Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 16

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 16
Fílabeinsræningjarnir Hermenn Waziris skunduðu gegnum skóginn í átt til þorpsins. Skothríðin var áköf um stund, en brátt heyrð- ust aðeins skot á stangli. Þetta var engu betra en skot- hríðin, því að þögnin sagði frá því, að þorpsbúar hefðu gefizt upp. Veiðimennirnir voru komnir um hálfa leið heimleiðis, þegar þeir mættu fyrstu flóttamönnunum, þeim, sem komizt höfðu undan skotum óvinanna. í hópnum voru tólf konur, drengir og stúlkur, og voru þau svo ótta- slegin, að þau gátu varla nokkru orði upp komið og voru lengi að segja frá því, sem gerzt hafði. „Þeir eru margir, eins margir og blöð trjánna!" hrópaði ein konan. „Þeir læddust að þorpinu, án þess við yrðum þess vör, og svo skutu þeir á alla, sem á vegi þeirra urðu.“ Farið var nú hægar í áttina til þorpsins og með meiri gát, því að Waziri vissi, að enga hjálp var unnt að veita — hefndin ein gat komið til greina. Fleiri flóttamenn bættust nú í hópinn, þar á meðal nokkrir hermenn, svo að herstyrkurinn óx dálítið. Tólf menn voru sendir á undan til að njósna. Waziri og menn hans komu á eftir í dreifðum hálfhring. Tarzan gekk við hlið foringjans. Skyndilega kom einn njósnarinn aftur til baka. Hann hafði séð inn í þorpið. „Þeir eru allir innan við skíðgarðinn," sagði hann. „Ágætt,“ mælti Waziri, „þá ráðumst við á þá og drep- um þá alla.“ „Bíddu,“ sagði Tarzan. „Þó að ekki séu nema fimm- tíu byssur innan við skíðgarðinn, verðum við allir hrakt- ir til baka eða drepnir." Síðan bauðst Tarzan til þess að fara eftir trjánum og athuga, hvernig bezt væri að haga atlögunni, og féllst Waziri á það, en rétt er Tarzan var lagður af stað, frétti höfðinginn, að sonur hans og kona hefðu verið drepin í þorpinu, og gerði þetta hann svo æfan, að liann skipaði mönnum sínum að gera árás þegaT í stað. Þeir þustu fram með ópum og óhljóðum, en áður en þeir voru komnir að skíðgarðinum, mætti þeim skot- hríð óvinanna, og var Waziri einn af þeim fyrstu, sem féllu, og þegar sex menn féllu svo til samtímis, brast flótti í lið blökkumannanna, og létu þeir skóginn skýla sér. Tarzan hélt sig uppi í trjánum og skaut þaðan nokkruU1 vel miðuðum örvum að óvinunum, en þeir hættu brátt að reka flóttann og héldu til þorpsins aftur. Tarzan tók að sér að stjórna þeim, sem eftir lifðu- Hann ráðlagði þeim að dreifa sér um skóginn og skjóta örvum að ræningjunum úr launsátri. Að morgni næsta dags komu ræningjarnir aftur út ur þorpinu og hugðust nú hreinsa til í skóginum og eyða öllum villimönnum. En ekki var gott að finna þá, þótt eiturörvar þeirra kæmu fljúgandi úr ýmsum áttum. Með- an þessu fór fram í skóginum, hélt Tarzan eftir trjánuru til þorpsins. Þegar þangað kom, sá hann, að aðeins einu varðmaður hafði verið skilinn eftir til þess að gæta fang- anna. Vörðurinn stóð í opnu hliðinu og horfði til skógarins- Hann sá því ekki hvíta risann, sem renndi sér til jarðar hinum megin í þorpinu. Apamaðurinn læddist með spenntan bogann nær og nær verðinum, er ekki uggð1 að sér. Fangarnir voru búnir. að sjá hann og biðu nú 1 ofvæni þess, er gerast mundi. Tarzan hafði dregið örina nær því fyrir odd, og nú nam hann staðar tæp tíu skref frá verðinum, fingur hans slepptu örinni, og vörðurinn steyptist til jarðar, án þess að gefa frá sér liljóð. Hann var dauður. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.