Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 2

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 2
Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Laugavegl 56, simi 17336, helmasiml 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, skrilstofa: Laugavegl 56, helmasiml 23230. AfgreiðslumaSur: Sigurður Kárl Jóhannsson, heimaslmi . 18464. Auglýsingastjóri: Slgtryggur Eyþórsson, heimasimi 84703. Skrltstola: Laugavegl 56, simi 10248. Afgreiðsla: a‘ 3 Laugavegi 56, siml 17336. Árgangur kr. 1000,00, Innanlands. Gjalddagi: 1. aprll. i lausasölu kr. 100,00 elntakið. — 2- tbl. Utanáskrlft: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavlk. Póstgirð 14014. Útgefandi: Stórstúka islands. Prentun: Prentsm. ODDI hf. Febrúar 1974 argt er það, sem enginn skilur, en kemur fyrir í ævintýrum. Einu sinni fyrir óralöngu var gamall maður. Hann átti konu, og þau hjónin áttu allt, sem hugurinn girntist — kú, kindur, kött, sem lá við arineldinn — en ekkert barn. Þess vegna voru þau mjög óhamingjusöm. Það var einn vetur, sem snjóaði mik- ið, og börnin í nágrenninu voru að búa til snjókarla, er gamli maðurinn leit út um gluggann og sagði við konuna sína: „Þú situr bara þarna og hugsar meðan þú horfir á annarra manna börn, kona góð. Nú skulum við varpa af okkur elli- belgnum og fara og búa til snjókarl." Gamla konan vísaði áhyggjunum á bug. „Þá skulum við gera það. En við bú- um ekki til neinn snjókarl. Það er nóg af gömlu fólki hér. Við skulum búa tll dóttur." Þau fóru út og gerðu það. Öldungarn- ir fóru út í garð og bjuggu til litla snjó- dís. Tvær bláar perlur voru augun og rauður borði munnurinn, svo að ekki só nú minnzt á spékoppana í kinnunum. Gamli maðurinn og kona hans gátu naumast slitið augun af litlu snjódísinni sinni, svo hrifin voru þau. Þá svignuðu munnvikin og bros kom á andlitið og hárið blakti í golunni. Hún hreyfði handleggina og bærði fingurna, og loks gekk hún yfir að húsinu. Gamli maðurinn og kona hans trúðu ekki eigin augum og voru sem stein- runnin. „Dóttir okkar er lifandi!" hróp- aði gamla konan. „Snjódísin okkar lif- ir!“ Þau þutu heim til sín og voru afar glöð. Snjódísin Snjódísin varð fegurri með hverri mínútunni. Gamli maðurinn og kona hans máttu ekki af henni lita. Þau þorðu naumast að anda. Snjódísin var hvít sem snjór, augun minntu á bláar perlur og bjart hárið náði henni að mittisstað. Mikið var hún falleg, þótt kinnarnar væru ekki rjóðar né varirnar skarlats- litar. Þegar voraði, sprungu blómin út, bý- flugurnar fóru að safna hunangi, fugl- arnir byrjuðu að syngja og börnin að leika sér, en Snjódísin sat leið við gluggann og tárin runnu niður kinnar hennar. Svo kom sumar, og blómin blómstr- uðu í garðinum, en kornið þroskaðist á akrinum, og Snjódísin varð enn óham- ingjusamari en áður. Hún faldi sig frá sólinni og hélt sig í skugganum. Fegn- ust var hún, þegar rigning var. Gamli maðurinn og konan hans voru áhyggjufull. „Líður þér eitthvað illa, dóttir?" spurðu þau stundum. „Mér líður vel,“ svaraði hún, en samt sat hún úti í horni og vildi ekki fara út að leika sér. Hin börnin kölluðu til Snjódísar og sögðu: „Komdu út að leika!“ En hún vildi aldrei fara út í skóg og leika sér í sólskininu. Gamli maðurinn og kona hans ýttu líka undir með börnunum: „Svona, skemmtu þér nú með krökkunum." Snjódísin tók litlu körfuna sína og fór út í skóg með leikfélögum sínum. Þegar rökkvaði hættu hinar telpurnar að leika sér. Þær bundu blómsveiga um höfuð sér og kveiktu varðeld, sem þær stukku síðan yfir og dönsuðu umhverfis. En Snjódísin vildi ekki stökkva með þeim. Hún gekk hikandi að eldinum, þegar vinkonur hennar kölluðu á hana. Hún stóð kyrr og titrandi. Hún var ná- föl og hárið flaksaði í vindinum. Vin- konurnar hrópuðu og sögðu: „Komdu og stökktu yfir bálið eins og við!“ Snjódísin stökk. Það brast og gnast í eldinum, en Snjódísin var horfin. Hvítur reykur breyttist í ský, sem sté til himins. Snjódísin bráðnaði... Svona hljóðar ævintýrið. Það er eins og öll góð ævintýri. Við getum sjálf hugsað okkur endinn. Snjódísin, sem allir elska svo heitt, er orðin ódauðieg. Eitt sinn bráðnaði hún við bál, en hún rís aftur í hvert sinn er snærinn fellur. Kjöroróið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.