Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 55
stungan um að láta stöðuna fjúka var hvort tveggja svo
ólíkt henni, að Tim leit á hana hálfhissa. En Tim skildi
þetta á augabragði. Magga hafði samvizkubit af því, að
hún ætlaði að fara, þess vegna var hún gripin þessu veg-
lyndi.
Ef Tim hefði verið sjálfri sér lík, hefði hún tekið til-
lögunni fagnandi, en nú sagði hún:
„Þó að skrítið sé, þá er mér farið að falla vel við þetta
hattaskjökt. Það er líkast því, að maður sé á leiksviði
guðslangan daginn. Og botnarðu nokkuð í því, að við-
skiptavinunum fellur vel við mig. í gær kom frú ein, sem
ég hef afgreitt nokkrum sinnum áður, en af því að ég
var bundin við að afgreiða einhverja aðra í svipinn, kom
ungfrú Jónson smjúgandi til hennar í gegnum ösina í
hæstvirtri eigin persónu til þess að bjóða henni þjónustu
sína. En heldurðu ekki, að konukindin hafi sagt, að hún
ætlaði að bíða, þangað til ég hefði tíma til að afgreiða
/
hana! Ungfrú Jónson er nú alltaf sætsúr á svipinn, en
þá hefðirðu átt að sjá framan í hana. Það var eins og
einhver hefði sprengt fúlegg á nefinu á henni. Seinna
komst ég að því, að þessi frú er einhver bezti viðskipta-
vinur verzlunarinnar, og hún var svo elskuleg að segja,
að það væri svo skemmtilegt að skipta við mig. Og af
hverju heldurðu, Magga? Af því að ég væri svo hrein-
skilin og segi það hispurslaust, hvort þessi hatturinn eða
hinn fari vel eða illa. Þú ættir að heyra til frú Jónson.“
Nú hvein í Tim: „O — hvað hann er indæll. Þessi hattur
er alveg eins og gerður fyrir yður, ég get ekki hugsað
mér nokkurn hatt, sem klæddi yður svona skínandi, svona
glæsilega." „Þú ættir að heyra, hvernig hún syngur þetta
í gegnum nefið, og þú ættir að sjá, hvernig hatturinn fer
oftast á aumingja manneskjunni, sem er að máta hann!
Alveg eins og á fuglahræðu!“
Framhald.
FÆTUR
ÁJÓLATRÉ
Nú er kominn tími til a3 fara aö
athuga, hvort allt er í lagi með jóla-
tréS og sækja það inn í geymslu.
Kannski þarf að kaupa á það eitt-
hvert jólaskraut eða laga það smá-
vegis, og betra er að gera það fyrr
en seinna. Ef til vill þarf að útbúa
fót undir tréð, svo að það geti stað-
ið sjáifstætt á gólfinu eða litlu borði
yfir jólin, og ef keypt er „lifandi"
jólatré, er nauðsynlegt að búa til
fót undir það.
Fætur á jóiatré geta verið með
ýmsu móti. — Ef þið eigið t. d. gild-
an bút af járnröri, getið þið sagað
með járnsög tvær rifur í kross í
annan enda hans og beygt síðan
endana út á við (sjá mynd 1). Al-
gengasti fóturinn er líklega trékross-
inn, sem sést á mynd 2 og þarf ekki
að skýra hann nánar. —.Nr. 3 er bút-
ur af gildu birkitré með berkinum á.
Hann er sagaður í sundur í kross og
síðan tekið innan úr honum hæfilega
mikið, eftir því hvað jólatréð er stórt.
Síðan, þegar tréð er komið á sinn
stað, eru kubbarnir negldir saman.
— Á mynd 4 sjáið þið svo dálítið
myndarlegan jólatrésfót. Hæfilega
stór tréplata er neðst. Á henni sitja
fjórir jólasveinar og halda undir
aðra plötu, nokkru minni, en niður
í gegnum hana gengur jólatréð. Þið
þurfið að teikna einn jólasvein, svip-
aðan þeim, sem myndin sýnir. Síðan
má strika hina þrjá eftir honum.
Jólasveinarnir eru negldir fastir eins
og sýnt er á myndinni. Málið húfur
þeirra, buxur og vettlinga með rauð-
um lit, skeggið hvitt og skórnir
mættu vera svartir. Andlitið er Ijós-
rautt, en hárið gult. Stærð sveinanna
fer eftir því, hve jólatréð er stórt.
— Sé jólatréð mjög lítið, mætti not-
ast við blómsturpott sem fót, og er
slíkur fótur undir jólatré mjög ein-
faldur, eins og þið sjáið á myndinni,
sem er númer 5.
V,