Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 18
Apinn er með spilin í hendinni, en hinir tveir
hafa líklega fengið slœm spil og því falið sig. Get,-
ið þið fundið þá á myndinni?
þungu spjóti sínu gegnum kofaþakið. Sársaukaóp sagði
honum, að hann hafði ekki misst marks. Með þessari
kveðju, sem fullvissaði óvinina um, að þeim mundi hvergi
vera óhætt í þessu landi, hélt Tarzan á brott og kallaði
saman hermenn sína. Fóru þeir u'm ])að bil mílu vegar
í suður frá þorpinu og hvíldu sig þar og snæddu. Settir
voru verðir í trén, er gera skyldu aðvart, ef óvinirnir
sýndu sig, en það gerðu þeir ekki.
Við lauslega athugun um kvöldið kom það í ljós, að
enginn hafði fallið eða særzt — ekki einu sinni hlotið
smáskrámu, en ekki höfðu færri en tuttugu fallið af
óvinunum. Villimennirnir voru frá sér numdir af sigur-
gleði og vildu þegar í stað gera lokaárás á Arabana til
þess að vinna á þeim, sem eftir voru. Þeir voru jafnvel
farnir að ráðgera ýmsar pyntingar og dansa kringum
bandingja við staura, þegar Tarzan stappaði niður fæti:
„Þið eruð brjálaðir!" æpti hann. „Ég hef sýnt ykkur
einu færu leiðina til þess að vinna á ræningjunum. Þið
hafið fellt tuttugu þeirra í dag, án þess að verða fyrir
mannfalli, en í gær, þegar þið notuðuð gömlu aðferðina,
féllu að minnsta kosti tólf ykkar og margir særðust. Ef
þið fylgið mínum ráðum, munuð þið sigra."
Þegar Tarzan hafði lokið rnáli sínu, samþykktu félagar
hans strax að hlíta lians ráðum og bíða til morguns með
árásirnar á fílabeinsþjófana.
„Þá það,“ sagði Tarzan. „Við skulum hvílast hér í nótt.
Ég hef hugsað mér að láta Arabana fá smjörþefinn af
því, livað þeir eigi í vændum, ef þeir ætla að dvelja lengur
í landi okkar, en til |>ess þarf ég enga hjálp, sannið þið
bara til, félagar."
Svertingjarnir voru farnir að trcysta þessum hvíta risa
og féllust glaðir á þetta. Þeir kveiktu elda, átu og ræddu
viðburði dagsins langt fram á nótt. Tarzan svaf til mið-
nættis. Þá reis haiín upp og hvarf inn í myrkan skóginn.
Stundu síðar var hann kominn að skíðgarði þorpsins.
Varðeldur brann innan við skíðgarðinn, og apamaðurinn
sá, að varðmaður sat við eldinn. Tarzan sveiflaði sér hljóð-
lega upp í tré hinum megin við garðinn. Hann lagði or
á streng. í nokkrar mínútur reyndi hann að ná öruggn
miði, en flöktandi eldurinn og hreyfing á laufinu gerði
honum erfitt fyrir. Hann brá því á annað ráð. Hann
skildi öll vopn sín eftir í trénu, en rcnndi sér til jarðar
innan skíðgarðsins. Hann hafði ekki annað með sér en
hníf sinn. Tarzan skreið eins og köttur að dottandi verð-
inum, er sneri baki við lionum. Tarzan var ekki nema
tvö skref frá varðmanninum. Hann dró sig saman í kut
til þess að stökkva á hann, því að það var venjulegasta
leið skógardýranna — en þá varð maðurinn hans var, spratt
á fætur og sneri sér að honum. Sr o felmtraður varð ræn-
inginn, að hann gleymdi byssu sinni, gleymdi jafnvel að
æpa. Eina hugsun hans var að komast undan þessum
ógurlega hvíta manni, þessum risa, sem eldbjarminn varp-
aði flöktandi skímu á. En áður en hann gat snúið sér við,
stökk Tarzan á hann. Vörðurinn reyndi að kalla á hjálp-
en það var um seinan. Járngreipar apamannsins lokuðu
raddböndum hans og ha'nn hné til jarðar. Hann brauzt
um á hæl og hnakka, en brátt dró af honum, hann var
kafnaður.
Tarzan varpaði líkinu tim öxl sér, greip með sér byssu
hans og hraðaði sér síðan að trénu góða. Hann fór með
líkið upp í tréð, tók þar af því skothylkjabeltið og skart-
gripi alla. Loks tók hann byssu varðarins, gekk fram ^
greinarenda og hleypti af skoti á kofa foringjanna. I’v*
nær samstundis heyrði hann stunur. Tarzan glotti. Hann
hafði þá hitt vel í annað sinn.
Augnablikskyrrð ríkti í þorpinu eftir skotið, þar til
Arabarnir og þrælar þeitTa komu þjótandi út úr kofunum
eins og reiðir hanar. Ef satt skal segja voru þeir meira
hræddir en reiðir. Atburðirnir um daginn höfðu larnuð
hugrekki þeirra, og ekki óx það við þetta eina skot, er
kvað við í kyrrð næturinnar.
Ekki batnaði ástandið, þegar þeir sáu, að vörðurinU
var horfinn, og ])að var eins og þeir vildu auka hugrekki
sitt með hergný, því að þeir tóku að skjóta í ákafa &
lokuð þorpshliðin, enda þótt þeir sæju engan óvin. Tarz-
an notaði sér þetta og skaut einu skoti inn í hópinn. Eng-
inn tók eftir jressum skothvelli eða varð var við skot-
glampann, en þeir, sem þéttast stóðu, sáu einn félaga
sinn falla til jarðar. Þeir urðu nijög skelkaðir og þurftu
nú Arabarnir að neyta allrar orku til þess að hindra, að
þrælarnir flýðu inn í skóginn. Þeim fannst, að þeir yrðu
einhvern veginn að sleppa frá þessu bölvaða þorpi.
Framhald.
16