Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 9
itt af því, sem mér er minnisstætt frá árinu sem leið, er mjög ánægjuleg ferð til Svíþjóðar. Þar tók ég þátt í. pin9i, sem haldið var í Uppsölum fyrir stjórnendur barnatíma við n°rrænar útvarpsstöðvar. Þetta voru fagrir vordagar. Svíþjóð e' 'aði mig — bæði landið og fólkið. Þingið var I senn skemmti- e9t og lærdómsríkt. Og ætla ég einhvern tima seinna að segja y kUr frá því, þótt ég geri það ekki að sinni. Þátttakendur voru r sérlega etskulegir, og nefni ég þetta þing nú vegna þess, finnsku stjórnendurnir sögðu mér, að í barnatímum finnska 11 arpsins væri nýlokið flutningi 6 þátta um ísland. Þetta hefðu Verið sérstaklega góðir þættir, sem Hrafn Hallgrímsson arkitekt, e'9inkona hans og dóttir, hefðu séð um. f'fú vill svo til, að ég hitti dótturina hér í Útvarpinu um daginn. n var í jólafríi, og e. t. v. hafið þið heyrt hana syngja í barna- msnum hans Eiríks Stefánssonar 10. janúar s.l. Hún heitir Gyða Kristi ln Hrafnsdóttir og er 11 ára. Kfistín Hrafnsdóttir. Myndin er tekin í vatnl vi8 sumar- ! ata hennar í Finnlandi. Gyða er fædd f Helsingfors, höfuðborg Finnlands, og kann þrjú tungumál: sænsku, finnsku og íslenzku. Hún hefur oft komið hingað heim, dvalizt hjá afa sínum og ömmu og þá fengið góða æfingu í íslenzkunni. — Fyrst fannst mér hún hljóma eins og burrrrrrrrrr.... en svo fór ég að heyra orðin! Ég var að kenna vinkonum mínum hér sænsku og lét þær taka próf. Þær stóðu sig bara vel, sagði Gyða. Við spjöllum svo um hitt og þetta, og Gyða segir: — Mér finnst ieiðinlegt að fara að hátta. Ég vildi helzt alltaf fá að vaka. Ég segi henni, að mér þyki ákaflega gaman að sofa. Og þá segir Gyða: — Ég man eftir einum jólum, þegar ég var lítil. Þá mátti ég vaka eins lengi og ég vildi, og hlakkaði svo til að þurfa ekkert að hátta, en þegar klukkan var farin að ganga tvö, spurði ég mömmu og pabba: — Má ég ekki fara að sofa bráðum? Svo kannski er alls ekkert leiðinlegt að þurfa að hátta snemma á kvöldin! Þá er maður líka áreiðanlega I betra skapi daginn eftir, en þegar maður er syfjaður. Og hver vill vera geðvondur og leiðinlegur? Gyðu þykir ákaflega gaman að fljúga, og hún segir: — Eitt af því skemmtilegasta er að koma til íslands með flugvél, — og líka til Finnlands, flýtir hún sér að bæta við. Hún hefur tvisvar komið hingað ein, og síðast fékk hún að fara fram I til flugstjór- anna og sjá allt þar. Gyða hefur átt heima í Svíþjóð í vetur og kann ágætlega við sig þar, en hún segist sakna afa og leikfélaga sinna I Finnlandi — og svo afa og ömmu á íslandi. Hún segir: — I fyrrasumar var ég hér og fór á hverjum degi f Sundlaug Vesturbæjar. Svo var ég fimm daga austur ( Árnes- sýslu og fór á hestbak. Það var sko gaman! Mig langar svo aftur á hestbak! Já, það er margt, sem er skemmtilegt. T. d. finnst Gyðu gaman að sjá spennandi kvikmyndir og teiknimyndir. Myndin um Helen Keller, sem hún sá í sjónvarpinu, fannst henni góð. — Það, sem mér finnst alls staðar leiðinlegasti tíminn I sjón- varpinu, er fréttatíminn, segir Gyða. — Alltaf það sama! Og þegar ég mótmæli, hlær hún bara. Nú berst talið að skólanum, og þá kemur í Ijós, að teikning, reikningur og leikfimi eru uppáhalds námsgreinar hennar. Gyða Kristín er ung söngkona, sem sungið hefur bæði í finnska útvarpið og sjónvarpið. T. d. kom hún fram í spurningaþætti, sem Sjónvarpið í Helsingfors hafði fyrir börn. Hún söng lag, sem ég sendi ykkur einu sinni hér í ÆSKUNNI, „Búkolla mín“ við Ijóð Halldórs Laxness, og mamma hennar lék með á píanó. Spurt var á hvaða máli væri sungið, og það skemmtilega var, að börnin gátu svarað rétt. Um leið og ég þakka Gyðu kærlega og kveð hana, get ég ekki látið hjá líða að spyrja hana, hvaða hana langi til að verða, þegar hún er orðin stór. — Ég veit að minnsta kosti um tvennt, svarar hún, — mig langar til að verða fóstra. Mér þykir gaman að föndra og vera með litlum krökkum. En mest langar mig til að verða arkitekt. Ég vona, að sú ósk rætist. Og einnig vona ég, að Gyða Kristín haldi áfram að syngja. Svo óska ég henni alls hins bezta. Kærar kveðjur INGIBJÖRG. mtmmtm 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.