Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 86

Æskan - 01.12.1973, Side 86
BLÁSKJÁR Nokkru seinna, þegar sólargeislarnir féliu inn á andlit drengs- ins, vaknaði hann við, opnaði augun og sagði glaðlega: „Þarna ert þú þá komin, indaela sólin min, og þarna eru Ella og Valter, ó, hvað mér líður nú vel.“ „Hann er lifandi!“ hrópuðu bæði börnin frá sér numin af gleði. Greifinn, sem fram að þessu hafði staðið þögull og horft á Blá- skjá, beygði sig nú ofan að honum og skoðaði hann vandlega, en allt í einu rétti hann úr sér, gekk nokkur skref frá rúminu og sagði I hálfum hljóðum: „Guð komi til! Þetta er enginn annar en drengurinn, sem við höfum svo lengi saknað og grátið. Sjáðu, Valter, er þér ekki sem þú sjáir svipinn hennar mömmu þinnar, bláu augun og bliðu- brosið?" „Það er satt, pabbi minnl" sagði Valter glaður, „hann er fjarska líkur henni. Að hugsa sér, að Bláskjár sé máske aumingja bróðir minn litli, sem mamma grætur sv.o oft yfir og þú saknar svo mikið, pabbi minn. Já, það hlýtur að vera hann. Mér þótti undir eins svo vænt um hann, alveg eins og hann væri bróðir minn. Ó, Bláskjár! Ég vildi, að þetta væri satt." Bláskjár leit undrandi í kringum sig. Allir þeir draumar og minn- ingar, sem vöknuðu í huga hans, þegar hann stóð á hæðinni og sá sólina í fyrsta sinn, stóðu honum nú Ijóslifandi fyrir hugskots- sjónum. „Já,“ sagði hann, ,,nú veit ég það allt saman. Ég er enginn flökkumaður. Ég man eftir, að ég var einu sinni í Ijómandi fal- legri höll hjá góðri konu, sem alltaf sýndi mér blíðu, og háum manni, sem oft hélt á mér á handleggnum. Pabbi!" hrópaði hann allt í einu. Gleðin skein úr augunum, og hann breiddi út faðm- inn, en svo missti hann meðvitundina og hneig aftur á bak á koddann. Nú varð öllum mjög hverft við, en til allrar hamingju kom lækn- irinn að í því, og tókst honum von bráðar að lífga drenginn við. Hann var þó mjög máttfarinn, og þótt greifinn gæti varla á sér setið að segja konu sinni þessi miklu gleðitíðindi, að drengurinn þeirra, sem þau höfðu saknað svo sárt og lengi, væri nú fundinn, hikaði hann þó við og beið með kvíða og sárri eftirvæntingu eftir að heyra, hvað læknirinn segði um sárið. „Verið óhræddur, herra greifi,“ sagði læknirinn loks. „Sárið er ekki hættulegt, og eftir nokkrar vikur verður aumingja drengur- inn orðinn jafngóður." „Guði sé lof! Þér vitið ekki, læknir, hvað þessi orð yðar gleðja mig mikið. Þessi drengur er sonur minn, barnið, sem við héldum öll, að væri löngu dáið. Komdu nú, Valter, við skulum flýta okkur til að segja mömmu þinni þessi gleðitíðindi." „Herra greifi,“ sagði læknirinn, „ef svo er, sem þér segið, gleður það mig auðvitað, og ég óska yður af hjarta til hamingju. V. BLÁSKJÁR ------------------------------------------------------------------------\ En eruð þér nú alveg viss um, að þetta sé rétt? Ef það er minnsta efa bundið, ættuð þér ekki að segja greifafrúnni það. Hugsið yður, hve afskapleg sorgin mundi verða, ef þetta reyndist tál. Konan yðar mundi alls ekki geta afborið það.“ Greifinn féllst á, að læknirinn hefði rétt fyrir sér, þótt hann íyrir sitt leyti væri þess fullviss, að Bláskjár væri sonur sinn, þorði hann þó ekki að segja konunni sinni neitt frá því. „Þetta er óbærilegt," sagði hann, „hjartað berst [ brjósti mér af fögnuði, og þó verð ég að dylja hina sorgmæddu móður þess, sem á einu augnabiiki mundi gera raunir hennar að sælu og gleði. Hvernig eigum við að fá vissu fyrir þessu?" Nú kom einn þjónninn inn og sagði, að úti stæði gömul flökku- kona og beiddist að fá að tala við greifann. „Það er kerlingin okkar!" gullu við bæði Valter og Ella. „Hún veit sjálfsagt, hvernig í þessu liggur." „Vísið henni inn,“ sagði greifinn. „En hún má ekki fara með okkur, þegar hún fer,“ sagðl Ella og leit bænaraugum á greifann. „Nei,“ svaraði hann, „vertu róleg, barnið gott. Þú skalt alltaf vera hér eins og systir drengjanna minna.“ Nú var komið með flökkukerlinguna. Hún hneigði sig djúpt fyrir greifanum og sagði: „Ég kem hingað, herra minn, til þess að segja yður óríðandl leyndarmál með þeim skilmálum, að þér látið lausa alla íangana nú þegar og enginn þeirra verði dæmdur til dauða." Greifinn varð hissa á að heyra flökkukonuna fara fram á slfkt, því að á þeim tímum var öllum slíkum glæpum, sem þessir menn höfðu framið, stranglega hegnt með dauðadómi. En af þv[ að hann vonaðist til, að leyndarmál hennar stæði í sambandi við Blá- skjá, var hann ekki fjarri því að láta að orðum hennar. „Ef leyndarmál þitt er eins þýðingarmikið fyrir mig og þú lætur, þá skal ég láta lausa fangana, þó með þeim skilmálum, að þið farið héðan úr byggðarlaginu og látið aldrei framar sjá ykkur neins staðar um þessar slóðir." „Við lofum því að koma hingað aldrei framar á ævinni. Ef svarti Eiríkur, þessi fífldjarfi oflátungur, hefði farið að mínum ráðum, þá hefðum við nú öll verið komin langt héðan [ burt, og allt hefði farið á annan veg. En það er búið, sem búið er, og tjóir ekki að tala um það. Eiríkur er dauður og hefur fengið sín makleg málagjöld. Það var hann, sem stal syni yðar, hinir voru ekki annað en verkfæri í höndum hans og urðu að hlýða þvl, sem þeim var skipað. Gefið mér nú drengskaparloforð yðar, herra greifi, um það, að við megum öll fara héðan í friði, annars fáið þér aldrei að heyra leyndarmál, sem ég veit, að þér munduð vilja gefa hvað sem væri til að fá vitneskju um.“ ■'tf" 00

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.