Æskan - 01.10.1971, Side 60
Myndin sýnir kort af Svíþjóð og lönd
og innhöf, sem að hennl llggja.
1.
Svíþjóð er stærst allra Norðurlanda,
450.000 km-, og liggur austan megln
á Skandinavíuskaga. Landið er álíka
langt og Noregur, en breiðara og miklu
láglendara. Ströndin liggur að Helsingja-
botni, Eystrasalti, Eyrarsundi og Katte-
gat, en löndin, sem að því liggja, eru
Noregur og Finnland.
Um helmingur Svlþjóðar er skógi vax-
Inn. Meginhluti þessa mikla skógar er
barrskógur (fura og grenl). Syðst eru
laufskógar, einkum beykitré. Barrtrén
eru græn allt árið. Þau þola kaldara
loftslag og þrlfast i ófrjórri jarðvegl en
flest lauftré.
Hálendið er mest nyrzt í landinu og
■kallast Lappland ásamt nyrztu héruðum
Flnnlands. Þar eru fjöll og firnindi, lítið
sem ekkert gróin, og víðáttumikil helða-
lönd.
Miklll vatnaklasi er á breiðu beltl
yfir þvera Mið-Svlþjóð. Stærst eru Ván-
ern, Váttern og Málaren. Vánern er lang-
stærst, um það bil 70 sinnum stærra en
Þingvallavatn.
Úthafsloftslag er á vesturströndinni,
en annars staðar meginlandsloftslag. í
Norður-Svíþjóð er veturinn svo kaldur,
að allar hafnir við Helslngjabotn eru
isi lagðar marga mánuði á árl.
Stærstu eyjarnar eru Gotland og Ey-
land, báðar I Eystrasalti.
2.
Sviþjóð er konungsríkl með þing-
bundna stjórn. Þingið heitir Rikisdagur.
Ibúar eru um 8 milljónlr. Stærsta borg-
in er Stokkhólmur, sem hefur meira en
eina milljón Ibúa, og er hún jafnframt
höfuðborg landslns. Stokkhólmur er enn
fremur mesta iðnaðarborgin og stendur
við afrennsli Málarens og að nokkru
leyti á hólmum í vatninu. Málaren er
eitt fegursta stöðuvatn i Svíþjóð. I vatn-
inu eru mörg hundruð skógi vaxnar eyj-
ar og hólmar. Þar eiga margir Stokk-
hólmsbúar sumarbústaði og njóta f sum-
arleyfinu sveitasælu í næsta nágrenni
stórborgarlnnar. Borgin sjálf þykir eln
sú fegursta í allrl Evrópu. Margar glæsl-
legar byggingar prýða borgina. Meðal
þeirra merkustu má t. d. nefna Riddara-
hólms-kirkjuna, þar sem margir hinna
sænsku konunga eru grafnir, Þinghúsið,
Konunglegu óperuna, Þjóðminjasafnlð
og Konunglegu bókhlöðuna.
Myndln er frá höfninni og borgarhlut-
anum gamla.
3.
i Svíþjóð eru þjóðbúningar af marg-
víslegum gerðum, elns og tiðkast með-
al ýmissa þjóða. Unga fólkið hér á
myndinni er klætt þeirri gerð, sem segja
má að sé einna mest einkennandi fyrir
sænska þjóðbúninga.
Þjóðdansar eru mikið iðkaðir í Svi-
þjóð og þá einkum meðal unga fólksins.
Standa Svíar I fremstu röð Evrópuþjóða
á því sviðl.
4.
Aðalatvinnuvegir Sviþjóðar eru land-
búnaður, skógarhögg, iðnaður og náma-
gröftur. Svíar framleiða nægar landbún-
aðarvörur til eigin þarfa (kjöt, mjólk,
kornvörur, garðávexti, grænmeti). Skánn
heitir frjósamasta og bezt ræktaða hérað
landsins. Þar eru mörg bú og stór og
búskapurinn rekinn með nýtizku sniði.
Á ökrunum má sjá vinnuvélar af stærstu
og fullkomnustu gerðum.
B e
Úr hlnum mlklu skógum landsins kem-
ur meira en þrlðjungur allra útflutnings-
verðmæta þjóðarinnar. Ekkert land í
Evrópu flytur út jafnmikið af timbri, trjá-
mauki og pappír, að ógleymdum hinum
heimskunnu sænsku eldspýtum. Ár eru
margar í landinu og fleyta þær á hverju
vori meira en hundrað milljónum trjá-
bola til strandar. Bæir og borgir hafa
því risið við marga árósana í sambandl
við sögunarmyllurnar og trjáiðnaðinn.
Námagröftur er mjög mikill, einkum
járngrýti. Langt norður í auðnum Lapp-
lands eru heil fjöll úr járngrýti, sem
vart á sinn lika annars staðar. Úr 100
kg af járngrýti fást 65 kg af hrelnu járni,
sem síðan er hægt að breyta í stál. í
Mið-Svíþjóð eru einnig mlkilvægar járn-
námur. En þar er málmurinn djúpt I
jörðu, en ekki ofan jarðar eins og !
Lapplandi. Málmiðnaður er feikimikill og
margs konar vörur framlelddar, allt frá
rakvélarblöðum og kæliskápum tll bíla
og skipa. Svíar bræða þó aðeins lítinn
hluta af járngrýtinu sjálfir. Mikið af þvl
er selt óunnið úr landi. Sænskt stál og
sænskar iðnaðarvörur eru þekktar um
víða veröld.
Svíar tala sænsku, sem er mjög lík
norsku og dönsku. Menntun þjóðarinnar
er mjög góð og lífskjör þjóðarinnar betri
en ( flestum öðrum löndum heims.
58