Æskan - 01.12.1973, Side 80
Málari
Námið varlr I 4 ár, bæSi ( iðnskóla og
hjá máiarameistara. Málari þarf að hafa
glöggt litaskyn, litblindur maður, karl eða
kona, getur aldrei orðið góður málari.
Neminn, sem getur verið hvort sem er
piltur eða stúlka, þarf að vera hraustur
hkamlega og ekkl má hann vera lofthrædd-
ur, og skarpa sjón þarf hann helzt að
hafa. Málarar þurfa helzt að eiga auðvelt
með að umgangast fólk, því að vinnustað-
ur þeirra er oft inni ( hýbýlum viðskipta-
vinanna, og oft verða þeir að gefa ráð eða
tillögur um liti á þá fleti, sem mála skal.
Góður málari er smekkvls og umfram allt
drátthagur og handlaginn. Hann þarf einn-
ig að vera hreinlegur og þrifinn með sjálf-
an sig, og hafa ber i huga, að blýeitrun
geta málarar fenglð ekki siður en prent-
arar. Húsamálarar þurfa helzt að kunna
skiltamálun, og mun hún að einhverju
leyti vera kennd í iðnskóla. Málun og lökk-
un bifreiða mun nú vera orðin sérstök
iðngrein.
Nú munu marglr þeir ungu menn, sem
hafa gaman af að sýsla með liti, spyrja
sjálfa sig: Hef ég hæfileika til þess að
gerast málari og vlnna við það alla ævi?
Verið þá ekkert feimnlr við að spyrja teikni-
kennarann ykkar og tala við hann um
þessa hugmynd ykkar. Einnlg gætuð þið
— til gamans — lagt fyrir ykkur eftirfar-
andi skyndipróf:
Hvernig gengur mér:
1. að teikna mynd eftir hlut?
2. að búa til augiýsingu um (þróttamót?
3. að búa til klipp-mynd?
4. að raða saman litum svo vel fari?
5. að búa til dýr úr hnoðleir?
6. að teikna framhlið á húsi og lita alla
fleti?
7. að teikna skopmynd?
8. að teikna skilti á verziunarhús?
Þetta litla próf gæti ef til vill hjálpað
ykkur til þess að sjá, hvað ( ykkur býr, en
varast skyldi þó að taka það of alvarlega,
þv( að enn eigið þið eftir að taka út mikinn
þroska.
Máiarar munu selja vlnnu s(na mest (
ákvæðisvinnu, þ. e. a. s. þeir taka vissa
upphæð fyrir hvern fermetra, en allgóð
daglaun mun duglegur málarl hafa og mikið
þarf að mála utanhúss á sumrin eftir rysj-
ótta tíð að vetri.
Nám þetta tekur, eins og áður er sagt,
4 ár, og munu fyrstu mánuðirnir vera svo-
kallaður reynslutlmi. Námið getið þið hafið
16 ára.
SKRlTIÐ JÓLATRÉ
Klippið ykkur langa papplrsræmu,
hún á að vera 15 cm breið.
1. Vefjið hana upp, en ekki of fast.
2. Klippið nokkrar rifur, svo sem nið-
ur ( miðjan sívalninginn.
3. Vætið vísifingur og stingið honum
niður ( miðjan sívalning, dragið innstu
lögin varlega út, en gætið þess að
halda vel um neðri hluta sívalningsins.
4. Og bráðlega mun allra fallegasta
jólatré koma ( Ijós.
78