnig tuttugu
og fjórum stúlkum frá Bandaríkjunum. Stúlkur, sem boðið er að
dveljast á þessum skátaheimilum, eru styrktar af sjóði sem íyrsti
kvenskátahöfðingi Bandaríkjanna stofnaði og er nefndur eftir
henni og heitir Juliette Low sjóður.
Við vorum svo heppnar að hreppa hnossið í þetta sinn. Auð-
vitað eru viss skilyrði sett til þess að fara í svona ferð, skilyrði
um aldur og skátareynslu og málakunnáttu.
Mikið þurfti að undirbúa. Við fengum alls konar plögg send
frá alþjóðaskrifstofu kvenskáta í New York. Síðan var hafizt
Hópurinn. Mexíkó 1969.
366