Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 12
Flugfreyjan
fámafii lífinu
JLi
\/ l»inn 15. apríl, er flugvélin AN-24 var rétt nýlögS
af stað í venjulega áætlunarferS frá Batuml tll
Suhkumi, reis einn farþeganna úr sæti sinu, teygði sig
til flugfreyjunnar Nadju Kurtsjenko, fékk henni umslag og
sagði: — Færið flugstjóranum þetta.
Nadja tók við umslaginu og gekk fram eftir vélinni —
farþeginn fylgdi fast á eftir henni. Frá því, sem síðan gerð-
ist, segir Suliko Sjavise, annar flugmaður, á þessa leið:
— Nadja kom þjótandi inn í flugstjórnarklefann og hróp-
aði: „Það er verið að ráðast á okkurl" og sneri sér strax
að því að loka hurðinni fram. Þá kvað við skothvellur,
Nadja féll og karlmaður um fimmtugt réðst inn ( klefann.
f höndunum hafði hann riffil, sem sagað hafði verið framan
af, og öskraði: „Tyrkland, Tyrklandl" Flugstjórinn svipti
vélinni f krappa beygju.
Tamara Skorzjevskja farþegi bætir við þessa frásögn:
— Á eftir karlinum, sem réðist á flugfreyjuna, kom
ungur maður um tvítugt, sem setið hafði í fremsta sæti.
Hann sneri sér að okkur farþegunum, tók fram undan
frakkanum riffil, sem sagað hafði verið framan af, og æpti
að okkur: „Sitjið grafkyrr, annars sprengjum við vélina f
loft upp. Og f þessum töluðum orðum svipti hann frá sér
frakkanum, svo að allir gætu sóð handsprengjurnar, sem
héngu við belti hans. Síðan hvarf hann líka inn í flug-
stjórnarklefann og skellti á eftir sér hurðinni. Allt þetta gekk
mjög fljótt fyrir sig, og margir áttuðu sig alls ekki strax á
þvf, hvað væri eiginlega að gerast. Tveir farþegar, maður
og kona, höfðu þó gert sér grein fyrir þvf og þustu að
dyrum flugstjórnarklefans og reyndu að opna þær. Þegar
f stað kvað við annað skot og kúlan, sem fór f gegnum
hurðina, straukst við manninn og þaut yfir höfðum okkar
hinna farþeganna. Og þá fór flugvélin að hendast til fyrst á
aðra hliðina, sfðan hina, rétti sig af, og sviptingar hennar
hófust aftur og voru mörgum sinnum endurteknar. Það
voru ægilegar mfnútur...
Sjavidse, annár flugmaður, heldur áfram frásögninni:
— Þegar flugmaðurinn fór að svipta vélinni til, skaut
glæpamaðurinn hiklaust á hann og særði hann svo alvar-
lega, að flugmaðurinn missti meðvitund. Glæpamaðurinn
hafði mjög góða aðstöðu, hann stóð fyrir aftan okkur og
gat fylgzt með hverri okkar hreyfingu, og þegar vélfræðing-
urinn okkar ætlaði að reyna að snúa sér við, var umsvifa-
laust skotið á hann líka. Það var ekki aðeins, að hvaða
skot sem væri gæti drepið einhvern okkar, heldur hefði
það líka eyðilagt ómissandi stjórntæki flugvélarinnar —
en með vélinni voru auk fimm manna áhafnar 46 farþegar
og þar á meðal konur og börn. Við bárum fyrst og fremst
ábyrgð á lífi þeirra.
Eftir fyrirmælum ræningjanna lenti AN-24 f tyrkneska
bænum Trabson. Tveir af áhöfninni voru alvarlega særðir,
en flugfreyjan Nadezjda Kurtsjenko var látin. Líkskoðun
leiddi f Jjós, að hún hafði verið skotin beint í hjartastað.
Hún var tæplega tvftug.
Þennan sama dag, rétfáður en hún fór f sfna sfðustu
ferð, hafði Nadja trúað vinkonum sínum fyrir gleðitíðindum:
Hún hafði fengið bréf frá kærastanum, og hann sagði henni
þar, að hann kæmi eins og áformað hafði verið til Suhkumi
— og þá ætluðu þau að gifta sig og hún síðan að fara
með honum til Leningrad, þar sem hann er við nám.
Nú liggur þetta bréf á borðinu f herbergi hennar, þar
sem ýmsir hlutir hennar eru enn óhreyfðir, og þar ræddum
við við nokkrar vinkonur hennar.
— Við bjuggum saman hér [ þessu herbergi, segir
Dusja Minina, vinkona Nödju, og fær ekkl varizt gráti. —
Hún var alltaf svo kát og glöð. Og hana dreymdi um að
verða kennari, hún var að búa sig undir inntökupróf f
kennaraskólann...
— ... Ég get ekki hugsað mér betri vinkonu, heldur
Dusja áfram og þegir svo lengi, berst við tilfinningar sínar.
— Hvenær við sáumst sfðast? Ég hafði fengið þriggja daga
frf og flaug til ættingja minna f Kislovodsk. Við Nadja flug-
um saman, þvf að þún átti vaktina um borð. Nú, ég veit
ekki hvernig ég á að skýra það, eða hvers vegna það var
— en við fórum að gráta þegar við kvöddumst. Einhver
kona gekk fram hjá og spurði: „Hvað eruð þið að gráta,
stúlkur?" Nadja brosti við henni og svaraði: — Okkur Ifður
svo vel, sko, þess vegna erum við að vola... Svo hljóp
hún af stað til flugvélarinnar. Og það var í síðasta sinn
sem ég sá hana, svona hlaupandi.
Dusja heldur áfram: — Það er erfitt að finna góð ilmvötn
þarna hjá okkur f Suhkumi og f ferð minni leitaði ég að
þeim, og að plötum. Hún elskaði tónlist. Ég ætlaði að gefa
henni þetta f afmælisgjöf. Hún er að verða... hún hefði
orðið tvítug.
— Héma er bréf á borðinu, segir önnur vinkona Nadju,
— það er frá systur hennar og kom i dag. Hún segir, að
mamma þeirra sé búin að sjóða sultu og sé búin að senda
hana — f afmælið ...