Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 4
onráð Karlsson er forsöngvari hundakórsins, sem syngur í ýmsum tóntegundum þegar stofu- gangurinn byrjar. Hann leggur sitt flata og breiða trýni þétt að rimlunum, sem eru kringum einkastofu hans, teygir út úr sér tunguna af einskærri ástúð og dillar rófunni, fullur eftirvæntingar. Yfirdýralæknirinn, Bent Riis, skoðar sjúklinginn og kveð- ur upp þann úrskurð, að hann geti útskrifazt seinna um daginn. Konráð hafði étið rottueitur í misgripum og þurfti því að dvelja á spítalanum vikutíma. En núna er búið að vinna bug á eitruninni, og i kvöld getur hann hreiðrað um sig aftur á Karlssons heimilinu, þar sem hans hefur verið sárt saknað. Tryggur Rasmussen ( næstu stofu hefur fallið í sömu gryfju og Konráð, borðað rottueitur í staðinn fyrir hunda- mat. Hann verður að vera á spítalanum nokkra daga f viðbót þar sem dekrað er við hann á alla lund og honum gefnir skammtar af K-vítamíni. Stofugangurinn á dýraspítalanum f Emdrup er ekki ósvip- aður og gerist og gengúr á sjúkrahúsum almennt. Nema hvað sjúklingarnir líta að sjálfsögðu nokkuð öðruvfsi út. Bent Riis yfirdýralæknir og dýralæknarnir Ove Jespersen og Peter Aller eru klæddir í hvíta sloppa og á eftir þeim gengur Jannie Larsen, hjúkrunarkona og ritari. Á stofu- ganginum er líðan 120—130 innlagðra dýra athuguð. Nær skoðunin yfir alla þá sjúkdóma, sem hrjá ketti, hunda, hamstra, fugla, pöddur og yfirleitt flestar þær dýrategundir, sem fólk hefur fyrir húsdýr. Þrífættir vinir Hundar eru f miklum meirihluta meðal sjúklinganna og flestir hafa orðið fyrir svipuðiim óhöppum og mennirnir verða fyrir. Margir hafa t. d. orðið fyrir óhöppum í umferð- inni og hoppa um á þrem fótum því sá fjórði er f gifsi eða vafinn sáraumbúðum. En það hindrar þá ekki í að stökkva f loft upp, þegar stofugangurinn stendur yfir. Hundur verð- ur að vera mjög veikur til að hann iáti ekki í Ijós þörfina á að komast f snertingu við menn. Við hverja „stofu“ er spjaid með nafni hundsins og fjölskyldu hans. Kirkjuyfirvöld vilja hafa afskipti af þvf, hvaða nöfn foreldrar velja börnum sínum, en það eru engin takmörk fyrir þvi hvaða nöfn fólki dettur f hug að velja hús- dýrum sfnum. Hér eru hundar, sem heita í höfuðið á popp- söngvurum, og aðrir, sem heita eftir uppáhaldsdrykk hús- bóndans. Hver sjúklingur er vandlega rannsakaður. Það er skrifuð skýrsla og ritarinn punktar allt samvizkusamlega niður f vasabók. Þvf hún verður að vera viðbúin mörgum spurn- ingum, þegar aðstandendur hringja og spyrja um líðan hins heittelskaða og sárt saknaða sjúklings. Og það eru margir, sem hringja og spyrja margs. Innilegar tilfinningar Þær tilfinningar, sem látnar eru f Ijós á venjulegum spftöl- um, eru hreint smáræði miðað við það, sem gerist á dýra- spítala. Fólki finnst það ekki viðeigandi að kasta sér grát- andi yfir ættingja, sem verið er að aka inn á skurðstofu, eða kyssa og faðma eiginmanninn eða eiginkonuna ákaf- lega á sjúkrabeðinu á heimsóknartíma. En þær tilfinningar, sem fólk sýnir hvert öðru yfirleitt í einrúmi, fá opinbera út- rás, þegar dýr eiga f hlut. — Ef eitthvað kemur fyrir Pelle, þá dey ég, sagði kona ein um leið og hún kom með lítinn hvítan hund. En ótti hennar reyndist ástæðulaus því iítið amaði að hvutta. I afgreiðslunni stendur pelsklædd kona og tárin streyma niður á bröndóttan kött, sem hún hefur f fanginu. — Mundu, að hann er bezti vinur móður sinnar, kallar hún til aðstoðar- stúlkunnar, sem á að fara með uppáhaldið hennar á katta- deildina. Á þeirri deild er hvorki fagnaðarsöngur né önnur merki um gleði, þegar stofugangurinn stendur yfir. Kettirnir sitja í búrum sínum, með fjarrænu augnaráði virða þeir fyrir sér fylkinguna, og það eru bara þeir nýkomnu sem mjálma f þeirri von, að eigendurnir heyri til þeirra. Stór högni, sem heitir Drengur að fornafni og Jensen að eftirnafni, horfir grunsemdaraugum á læknana. Til þess hefur hann fulia ástæðu, því frá og með þessum degi hefur hann sungið sinn síðasta ástarsöng. Ákveðið hefur verið að gelda hann, og það hlýtur að vera mjög átakanlegt fyrir kött, sem ber nafnið Drengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.