Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 55

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 55
stungan um að láta stöðuna fjúka var hvort tveggja svo ólíkt henni, að Tim leit á hana hálfhissa. En Tim skildi þetta á augabragði. Magga hafði samvizkubit af því, að hún ætlaði að fara, þess vegna var hún gripin þessu veg- lyndi. Ef Tim hefði verið sjálfri sér lík, hefði hún tekið til- lögunni fagnandi, en nú sagði hún: „Þó að skrítið sé, þá er mér farið að falla vel við þetta hattaskjökt. Það er líkast því, að maður sé á leiksviði guðslangan daginn. Og botnarðu nokkuð í því, að við- skiptavinunum fellur vel við mig. í gær kom frú ein, sem ég hef afgreitt nokkrum sinnum áður, en af því að ég var bundin við að afgreiða einhverja aðra í svipinn, kom ungfrú Jónson smjúgandi til hennar í gegnum ösina í hæstvirtri eigin persónu til þess að bjóða henni þjónustu sína. En heldurðu ekki, að konukindin hafi sagt, að hún ætlaði að bíða, þangað til ég hefði tíma til að afgreiða / hana! Ungfrú Jónson er nú alltaf sætsúr á svipinn, en þá hefðirðu átt að sjá framan í hana. Það var eins og einhver hefði sprengt fúlegg á nefinu á henni. Seinna komst ég að því, að þessi frú er einhver bezti viðskipta- vinur verzlunarinnar, og hún var svo elskuleg að segja, að það væri svo skemmtilegt að skipta við mig. Og af hverju heldurðu, Magga? Af því að ég væri svo hrein- skilin og segi það hispurslaust, hvort þessi hatturinn eða hinn fari vel eða illa. Þú ættir að heyra til frú Jónson.“ Nú hvein í Tim: „O — hvað hann er indæll. Þessi hattur er alveg eins og gerður fyrir yður, ég get ekki hugsað mér nokkurn hatt, sem klæddi yður svona skínandi, svona glæsilega." „Þú ættir að heyra, hvernig hún syngur þetta í gegnum nefið, og þú ættir að sjá, hvernig hatturinn fer oftast á aumingja manneskjunni, sem er að máta hann! Alveg eins og á fuglahræðu!“ Framhald. FÆTUR ÁJÓLATRÉ Nú er kominn tími til a3 fara aö athuga, hvort allt er í lagi með jóla- tréS og sækja það inn í geymslu. Kannski þarf að kaupa á það eitt- hvert jólaskraut eða laga það smá- vegis, og betra er að gera það fyrr en seinna. Ef til vill þarf að útbúa fót undir tréð, svo að það geti stað- ið sjáifstætt á gólfinu eða litlu borði yfir jólin, og ef keypt er „lifandi" jólatré, er nauðsynlegt að búa til fót undir það. Fætur á jóiatré geta verið með ýmsu móti. — Ef þið eigið t. d. gild- an bút af járnröri, getið þið sagað með járnsög tvær rifur í kross í annan enda hans og beygt síðan endana út á við (sjá mynd 1). Al- gengasti fóturinn er líklega trékross- inn, sem sést á mynd 2 og þarf ekki að skýra hann nánar. —.Nr. 3 er bút- ur af gildu birkitré með berkinum á. Hann er sagaður í sundur í kross og síðan tekið innan úr honum hæfilega mikið, eftir því hvað jólatréð er stórt. Síðan, þegar tréð er komið á sinn stað, eru kubbarnir negldir saman. — Á mynd 4 sjáið þið svo dálítið myndarlegan jólatrésfót. Hæfilega stór tréplata er neðst. Á henni sitja fjórir jólasveinar og halda undir aðra plötu, nokkru minni, en niður í gegnum hana gengur jólatréð. Þið þurfið að teikna einn jólasvein, svip- aðan þeim, sem myndin sýnir. Síðan má strika hina þrjá eftir honum. Jólasveinarnir eru negldir fastir eins og sýnt er á myndinni. Málið húfur þeirra, buxur og vettlinga með rauð- um lit, skeggið hvitt og skórnir mættu vera svartir. Andlitið er Ijós- rautt, en hárið gult. Stærð sveinanna fer eftir því, hve jólatréð er stórt. — Sé jólatréð mjög lítið, mætti not- ast við blómsturpott sem fót, og er slíkur fótur undir jólatré mjög ein- faldur, eins og þið sjáið á myndinni, sem er númer 5. V,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.