Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 13

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 13
inu sinni var fátækur bóndi, sem átti ekki nokkurn brauð- bita á heimilinu. Þess vegna varð hann að fara til herramannsins til að biðja hann um hjálp. En til þess að koma ekki tómhentur, steikti hann gæs og hafði hana með sér. Herramaðurinn tók á móti gæsinni og sagði við bóndann: .,Ég þakka þér fyrir gæsina, en ég veit bara ekki, hvernig ég á að skipta henni. Ég á konu, tvo syni og tvær daetur. Hvernig á ég að gera þau öll ánægð?“ Bóndinn svaraði: N „Ég skal skipta henni." Hann tók hníf, skar hausinn af gæs- inni og sagði við herramanninn: „Þú ert höfuð fjölskyldunnar. Taktu höfuðið." Svo skar hann stélbitann af gæsinni °9 rétti frúnni hann: „Þú þarft alltaf að sitja heima. Þess vegna færð þú þennan bita.“ Svo skar hann fæturna af og rétti sonunum þá: „Þið fáið fæturna. Fetið I fótspor föður ykkar." Svo skar hann vængina af, rétti dætr- unum þá og bætti við: I þögninni á eftir heyrist greinilega og æ hærra tifið I úrinu á borðinu. Og þar standa plöturnar, sem Dusja ætlaði sö gefa vinkonu sinnl I afmællsgjöf. Fleiri vinkonur koma inn og setjast þegjandi. Tifið í úrinu lætur hátt I þögninni. Einhver segir: — Já, þetta úr. Hún fékk þetta úr I apríl I fyrra í verð- laun. I einni flugferð hennar kviknaði í hægra hreyfli vélar- mnar. Reykinn lagði inn í farþegarýmið. En Nadja lét sér ekki bregða. Hún var allan hættutímann með farþegunum, brosti... —- Já, hún kunni að brosa, grípur einhver fram í. Um okkur flugfreyjur er stundum sagt, að við brosum bara sam- kvæmt fyrirmælum — lærðu brosi. En Nadja brosti við hverjum manni eins og hann væri gamall vinur. Og þetta fundu allir... — I brennandi flugvélinni gekk hún um, útbýtti sætind- um, brosti, stappaði stálinu í farþegana og tók meira að Se9ja skælandi krakka úr fangi móður hans og vaggaði hon- um f svefn. Sú móðir varð hissa. ~~ Og þegar vélin var lent og allt hafði endað vel, áttu farþegarnir ekki orð til að þakka henni og skrifuðu allir ' sameiningu þakkarskjal. Minningarnar þyrpast fram í hugum vinkvennanna, sem s,tia þarna í herberginu: „Hér hafið þið vængina, því að þið munuð bráðlega fljúga úr hrelðrlnu." Að lokum bent hann á það, sem eftir var og sagði: „Þetta er handa mér.“ Herramaðurinn hló og gaf bóndan- um bæði brauð og peninga. Ríkur bóndi frétti þetta, og hann lót slátra fimm gæsum, steikti þær og færði herramanninum. En herramaður- inn sagði: „Ég þakka þér fyrir gæsirnar. En ég er I vandræðum af því að við erum sex. Hvernig á ég að skipta þessum 5 gæsum á milli okkar?“ Ríki bóndinn hugsaði sig um, en sá engin ráð. Þá sendi herramaðurinn eftir fátæka bóndanum og bað hann að skipta gæsunum. Fátæki bóndinn rétti fyrst herramann- inum og frú hans eina gæs og sagði: „Sjáið, nú eruð þið þrjú.“ Svo rétti hann sonunum eina: „Nú eruð þið einnig þrjú.“ Svo rétti hann dætrunum eina: „Nú verðið þið einnig þrjár." Svo tók hann tvær gæsirnar, sem eftir voru, og sagði: „Og við erum einnig þrjú." Herramaðurinn hló, gaf fátæka bónd- anum meiri peninga, en lét ríka bónd- ann fara leiðar sinnar. — Hún söng svo vel. Og á kvöldvökum las hún oft Ijóð. Hún las sérstaklega vel Ijóðin hans Majakovskís. — Hún hafði alltaf tlma til alls; fyrir vinnuna, Ijóðakvöld, vinkonurnar, félagsstarfið, fjallgöngur... ... já, hún var reglulega dugleg íþróttakona, sérstak- lega í körfubolta, og hafði fengið sérstaka viðurkenningu fyrir fjallgöhgur. — Og hún hafði svo gaman af tónlist. Uppáhaldstón- skáldið hennar var Prókofief... hérna liggja á borðinu nokkrar plötur, sem Volodja, kærastinn hennar, var búinn að senda í afmælisgjöf. — Ég sé hana fyrir mér, segir Dusja — sé hana fyrir mér á þessari siðustu stund. Þó að ég viti ekki, hvernig þetta gerðist nákvæmlega — þá sé ég, hvernig hún snerist á hæli gegn morðingjanum, hvernig hún horfði á hann, hvernig hún spennti hvern vöðva — hvernig hún reyndi að verja áhöfn og farþega. Ég sé það alveg greinilega fyrir mér. Morðingjarnir eru alþekktir af sakaskrám lögreglunnar. Sá eldri faðirinn, er marcfdæmdur fyrir þjófnaði, svik og drykkjuskap. Sá yngri hefur sopið seyðið af því uppeldi, sem slíkur faðir veitti honum. Tyrknesk yfirvöld hafa nú ákveðið að framselja ekki morðingjana, þar sem flugvélarránið og morðið hafi — að þeirra mati — verið pólitísk aðgerð. LEO TOLSTOJ: HV E R N IG BÓNDINN SKIPTI GÆSUNUM 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.