Æskan - 01.12.1973, Side 38
^^^^yrir löngu lifði skósmiður nokkur f Kaíró, sem
Marúf hót. Hann stundaði iðn sfna, skósmfðina,
af kostgæfni og var vinsæll meðal nágranna sinna og við-
skiptavina. Hann hefði því getað verið hamingjusamur mað-
ur, en nú er að segja frá þvf, að kona hans var hið mesta
skass, og meðal annars eyddi hún mestöllu þvf fé, sem
hann vann sér inn, og þá oft f hinn mesta óþarfa.
Það var t. d. einn morgun, þegar Marúf var að fara til
vlnnu sinnar, að hún krafðist þess, að hann færði henni
„Jú, sjáðu til," svaraði Marúf. „Konan mín er strangur
húsbóndi, og í morgun skipaði hún mér að koma heim
með hunangsköku, en f dag var einn af mfnum slæmu
dögum. Enginn viðskiptavinur kom til mín og pyngjan
þess vegna tóm.“
Bakarinn brosti og sagði: „Úr þessu má bæta á léttan
máta. Ég á hérna eina mjög góða köku, sem er gerð úr
sírópi. Hana skrifa ég bara hjá þér, og þú borgar svo
seinna."
köku, gerða af næstum hreinu hunangi, þegar hann kæmi
helm úr vinnunni. Marúf hugsaðl um þetta allan daginn
meðan hann beið eftir þvf, að einhver viðskiptavinur léti
sjá sig. En það varð nú bið á því — enginn slíkur birtist,
og því urðu tekjur dagsins engar. Marúf skósmiður var þvl
sfður en svo með hýrri há, þegar hann rölti heimleiðis.
Hann kom þó við hjá vini sfnum — bakaranum — sem
strax sá, að eitthvað amaði að, og spurði því:
„Hvað er að þér, vinur, þú ert svo sorgmæddur á svip-
inn?"
( kaupbæti gaf bakarinn honum svo nokkuð af öðru
brauði og dávænt oststykkl. Marúf, sem nú hafði tekið gleði
sfna aftur, skundaði hröðum skrefum heimleiðis með þenn-
an matarforða eftir að hafa þakkað bakaranum kærlega
fyrir þennan greiða.
En nú fór f verra. Þegar Marúf kom heim og kona hans
— Fatima hét hún — sá, að hann kom með sfrópsköku I
stað hunangsköku, varð hún bálvond og eftir mikið blót
og ragn sló hún bónda sinn svo mikið högg, að tvær fram-
tennur hans brotnuðu. Eitthvað reyndi Marúf að bera hönd
— (Úr 1001 nótt, stytt og endursagt) —
36