Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 53

Æskan - 01.12.1973, Side 53
NÝJAR BÆKUR: ÆSKUNNI hafa borizt milli 30 og 40 bækur frá Leiftri, sem hafa komið út nú fyrir jólin. Helztar þeirra eru: Guðrún frá Lundi: UTAN FRÁ SJÓ IV. bindi. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON MÁLARI Myndir og æviminning. Pétur Magnússon frá Vallanesi: ÉG HEF NOKKUÐ AÐ SEGJA ÞÉR Hallgrímur Jónasson: HEIMAR DALS OG HEIÐA Björn Magnússon: VESTUR-SKAFTFELLINGAR 1703—1966 Richard Beck: UNDIR HAUSTSTIRNDUM HIMNI Ingólfur Davíðsson: VEGFERÐARLJÓÐ Dr. Hallgrímur Helgason: ÍSLANDS LAG Cæsar Mar: SIGLT UM NÆTUR Hersilía Sveinsdóttir: VARASÖM ER VERÖLDIN Þóra Marta Stefánsdóttír: LÓA LITLA LANDNEMI Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum: GIGGI OG GUNNA Kristján Jóhannsson: STEINI OG DANNI í STÓRRÆÐUM Sigurrós Júlíusdóttir: GLÆTUR ÞJÓÐSÖGUR FRÁ EISTLANDI Þýðandi: Séra Sigurjón Guðjónsson Louise Hoffmann: SAMSÆRI ÁSTARINNAR C. S. Forester: SJÓLIÐSFORINGINN í VESTURVEGI MOLI LITLI Saga um lítinn flugustrák. Ragnar Lár teiknaði og samdi. Walter Trobisch: ÉG ELSKAÐI STÚLKU ... Þýðandi: Benedikt Arnkelsson. f hvaSa hús fer jólasveinninn? FORDÆMI LÆKNA Til eru hópar manna, sem gera sór skaðleg áhrif reykinga Ijósari en aðrir og taka afleiðingunum af þeirri vitneskju. f Bretlandi, þar sem tveir þriðju hlutar allra lækna reyktu áður, hefur hlutfalls- talan lækkað niður fyrir einn þriðja. f Bandaríkjunum reykir einungis fimmt- ungur allra lækna. Afleiðingin er sú, að á sama tíma og dánartalan af völd- um lungnakrabba hækkaði um 25 pró- sent meðal Breta I heild, lækkaði hún um 30 prósent meðal lækna. Þegar litið er á allar þessar sannan- Ir fyrir skaðseml slgarettureykinga, hlýtur skynsamt fólk að spyrja, hvers vegna menn haldi áfram að reykja sígarettur — ekki sizt þar sem .kannanir benda til þess, að pípu- og vindlareyk- ingar séu ekki nærri eins hættulegar. Fáum þykir frá fyrstu byrjun gott að reykja, og samt halda þeir áfram, þar til reykingarnar taka að verka örvandl á þá. f þjóðfélagi, þar sem reykinga- menn eru i meirihluta, er auðskilið, að ungt fólk tileinki sér hegðun og venjur fullorðna fólksins, svo það verði fyrr fullorðið. Ungt fólk hefur lika ríka þörf fyrir að vera eins og jafnaldrarnir, og ennfrernur er sú tilhnelging áberandi, að ungar stúlkur stæla piltana i sffellt rfkara mæli. Burtséð frá útgjöldunum er það ekkl margt, sem heldur ungu fólki frá reyk- ingum. Sú ógnun að þær leiði til ótfma- bærs dauða, er fjarlæg ungu fólki, og fátt af þvl gerir sér grein fyrir, að snemma leiða þær til aukinna sjúkdóma og minnkandi Ifkamsþreks. Carolyn Keene: NANCY og dularfulla ferðakistan — og NANCY og mánasteinsvirkið F. W. Schmidt: PATTI FER í SIGLINGU Stephen Bruner: MALLI — drengur úr Finnaskógl Jens K. Hoim: KIM og bankaræningjarnir Henri Vernes: BOB MORAN Augu Gula skuggans BOB MORAN Leyniféiag löngu hnífanna Þá brakaði í greinunum og stór björn kjagaði áfram. Hann rak upp gól, þegar hann sá vettlinginn. „Sælt veri fólkið! Hver á heima I þessum vettlingi?" „Mýsla Písla, Froggi Boggl, Fljótur Fótur, Stebbi Rebbi, Úlli Úlfur og Valt- arinn Galtarinn. Hvað heitir þú?“ „Bjössi Bangsi, og þó hér sé þröng á þingi, veit ég, að þið rýmið til fyrir mér.“ „Hvernig eigum við að geta það? Húsrýmið er svo litið." „Þar er húsrúm sem er hjartarúm." „Skrfddu þá inn, en gleymdu þvf ekki, að við erum hér fleiri." Bjössi Bangsl tróð sér inn, og nú voru þau orðin sjö og vettllngurinn al- veg að springa. Þá saknaði gamli maðurinn vettlings- ins og fór að leita hans. Hann gekk og hann gekk, og hundurinn hans hljóp og hljóp og stökk af stað, og loksins sá hann vettlinginn liggja f snjónum og hreyfastl „Voff! Voff! Voffl" Vinirnir sjö f vettlingnum urðu svo skelkaðir, að þeir stukku af stað og hurfu eins fljótt og fætur toguðu. Þá kom gamll maðurinn og tók upp vettlinginn sinn, og þar fór það. TIL LESENDANNA Ritstjórn ÆSKUNNAR óskar eftir góðu samstarfi við lesendur blaSsins. Sendið blaSinu sögur, ferSaþætti, visur, Ijós- myndir, teikningar og allt, sem þiS haldiS, aS komi blaSinu aS gagni. 51

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.