Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1973, Page 35

Æskan - 01.12.1973, Page 35
INGIBJORG ÞORBERGS: TAL OG TONAR Lesendur ÆSKUNNAR hafa áður kynnzt henni Ólöfu Jónsdóttur, rithöfundi, og þarf því ekki að kynna hana nánar nú. En þið hafið áreiðanlega gaman af að kynnast líka dóttursyni hennar, honum Símoni, sem er 6 ára. Hann á heima í Köln i Þýzkalandi. Ólöf, amma hans, heimsótti hann s.l. sumar, og ég bað hana, fyrir hönd ÆSKUNNAR, að spjalla svolitið við hann. Símon er stórhrifinn af (slandi, enda líka íslenzkur ( móðurætt, eins og ég sagði. Faðir hans er Nýsjálendingur. Móðir hans er Sveinbjörg Alexanders. Hún er aðal sólódansmærin við óperuna i Köln og hefur sýnt list sína víða um heim. T. d. á Norðurlöndum, ( Þýzkalandi, Ítalíu, Bandaríkjunum, Brasiliu og annars staðar. Og aliir, sem eitthvað fylgjast með listdansi i heiminum, þekkja nafn hennar, þvi að hún er ein af stóru stjörnunum. Við getum verið hreykin af því, að hún skuli vera íslenzk. Og hreykin af, að svo fámenn þjóð skuli leggja hinum stóra heimi til listdansara eins og Helga Tómasson og Sveinbjörgu Alexanders, sem við fáum lika vonandl að sjá á sviði hér heima. Faðir Simonar er Gray Veredon Malt. Hann er einnig ballettdansari. En hann er fyrst og fremst leiksviðsdansahöfundur, og hefur hann samið marga balletta, m. a. sem Sveinbjörg dansar aðalhlutverk i. En snúum okkur nú að Símoni litla. Ólöf: — Segðu okkur fyrst, hvað þú heltir. Símon: — Ég heiti Simon Björgvin Malt. Ólöf: — Hefur þú komið til Islands? Símon: — Já, tvisvar sinnum. Ólöf: — Hvað fannst þér mest gaman á Isiandi, hvað heillaði þig mest þar? Símon: — Stóru steinarnir, ég hef aldrei séð eins marga stóra steina. Hér hlæja þau dátt, Simon og mamma hans, Sveinbjörg Alex- andersdóttir listdansmær. Símon ásamt Ólöfu ömmu sinni við ána Rin. Handan vlS ána sér i hina frægu dómkirkju i Köln. Ólöf: — Þú átt sennilega við hraunlð? Símon: — Já, það eru svo mörg hús Inni I þvl. Ólöf: — Myndir þú viija eiga heima á Islandl? Símon: — Já, það má allt á Islandi, hér i Þýzkalandi er bannað að ganga á grasinu, og svo er dagurinn svo agalega langur á Islandi. Ólöf: — En er þá ekkert gaman i Þýzkalandi? Símon: — Jú, jú, það er voða gaman að fara i dýragarðinn og sjá öll dýrin. Ólöf: — Hvaða dýr finnst þér skemmtilegaot að skoða? Símon: — Mest er gaman að öpunum, ég skoða þá alltaf lengi, lengi, voðaiega eru þeir heppnlr að vera þarna Inni I búrinu. Ólöf: — Hvað segirðu? Hvernlg fyndist þér að vera innilokaður I búri? Blessuð dýrin vilja örugglega heldur ganga laus i frum- skóginum. Heldurðu það ekki? Símon: — Nei, nei, sjáðu til, þelr þurfa ekkl að hafa fyrlr þvl að hlaupa út um allan skóg og leita að banönum, það kemur maður og færir þeim sko bananana. Ólöf: — Hvernig finnst þér i skólanum? Símon: — Alveg ágætt. Ólöf: — Hvað finnst þér mest gaman að læra? Símon: — Mér flnnst mest gaman i frlminútunum. Ég er ekkert góður að lita, en ég kann að byggja anzi vel. Ég ætla I byggingar- skólann næsta haust. Ég ætla nefnilega að verða byggingameist- ari. Ólöf: — En þetta er fyrsta árlð þitt I skólanum, það væri nú gott að læra að lesa og skrifa fyrst, flnnst þér það ekkl? Símon: — Jú, jú. Ólöf: — Biður þú að heilsa til (slands? Símon: — Já, ég bið að heilsa öllum börnunum, sem ég lék mér við í Reykjavik og óska öllum börnum heima á Islandi gleðl- legra jóla. Og við Simon og ykkur öll segi ég lika GLEÐILEG JÓLI INGIBJÖRG. 33

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.