Æskan - 01.07.1970, Síða 37
RfjSf* JL JJPf Jk <1 W *
m' * ' . (
i. ^ S WkJ
ifo/jyj jSS mms. m \ \
9. Gatnahreinsun
10. Slátrun
11. Lifrarbræðsla
12. Sælgætisgerð
13. Smjörlíkisgerð
14. Sementsverksmiðja
15. Álframleiðsla
16. Gúmmíiðnaður
17. Öl- og gosdrykkjagerð
18. Ofnasmíði
19. Dúkavefnaður
20. Kexgerð
í bréfi til þessa þáttar frá „Lesanda" í
Reykjavík segir svo:
Kæra Æska.
Ég hef lesið þig í nokkur ár, og mér
finnst þú vera að batna og ég hef lesið
alla þættina um „Hvað viltu verða". Ég
er nú orðinn 13 ára og er I 1. bekk gagn-
fræðaskóla. En það er bezt að segja það
eins og er, að mér gengur heldur illa í
bóklegu, en svona í meðallagi í handa-
vinnu, og nú þarf maður að fara að hugsa
um framtíðarvinnu og þá helzt í landi, því
að ég er mjög sjóveikur. — Mig langar
því til að biðja Æskuna að telja upp
nokkrar greinar í verksmiðjuvinnu, þar sem
ekki þarf að fara í iðnskóla og sem mað-
ur gæti íljótlega lært. Ég er nokkuð sterk-
ur strákur svona líkamlega. Hvað er kaup-
ið í þeirri vinnu? Ég vonast til að fá svar
um þetta i sumar.
16. marz 1970 — Lesandi.
Verksmjðjuslörf
Þakka þér fyrir þetta bréf, „Lesandi",
og vertu viss um það, að þú ert ekki einn
á báti með það að eiga i erfiðleikum með
bóknámið. En sem betur fer eru mögu-
ieikarnir margir til þess að komast áfram
í lífinu þrátt fyrir þetta, sé reglusemi og
áhugi fyrir hendi. Og til þess að gera
spurningu þinni nokkur skil skal ég telja
upp nokkrar atvinnugreinar, og þá eink-
um í verksmiðjum:
1. Áburðarverksmiðja
2. Kaffibrennsla
3. Mjólkursamsala
4. Fiskfrysting
5. Málningargerð
6. Veiðarfæragerð
7. Svampgúmmiframleiðsla
8. Dúnhreinsun
Hér hafa nú verið taldar upp 20 atvinnu-
greinar, sem ekki krefjast sérstaks iðn-
náms. Sjálfsagt eru þær til töluvert fleiri.
Einnig má búast við því, að iðja og verk-
smiðjuvinna aukist nú á næstunni vegna
inngöngu islands í EFTA. Verksmiðjuvinna
lærist byrjendum bæði af leiðsögn verk-
stjóra og svo og ekki síður af því að vinna
með fólki, sem er orðið vant og þjálfað í
störfum. Ekki er gott að segja um kaupið,
því það breytist svo oft eftir vísitölunni.
Gera má ráð fyrir, að kaup þeirra, sem
lengi vinna i sama stað, hækki eitthvað
með aukinni starfsreynslu.
373