Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 8

Æskan - 01.12.1973, Side 8
Ómarsmoskan. DamaskushliSiS á gamla múrnum. metra haeð yfir sjó, og hér er því hreint og tært fjallaloft. Gamla borgin er ekki stór umlukt hinum gamla múr, og eru sumir hlutar hans taldir frá því löngu fyrir daga Krists. Hér stendur tíminn kyrr f vissum skilningi. Morgunninn er hljóður og fátt fólk er á ferli, fuglar kvaka í trjánum og sólin hellir skjannabirtu yfir borgina, og það glampar og glittir víða á hina hvítu húsveggi. Yfir borgina gnæfir Móriahæðin með Omarsmoskunni. Á Móríahæð stóð musteri Salómons að fornu, en Móríahæð er líka kölluð Zíon og einnig Musterishæð. Jerúsalem er söguleg gömul borg. Hún stendur við gaml- ar verzlunarleiðir og í raun og veru á krossgötum. í Jerú- salem mættist menning margra þjóða, bæði í friðsamleg- um samskiptum og eins fóru hér um herir margra frægra herkonunga og skildu eftir sig brennd hús og sviðna jörð. Davíð konungur hertók borgina árið 1000 fyrir Krist, þá fertugur að aldri, svo að segja má, að allt hafl verið fer- tugum fært snemma á öldum. Jerúsalem stóð á krossgötum, meðan hesturinn, úlfald- Inn og asninn voru þörfustu þjónar mannsins til ferðalaga, og eins meðan menn töldu ekki eftir sér að ferðast á hest- um postulanna um óralanga fjallvegu og ekki þótti langt ferðalag, sem tók eitt til tvö ár. Davíð var einn voldugastur konunga Gyðinga. Salómon jók heldur við þetta veldi, þegar hann tók við ríki, en hann var eyðslusamur og barst mikið á og lagði heldur þunga skattabagga á þjóð sína. Jerúsalem er helg borg manna af mörgum trúarbrögðum, og ber fyrst að telja réttrúnaðargyðinga. Jerúsalem er einnig helg borg kristinna manna, þar starfaði Jesú og kenndi oft í musterinu. Þar var hann dæmdur og kross- festur á Golgatahæð í útjaðri borgarinnar. Múhameðstrúarmenn hafa og helgi á borginni og kenna, að Múhameð hafi farið þaðan upp til himna ríðandi á hvít- um hestl, og á þeim stað stendur nú Omarsmoskan, eitt- hvert glæsilegasta og fegursta hús heimsins. Via dolorosa. Frá krossfestingarkapellunnl.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.