Æskan - 01.12.1973, Page 40
ungjöf, og einnig sagðist hann vilja gefa fátækum borgur-
um nokkurt fé.
Þegar soldán heyrði þetta, lét hann kalla Marúf fyrir sig
og sagði við hann: „Kæri vinur, ekki skal brúðkaupið þurfa
að bíða vegna fjárskorts þíns. Gerðu svo vel, hér er lyklllinn
að fjárhirzlu minni, og notaðu hana eins og þú vilt. Þú
getur endurgreitt mér, þegar lestin þín kernur."
Brúðkaupsveizlan stóð í 40 daga. Marúf lét leikhúsin
standa opin öllum almenningi og fátæklingum ókeypis.
Bumbur voru barðar og hörpur slegnar árdegis alla þessa
daga, til þess að minna á brúðkaupið. Marúf varð vinsæll,
einkum meðal fátækra, þvi að hann var örlátur á gjafir,
sem raunar voru allar teknar úr fjárhirzlu soldáns. Sjálf
hjónavígslan fór fram á 41. déginum og var hún hámark
hátfðahaldanna. <
Um kvöldið, er þau voru tvö ein, Marúf og prinsessan,
gerðist hann dapur i bragði, og spurði prinsessan, hvað
að honum amaði.
„Ég hef enga morgungjöf handa þér, því að lest mín er
ennþá ókomin.“
„Það skaltu ekki láta á þig fá,“ mælti hún. „Við skulum
enn halda veizlu I 20 daga og gleðjast með öllum íbúum
þessarar borgar."
Þetta gerðu þau, en á 21. degi eftir brúðkaupið kom
skattmeistari soldáns til húsbónda sins og tilkynnti hon-
um, að nú væri fjárhirzlan að verða tóm. Soldán fór nú að
gruna margt og sama dag tók hann dóttur sína tali:
„Nú skalt þú, dóttir góð, komast að því, hvort Marúf
segir satt, eða hvort hann hefur verið að blekkja mig. Sé
svo, skal hann engu fyrr týna en llflnu."
Prinsessunni var farið að þykja mjög vænt um mann
sinn og sagði honum þvf allt af létta, þegar hann kom
heim um kvöldið.
„Jú, góða m(n,“ sagði Marúf. „Það rétta er, að ég er eng-
Inn kaupmaður og alls ekki ríkur. Ég er bara venjulegur
skósmiður frá Ka(ró.“
„Þá verður þér ekki bjargað nema á elnn hátt. Þú verður
að flýja land um tima, en þegar faðir minn, sem nú er orð-
Inn gamall maður, deyr, þá skal ég senda þér boð um
að koma helm aftur. Ég á hér 50 þúsund dlnara, sem þú
mátt fá til ferðarinnar."
Marúf fór að ráðum konu sinnar og flýði strax næstu nótt.
Morguninn eftir sendi soldán boð eftir dóttur sinnl og
spurði hana frétta. Hún sagði, að maður hennar hefði fengið
bréf um það, að stigamenn hefðu kyrrsett lest hans og
krefðust þess, að hann greiddi allhátt lausnargjald. i nótt
hefði hann því farið af stað til þess að kippa þessu ( lag.
Þessar fréttir róuðu soldán, enda fékk hann nú aftur betra
álit á tengdasyni sínum.
Nú er að segja frá Marúf. Hann þeysti á hesti sínum
burt frá borginni aila nóttina og til hádegis næsta dag.
Þá stanzaði hann hjá bónda nokkrum, sem var að plægja
akur sinn. Þar tóku þeir tal saman, og bauð bóndi Marúf
að borða hjá sér. Sagðist bóndi þurfa að skreppa til borg-
arinnar ( áríðandi erindum og bauð þá Marúf honum, að
hann skyldi plægja fyrir hann á meðan bóndi væri ( burtu.
Varð bóndi glaður við og hélt á brott, en Marúf tók til við
plóginn. Gekk allt vel hjá honum, þar til allt f einu, að
plógurinn festist ( einhverju. Fór nú Marúf að gæta að því,
hvað þarna væri til fyrirstöðu og sá fljótt, að plógnefið
sat fast í gylltum hring, sem var fastur ( marmaraplötu.
Marúf fékk lyft plötunni, og komu þá í Ijós þrep, sem lágu
niður í jarðhýsi. Þar var fagurt um að litast, því að allt
glóði í gulli og demöntum. Marúf tók af tilviljun eina öskj-
una, sem þarna var, og opnaði hana, en ( henni lá inn-
siglishringur. Þegar Marúf snerti hann, birtist þegar andi,
fremur góðlegur á svip, og spurði, hvers hann óskaði.
„Getur þú flutt alla þessa dýrgripi upp á yfirborð jarðar?“
spurði Marúf.
„Ekkert er auðveldara en það,“ svaraði andinn. Og (
sama bili sá Marúf marga vaska sveina bera góssið upp í
tágakörfum. Því næst óskaði Marúf eftir 100 klyfjum af
dýrmætum vörum frá Indlandi, Persíu og Grikklandi, og
þar að auki óskaði hann eftir stóru tjaldi. f því svaf hann
svo um nóttina.
I dögun kom bóndinn aftur og féll nú hreint ( stafi yfir
öllum þessum auðæfum. Þegar Marúf hafði etið góða mál-
tíð hjá bónda, fyllti hann disk með gullpeningum og gaf
bónda, en hann flýtti sér heim til konu sinnar með auðæfin.
Nú óskaði Marúf sér 150 úlfalda og 150 hesta til þess að
mynda ríkmannlega lest, og síðan sendi hann tengdaföður
sfnum boð um það, að hann kæmi með lest sína til borg-
arinnar daginn eftir.
Það var mikið um að vera, þegar lestin nálgaðist borgar-
hliðin. Fremstur fór Marúf I burðarstól, og sjaldan höfðu
sézt eins glæsileg burðardýr eins og hestar hans og úlf-
aldar. Við höll soldáns var numið staðar, og voru þar
meðal annarra kaupmenn og ýmsir heldri borgarar. Marúf
sá þar á meðal sinn gamla vin Alí, og ætlaði sá varla að trúa
sínum eigin augum.
Þegar þjónarnir höfðu borið inn kisturnar þungu og
klyfjarnar, lét Marúf það verða sitt fyrsta verk að greiða upp
allt það, sem hann skuldaði kaupmönnunum og soldáni,
svo að fjárhirzlan fylltist á ný. Soldán gerði Marúf að fjár-
málaráðherra sfnurh. Liðu nú t(mar fram, og þar kom, að
gamli soldáninn andaðist á sóttarsæng og var jarðaður
með mikilll viðhöfn. Þá var það, að borgarbúar ‘kusu ein-
róma Marúf til þess að taka sæti hans — hásætið.
KÁPUMYND
A síðustu tölublöðum ÆSKUNNAR hafa blrzt
isienzKar mynair, sem aiiar nara .....
Gunnarí Hannessyni.