Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 31
Kennsla í föndri.
samlegur, alþakinn gróðri, bæði ávöxtum og blómum. Skordýra-
lífið var á hápunkti, því regntímaþilið stóð yfir. Þið megið þó ekki
halda, að það hafi alltaf rignt, nei, síður en svo, því sólin skein
allan liðlangan daginn, en með myrkrinu komu þrumur og eld-
ingar og rigning. En við, sem vorum öllum veðrum vanar frá okk-
ar kalda fróni, urðum fyrst eins og hræddar mýs, er við kynnt-
umst reiði himinsins. Kvöld eitt vorum við einar við vinnu í
föndurhúsinu, þegar ósköpin dundu yfir. Þetta var það ægilegasta
veður, sem kom meðan við vorum þarna. Hávaðinn var svo mik-
ill, að allar rúður titruðu. Ekki bætti það úr skák, að Ijósin fóru,
og við fundum hvorki eldspýtur né kerti. Við urðum svo hræddar,
að það lá við- að við skriðum undir borð. Að endingu hertum við
okkur upp og hlupum niður í hús, og var rigningin þá svo mikil,
að ekki var þurr þráður á okkur.
Dagskráin var mjög fjölbreytt. Á hverjum morgni og hverju
kvöldi var fánaathöfn. Við þvoðum upp og lögðum á borð. Einnig
þurftum við að hafa allt í röð og reglu í húsunum. Margir um-
ræðufundir voru haldnir. T. d. var talað um vandamál æskunnar,
stúdentaóeirðir, og hvað hver einstakur gæti gert til þess að
hjálpa bágstöddum. Margt þekkt fólk kom á þessa fundi og hélt
fyrirlestra. Eftir á var svo skipt i umræðuhópa og skipzt á skoð-
unum og komið með tillögur. Þrjú verkefni í þágu bágstaddra
leystum við af hendi. Fyrst heimsóttum við heimili fyrir vandræða-
stúlkur. Vorum við með þeim heilan dag við leik og söng, öllum
til ánægju. Hin verkefnin unnum við í fátækrahverfum, við að
handa við að útbúa minjagripi, og tók það anzi langan tíma, því
allt í allt gerðum við 60 minjagripi úr gæru og hrauni. Bók eina
mikla, sem lýsir íslandi og íslenzku skátastarfi í myndum og
máli, útbjuggum við einnig sem gjöf til Our Cabana.
Svo rann upp hin mikla stund. Aðfaranótt 6. júlí 1969 hófst hin
ævintýralega ferð. í átta og hálfa klukkustund dvöldum við I há-
loítunum. Vegna hristings vélarinnar og eftirvæntingar okkar kom
okkur ekki dúr á auga. Þegar vélin var lent á Kennedyflugvellin-
um f New York, fórum við inn í flugstöðina til þess að svipast
um eftir þeim, er skyldu taka á móti okkur, en þar var þá enginn.
Urðum við því að bjarga okkur á eigin spýtur og tókum strætis-
vagn þangað sem vélin til Mexíkó átti að hefja sig til flugs. En
þar var okkur þá sagt, að til Mexíkó kæmumst við ekki án ferða-
mannapassa. Tókum við það þá til bragðs að hringja á alþjóða-
skrifstofu kvenskáta. Eftir fimm tíma bið vorum við sóttar og
farið með okkur á hótel og þá loks fengum við að hvílast. i ívo
daga dvöldum við í New York, skoðuðum borgina og fengum
ferðamannapassana. Ferðin frá New York til Mexíkóborgar gekk
vel.
Fyrstu tvo dagana í Mexíkó dvöldumst við hjá fjölskyldu og
kynntumst smávegis Mexíkóborg og lifnaðarháttum Mexíkana.
Síðan buðu mexíkönsku kvenskátarnir öllum hópnum í ferðalag,
og var þetta I fyrsta skipti, sem hópurinn kom saman. í þessari
ferð skoðuðum við hina fornu pýramída Aztekanna. Á þriðja degi
var svo haldið til Our Cabana.
Our Cabana er 5 ekrur lands í útjaðri smáþorpsins Cuernavaca,
sem er 47 mílur fyrir sunnan Mexíkóborg. Á þessari landspildu,
sem skátarnir eiga, eru sex litil hús í mexíkönskum stíl og það
sjöunda var í smíðum. f þremur húsum bjuggum við stelpurnar,
16 i hverju húsi, í einu bjó forstöðukonan og foringjarnir, sem
voru fjórir, eitt var föndurhús og I því síðasta var eldhús og
stór salur, og þar var borðað og haldnar kvöldvökur. Fyrir framan
það hús var uppáhaldsstaður allra, sundlaugin. Garðurinn var dá-
Kennsla í föndri í einu fátækrahverfinu.
367