Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1973, Page 23

Æskan - 01.12.1973, Page 23
 *fy- Hvar myndl hjörðin stanza á þessari endalausu eteppu? En Chaolu var engin gunga. Hann myndi aldrei láta byggS- ina verða fyrir tjóni af sinum völdum. Hann fyigdi hjörðlnnl sinni fast eftir ásamt kameldýrinu sínu og hóaði: „Hakuyil Hakuyii" Litli hundurinn hljóp um geltandi. Hann var eina stoð Chaolus litla við að koma hjörðinni gegnum óveðrið. Það hafði syrt mjög 1 lofti, og aðeins birtan frá snjónum lýsti Chaolu litla á leið hans, meðan hann reyndi að hafa við kindunum sinum. Hann varð krókloppinn á höndunum, og andlit hans hélaði. Hann hélt áfram ferðinni án þess að hugsa um vega- lengdina. Skyndilega var hundurlnn hans horfinn. „Hvað á óg að gera án hjálparhellu minnar? Ef nú kæmi úlfur!“ Og ótti hans jókst. „Ætti ég að snúa við?“ sagði hann við sjálfan sig. „Nel! Það get ég ekki gert. Ég get aldrei skilið dýrmætu kindurnar mlnar eftir. Ákvörðun hans virtlst ylja honum, og honum óx ásmegin. Stormurinn lamdi hann af sfvaxandl afli, og snjórlnn féll þéttar og hraðar. Chaolu litli þokaðist með erfiðismunum áfram og ytri klæðnaður hans var gaddfreðinn. Hann dragn- „Þetta er slæmtl" sagði Chaolu lltli. „Það lltur út fyrir, að við elgum von á blindbyl.“ Hann sneri kameldýrinu skjótt við og hóaði á kindurnar, „Hakuyi! Hakuyl!" Geltandl smal- aði litli hundurinn fénu saman. Hann var að hjálpa Chaolu tll að vernda kindurnar. Ekki leið á löngu þar til bylurinn var skollinn á þá. Snjóflygsur komu þjótandi úr lofti og höfðu brátt myndað hvltt lag á steppuna, svo að jafnvel slóð þeirra sást ekkl. Kindurnar hlupu I hnapp undan hvassviðrinu. Chaolu litli vissi afar vel, að I hríðarbyl hlaupa kindur undan veðrinu. Héldist hvassviðri heilan dag, myndu kind- urnar hlaupa allan þann dag. Þær myndu hlaupa tvo daga, ef stormurinn héldist svo lengi. Eina leiðin til að bjarga fénu var sú að hlaupa á eftir þvl. 'jÁWÉ 21

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.