Æskan - 01.12.1973, Side 39
I
I
' 1
I \ naMMlW
fyrlr höfuð sér, að minnsta kosti var kona hans með glóðar-
auga um kvöldið. Þvl undi hún illa og hótaði að kæra hann
fyrir lögreglustjóra.
Daginn eftir, þegar Marúf sat við skósmíðar sínar, komu
allt i einu tveir lögregluþjónar og tóku hann fastan og
fluttu f dómhúsið. Þar var þá stödd Fatima kona hans, og
bar hún aðra höndina f fatla og hafði borið rauðan lit á
umbúðirnar, svo sem blóð væri.
Dómari sá, sem þarna átti að dæma, þekkti þau hjón og
vlldi af góðsemi sinni gera gott úr þessu öllu. Hann mælti
við Marúf: „Hérna færðu einn dínar. Kauptu fyrlr hann
hunangsköku handa konu þinni, og reynið svo að lifa sam-
an f friði.“
En Fatima var verri en svo f skapi, að hún gætl unað
þessum málalokum. Hún kærði mann sinn fyrir öðrum
dómara, og fékk hann þá svo þungan dóm, að vinir hans
sögðu honum, að hann mundi ef til vill lenda f fangelsi.
Þvi vildi hann ekki una, lokaði því smiðju sinni og stakk á
sig þeim fáu dínörum, sem hann hafði unnið sér inn þennan
dag, og sfðan flýði hann út úr borginni. Um kvöldið kom
hann að gömlum kastalarústum og leitaði þar náttstaðar,
þvf að komið var ausandi regn. — I raunum sfnum þarna
um nóttina tók hann að biðjast fyrir:
„Ó mikli Allah! Sendu mér nú einhvern, sem getur flutt
mig langt á brott héðan, og þá til þess staðar, sem hin
vonda kona mín getur ekki fundið mig."
I sama bili kom rifa f einn múrvegginn og stór andi kom
f Ijós. Hann mælti:
„Hver ert þú, sem ónáðar mig hér fyrstur manna í tvö
hundruð ár? Seg mér ósk þfna, og mun ég uppfylla hana,
en aðelns eina.“
„Flyt mig héðan til betra fólks á betri stað,“ svaraði
Marúf að bragði.
Andinn hafði nú engin umsvif, en tók mannlnn á bak sér
og flaug með hann alla nóttina. Við sólarupprás setti and-
Inn Marúf niður á fjallstind einn. „Við rætur þessa fjalls
muntu finna gott fólk, og þarna getur kona þín naumast
fundið þig.“ Síðan hvarf andinn á brott.
Marúf gekk niður fjallshlíðina, og brátt kom hann að
vlnalegum bæ girtum lágum múrum. Margt fólk gekk þar
um strætin, og þegar Marúf kom inn f bæinn, vakti klæðn-
aður hans skjótt athygll, þvf að hann var allfrábrugðinn
klæðaburði annarra. Sumir brostu jafnvel að honum.
Þá bar þar að ríkmannlegan kaupmann, sem spurðl,
L. __________________________________________________________
hvað hér væri um að vera, og bauð hann Marúf að koma
heim með sér. Þegar þeir tóku svo tal saman, kom það
upp úr kafinu, að kaupmaður þessi var ættaður frá Kaíró
og hét Alí, og við nánari kynni kom það upp úr dúrnum,
að þeir Marúf og hann höfðu sézt áður fyrir mörgum árum.
Alí sagði Marúf, að þessi borg héti Alchula, og væru íbúar i
hennar gott fólk, en dálítið auðtrúa, allir tækju það trúan-
legt, sem þeir heyrðu sagt. „Þegar ég kom ókunnur hingað
og sagði þeim, að ég væri ríkur kaupmaður, vildu þelr allt
fyrir mig gera og lánuðu mér vörur og peninga, sem ég
nú hef endurgreitt," sagði Alí. „Nú skulum við sjá, hvernig
þér gengur."
Morguninn eftir fóru þeir báðir saman á kaupstefnu bæj-
arins, og er ekki að orðlengja það, að þegar kaupmenn
bæjarins heyrðu, að Marúf hinn nýkomni væri kaupmaður
og allvel efnaður, stóðu honum allar dyr opnar, og margir
vildu lána honum vörur og peninga, þar til hann fengi vör-
ur þær og fé, sem væru á leiðinni. Hann ætti von á stórri
úlfaldalest eftir skamman tíma.
En nú leið tíminn og engin lest kom til Marúfs, sem ekki
var von, þar sem hún var aðeins hugarfóstur þeirra félaga,
Alfs og Marúfs. Tóku nú kaupmenn þeir, sem lánin höfðu
veitt, að ókyrrast, og kærðu þeir Marúf loks fyrir sjálfum
soldáninum. Soldán dæmdi þó þannig i málinu, að kaup-
menn skyldu enn bíða og sjá til, hvort úlfaldalest Marúfs
kæmi ekki senn.
Hann vildi þó athuga þennan ókunna mann betur og
kallaði hann þvf á sinn fund. Sýndi soldán honum eina af
stærstu og dýrmætustu perlum sfnum og spurði hann, hvort
hann hefði áður séð nokkra perlu svo stóra.
Marúf lék sinn ieik áfram og mælti: „Svona litla perlu
köllum við ekki dýrmæta f mfnu heimalandi, en þegar lestln
mín kemur, skal ég sýna yður, náðugi soldán, perlur, sem
vert er um að tala. Þær eru allar töluvert stærri en þessi,
sem þér eruð með hér.“
Nú fór soldán að hugsa sltt ráð. Hann áttl nefnilega gjaf-
vaxta dóttur og þurfti því að fara að huga að góðum tengda-
syni. Það reið þó baggamuninn, að ráðherra hans stakk
upp á Marúf sem hugsanlegum tengdasyni soldáns, og
varð það úr, að soldán sendi hann með boð um þetta til
Marúfs. Marúf, sem eitt slnn hafði séð dóttur soldánsins,
var hrifinn af þessum tilvonandl ráðahag, en svaraði því þó
til, að hann vildi ekki halda brúðkaupið fyrr en lestin hans
kæmi, svo að hann gæti gefið konuefninu sinu góða morg-
37