Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 50

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 50
Til vinstri: Þorbjörn Egner, rithöfundur, teiknari, málarl, tónskáld og þúsundþjalasmiöur viö skrifborðiö i vinnustofu sinni á Ekely, umkringdur af þekktum og elskuðum verum í brúðulíki, búningsteikningum og leikhúsauglýsingaspjöld- um. Sviðslíkön af skrautlegum leiksviðum skreyta ennfremur þetta iitfagra og skemmtilega herbergi. — Hvernig hófst þetta? — Fyrst eftir styrjöldina þörfnuðumst við þess að hjálpa og verða nytsamir borgarar — sennilega vegna hrifningar- innar yfir þvi að vera aftur orðin þjóð og það frjáis þjóð. Ég hafði þá skrifað og teiknað margar barnabækur, svo sem „Óli-Óli, sem öll dýr elska“, og mér var sagt, að sú bók væri ásamt fleiri notuð sem lestrarbók f skólum. Mér fannst, að ég gæti ekki verið nytsamari en með þvi að búa til nýj- ar kennsiubækur, auk þess hafði mig lengi langað til þess að gera það. Ég hafði sjálfur mikinn áhuga á góðum bók- menntum, myndlist, tónlist, og mig langaði til að veita öðr- um af þessari gleðiuppsprettu minni. Ég fór og safnaði saman efnl og gerði tilraunabækur fyrir annan og þriðja bekk. Og svo komu forlögin til sögunnar. Cappelen-bóka- útgáfan hringdi til mín og spurði, hvort ég vildl endurskoða og bæta gömiu kennslubóklna „Heima og erlendis". Ég neitaði, þvi að ég var að vinna að kennslubók. Fyrir hvaða bókaforlag? Ég hafði nú ekki ákveðið það. Gat ég litið inn og rætt þetta? ... Og þannig hófst það. — Hvernlg valdir þú efnið? „Það, sem þú lest ungur, býr yfirleitt í huganum alla ævi eins og fleiri gleðilegar endurminningar. Það myndar undir- stöðuna undir því merkilega húsi, sem nefnist lifið. Bækur yðar minna á stjörnur, sem eru okkur leiðarljós daglega .. Þessi fögru og skáldlegu orð skrifaði Johan Falkberget I bréfi til Þorbjörns Egners fyrir fáeinum árum. Nú er verk- inu mikla lokið eftir tuttugu ára samvizkusamlega vinnu, og stjörnurnar blika enn. — Ég reyndi að finna kvæði og visur, sem segðu þessum ungu lesendum eitthvað markvert, gjarnan eitthvað, sem vekti þá til ihugunar og umræðna eins og t. d. bókin „Aldar- rómur“ fyrir áttunda bekk. Auk þess hef ég kappkostað að hafa bækurnar skemmtilegar og áhugavekjandl, svo að nemendurnir læsu þær sér til ánægju en ekki aðeins sem námsefni. Þess vegna hef ég forðazt þykkar bækur, sem ættu að endast allt skólaárið, en einbeitt mér að tveimur bindum fyrir hvert ár. Þá verða námsbækurnar mátulega stórar, og Innihald þeirra er byggt upp sem heild og verður því heilsteyptara og sérkennilegra. Hver bók heitir sinu sérstaka nafni, sem gefur til kynna um hvað hún er. Það er námsefni i öllum skólabókum, en í þessum bókum á heizt að vera annað og meira — efni, sem vekur imynd- unaraflið og tilfinningu nemandans og fær hann til að finna það nytsama í hinu ónytsama — eða vísar honum veginn til veraldar lista og skáldskapar. Ég hef notið góðs af því, að ég er agnarlítið brot af rithöfundi, teiknara og málara sjálfur og kannast við flesta þekkta rithöfunda og skapandi listamenn. Þetta hefur verið skemmtileg samvinna, þvi að margir þekktustu rithöfunda okkar hafa meðai annars ort Ijóð og skrifað sögur sérstaklega fyrir þessar bækur og tekið fullt tillit tii þeirra, sem ritað var fyrir. Auk þess hef ég vitanlega valið úr verkum annarra rithöfunda okkar i samráði við þá eða eftir beztu vitund. Ég hef notið að skrifa þessar bækur. Ég efast ekkl um, að nemendurnir eigi einnig eftir að njóta þess að lesa bækur Þorbjarnar Egners og læra jafn- framt af þeim, og þess læt ég getið við Egner um leið og ég kveð hann og þakka viðtalið. sí' Lykillinn aft nýjum heimi Þér lærió nýtt tungumál á 60 LINGUAPHONE Tungumálanámskeió á hljómplötum eóa segulböndum til heimanáms: ENSKA. ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA. FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. A-fborgunarskilmálar Hljóáfœrahús ReyHjauihur Laugauegi 96 simi, I 36 56 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.