Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 30

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 30
LJÓSBRJÓTUR EITT OG ANNAÐ UM LJÓSMYNDUN Umsjón: GUNNAR STEINN PÁLSSON 1. þáttur Nú hefur verið ákveðið að hrinda af stað nýjum þætti í blaðinu — Ijósmyndaþætti. Slíkur þáttur var síðast í ÆSKUNNI fyrir rúmu ári og gekk þá mjög vel. Þið voruð dugleg að senda okkur myndir og er það einmitt grundvöllurinn fyrir Ijósmyndaþátt- um I blöðum eins og Æskunni. Því fleiri myndir, sem þið sendið, því liflegri verður þátturinn. Ekki væri lakara að fá stutt bréf frá ykkur með myndunum, þar sem a. m. k. kæmi fram, hvar þær væru teknar, hvenær og á hvernig myndavélar. En ykkur er velkomið að skrifa þættin- um án þess að senda myndir, t. d. ef þið viljið koma spurningum á framfæri, sem ég gæti síðan reynt að finna svör við. Ég vona að þið verðið fús til samstarfs við mig um að gera þennan þátt sem bezt úr garði og heiti á aðstoð ykkar og dugnað við að senda myndir. HVAÐ ER LJÓSMYNDUN? I upphafi þessa þáttar vil ég leggja ríka áherzlu á, að það er síður en svo nauð- synlegt að eiga fullkomnar myndavélar til að geta leikið sér að Ijósmynduninni. Þetta er íþrótt eða dægradvöl fyrir alla, og hún gerir ekki kröfur til mikils kostnaðar í upp- hafi. Nauðsynlegt er að eiga einhverja myndavél, sem ekki er svo gömul eða skemmd, að myndirnar verði óskarpar eða slæmar á annan hátt. , Ljósmyndun er að mínu viti skapandi list fyrir hvern og einn, enginn á að hafa meira gaman eða not af myndunum en sá, sem tekur þær. Þess vegna eru engar regl- ur til um það, hvernig eigi að taka Ijós- myndir, slíku ræður hver og einn algjörlega sjálfur. Ég ætla því ekki að reyna að kenna ykk- ur, hvernig á að staðsetja myndverkefnin á myndina, ég ætla ekki að ákveða fyrir ykkur, hvort fólk eigi að vera brosandi, hlæjandi, grátandi, talandi eða hlaupandi, þegar þið takið myndir af því. Þið eigið að finna það alveg hjá sjálfum ykkur, hvernig skemmtilegast er að haga myndatökunni. En minnizt þess, að í hvert sinn sem þið takið mynd, eruð þið að búa til verð- mætan hlut, sem síðar getur orðið skemmti- legt að draga fram í dagsljósið og skoða. Þess vegna skuluð þið ávallt leggja mikla rækt við hverja mynd, ekki flýta ykkur of mikið, heldur gefa ykkur góðan tima til að hugsa um og ákveða hvernig skemmtilegast sé að fara að hlutunum. MYNDAVÉLIN Eins og áður er sagt, er alls ekki nauð- synlegt að eiga dýrar og fullkomnar mynda- vélar til að geta tekið skemmtilegar myndir, sem bæði eru fallegar og vel teknar í alla staði. Nú á þessum tímum tæknifullkomn- unar eru ekki framleiddar aðrar myndavélar en þær, sem geta flokkazt undir góðar vél- ar miðað við sinn verðflokk, og allar vél- ar, sama hve ódýrar þær eru, geta full- nægt þörf eiganda síns að mjög miklu leyti. Góður Ijósmyndari þarf ekki að eiga góð tæki og dýr, góður Ijósmyndari er sá, sem vinnur markvisst að Ijósmy'nduninni og nýtir til fulls þá möguleika, sem hann sjálfur og myndavélin gefa honum. Ódýrustu myndavélarnar sem fást í dag eru kassamyndavélarnar, sem nú kallast „Instamatic". Slíkar vélar eru framleiddar af fjölmörgum fyrirtækjum víða um heim, en til þessa hafa vélarnar frá Kodak verið vinsælastar. Margir, sem ekki hafa ef til vill nema takmarkað vit á Ijósmyndun, halda, að þessar instamatic myndavélar séu mjög lélegar og sumir jafnvel skammast sín fyrir að láta sjá sig með þær. En þeir, sem kynnzt hafa Ijósmyndun, vita, að með ein- faldri instamatic myndavél má gera fjöl- marga mjög skemmtilega hluti og taka glæsilegar Ijósmyndir, sem standast sarn- anburð við verk hvaða atvinnuljósmyndara sem er. Ég veit til dæmis um sænskan Ijósmynd- ara, sem hafði unnið við Ijósmyndun ( mörg ár, þegar hann einn góðan veðurdag fékk leið á að rogast með margar ferða- töskur fullar af Ijósmyndatækjum með sér. Hann setti auglýsingu í blöðin, seldi alh dótið sitt og keypti sér instamatic mynda- vél. Vinir mannsins urðu eðlilega mjög hissa.á þessu háttalagi, og ljósmyndaiar í Svíþjóð grétu fögrum tárum yfir þvf, nú væri horfinn úr hópi þeirra einn a* beztu Ijósmyndurum Svía. En viti menn, tveimur árum eftir þessi umskipti á Ijósmyndaferli Svíans, hélt hann glæsilega Ijósmyndasýningu, og voru aNar myndirnar á henni teknar á litlu myndavél- ina hans. Það eina sem þarf til að gerast góður Ijósmyndari er því, eins og sjá má, vand- virkni og skemmtilegt og vökult auga fyr,r myndverkefnum. MYNDATAKAN Við myndatökuna verður ávallt að hugsa vel um uppstillingu myndverkefnisins og hvar á myndinni er skemmtilegast að hafa aðalatriðin. Þegar ég tala um uppstillingu. á ég ekki endilega við uppstillingu á svip" brigðum og öðru þess háttar, heldur fyrst og fremst um ákvörðun myndbyggingar- innar. Hér í þættinu höfum við dæmi um, hva mikilvægt það getur verið að staðsetja aðalatriðið rétt á myndinni. Þessar myndir af stúlkunni eru allar teknar frá sama sjónarhorni en með mismunandi uppbygP' ingu. Þið skuluð athuga myndirnar gaum- gæfilega og reyna að finna síðan út, hvernig byggja má upp skemmtilegar myndir af ýmsum öðrum verkefnum. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.